Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Side 37

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Side 37
Magnús Þór Þorbergsson: Þríhöfða risi eða sundraður söfnuður? tmm bls. 35 múrsins. Styrkir til menningamála voru miklir beggja vegna múrsins og vildu stjórnir land- anna sem mest gera til þess að hvor um sig gæti verið stolt af gróskunni sín megin. Þessi barátta skýrir að mörgu leyti þann fjölda leik- húsa, ópera, listasafna og menningarstofnana sem starfandi eru í Berlín, en um leið hefur hún orðið þess valdandi að nú, þegar „eðlilegu" ástandi hefur verið komið á, þarf borgin að kljást við þann fjárhagslega vanda sem rekstur slíks fjölda listastofnana hefur í för með sér. Mörgum menningarstofnunum hefur nú verið lokað eða starfsemi þeirra breytt, og ekki sér enn fyrir endann á niðurskurði í þessum geira, enda fjárhagsvandi borgarinnar mikill. Fljótlega eftir skiptingu borgarinnar hóf Ber- tolt Brecht starfsemi Berliner Ensemble í leik- húsinu við Schiffbauerdamm í austurhluta borgarinnar, einu sögufrægasta leikhúsi Berlín- ar. Það var byggt 1892 og strax frá byrjun varð það þekkt í leikhúsheiminum, m.a. fyrir sýning- ar á verkum framsækinna þýskra leikskálda, s.s. Franks Wedekind, Georgs Kaiser og Ger- harts Hauptmann, en eitt þekktasta verk hans, Vefararnir, var frumflutt þar árið 1893. Á árun- um 1903 til 1906 var Max Reinhardt leikhús- stjóri hússins og setti meðal annars upp fræga sýningu sína á Draumi á Jónsmessunótt eftir Shakespeare. Eftir nokkuð langt tímabil þar sem óperettur voru ráðandi i verkefnavalinu tók Ernst-Josef Aufricht við húsinu árið 1928 og hóf leikinn á frumflutningi á Túskildingsóperu Brechts og Kurts Weill. Begar Brecht sneri aftur til Þýskalands eftir stríðið var honum falin stjórn hússins ásamt konu sinni, Helene Weigel, sem stýrði því ein frá dauða Brechts 1956 til eigin dauðadags 1971. Segja má að á sínum tíma hafi Berliner Ensemble skyggt á mest allt annað leikhúslíf í borginni, bæði austan- og vestanmegin, í raun allt þar til Peter Stein var fenginn til að stýra leikhúsinu Schaubuhne við Hallesches Ufer árið 1970. Á meðan Berliner Ensemble lifði æ Merki Volksbuhne eða Alþýðuleikhússins. Framhlið Schaubuhne I vesturhluta Berlínar. 48 Psychose .......... Hhno people to show that k.lllng people is v> Frank Castorf stjórnandi Volksbúhne fyrir framan leikhúsið. meir á fornri frægð fór vegur Schaubuhne í vesturhluta borgarinnar vaxandi. Forráðamenn Schaubuhne tóku á sínum tíma umtalsverða áhættu þegar þeir réðu hinn unga Peter Stein leikhússtjóra. Honum fylgdi hópur hópur af ungu leikhúsfólki sem átti sam- eiginlega andúð í garð þeirrar stöðnunar sem það taldi ríkja i þýsku leikhúsi. Þetta var fólk sem vildi breyttar áherslur bæði í listrænum efnum og í stjórnkerfi leikhússins. Peter Stein innleiddi t.d. í leikhúsið lýðræðislegri aðferðir en áður höfðu tíðkast, allir listamenn hússins gátu haft áhrif á verkefnaval og stefnumótun, auk þess sem lögð var mikil áhersla á vinnu dramatúrga við hugmyndafræði og stefnu leik- hússins til lengri tíma. Það var því mjög ein- dregin og samstillt hugsun að baki starfi Schaubuhne, sem gerði það að verkum að úr varð eitt merkasta leikhús þýskrar leiklistar- sögu sem þótti takast að samtvinna félagslegt umhverfi vinnunni í leikhúsinu á óvenjulegan hátt. Peter Stein þróaði ákveðinn stíl, sem þekkt- ur hefur orðið sem „Schaubúhne-stíll". Hann felur öðru fremur í sér mjög nákvæma og vand- aða rannsókn á klassískum textum, þar sem jafnt sálfræðilegir sem félagslegir þættir verk- anna eru krufnir til mergjar. Þetta var sálfræði- legt leikhús, þar sem lestur leikstjórans á verk- inu skein þó ávallt í gegn, án þess að unnið væri á móti textanum, eins og margir aðrir þýskir leikstjórar hafa orðið frægir fyrir. Undir stjórn Peters Stein einbeitti Schaubúhne sér einkum að lifandi endurskoðun á mörgum af stórvirkjum heimsbókmenntanna, verkum Shakespeares og Tsjekovs sem og grísku harmleikjunum, en einnig áttu virtir þýskir sam- tímahöfundar eins og Peter Handke og Botho Strauss öruggt athvarf í Schaubuhne. Þeim stíl sem Schaubúhne var þekkt fyrir þótti að ýmsu leyti fara hnignandi á tíunda ára- tugnum og margir töldu sig reyndar sjá um- merki þeirrar hnignunar strax á þeim níunda, en Peter Stein hætti sem leikhússtjóri 1985. Þeg- ar kom fram á tíunda áratuginn þótti mörgum sem sýningar Schaubúhne væru aðeins vægur endurómur fortfðar, eins konar rannsóknar- stofa í sagnfræði, þar sem haldið var áfram að vinna með sfgild verk í anda þess sem var, án þess að slíkar aðferðir væru f nokkrum takti við tíðarandann lengur. Auk þess hafði frægð leik- hússins orðið til þess að leikhússtjóra reyndist

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.