Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Page 38

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Page 38
Berliner Ensemble leikhúsið. Claus Peymann stjórnandi Berliner Ensemble. stundum erfitt að halda leikhópnum eins þétt saman og áður hafði verið hægt. Sífelld boð um stór hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpi gerðu það að verkum að leikarar voru sjaldnast að öllu leyti með hugann við vinnuna í leikhúsinu. Að lokum sáu eigendur hússins að tími væri kom- inn til að stokka spilin og gefa upp á nýtt. Kreppa á tíunda áratugnum Við fall Berlínarmúrsins gjörbreyttist allt líf í borginni og leikhúsið um leið. Leikhúslista- menn þurftu að finna leiðir til að kljást við þær stórfenglegu breytingar sem samfélagið stóð frammi fyrir og að mörgu leyti þurftu þeir að hefja leit að nýju tungumáli sem næði að tjá breytta heimsmynd. í þessari byltingu miðri stóðu þekktustu leikhús Berlínar, Schaubuhne og Berliner Ensmble, og áttu bæði í baráttu við arf fortiðar, sem segja má að hafi beinlínis ver- ið að sliga þau. Auk þess að rogast með gríðarmerkilegan en um leið níðþungan arf Brechts hafði Berliner Ensemble einnig orðið fyrir barðinu á innbyrðis valdabrölti og þverstæðukenndri stöðu leik- hússins gagnvart stjórn kommúnista í Austur- Þýskalandi, sem varð til þess að margir flúðu leikhúsið eða voru beinlínis hraktir þaðan. Ekki bætti úr skák að á síðasta áratug lenti Berliner Ensemble í útistöðum við erfingja Brechts, sem ekki voru hrifnir af nokkrum útfærsíum á verkum meistarans og lá á tímabili við að leik- húsinu yrði bannað að sýna verk hans. Kreppan sem Berliner Ensemble og Schaubuhne áttu við að etja var reyndar líka hluti þeirrar kreppu sem almennt var ríkjandi í þýsku leikhúsi á 9. og 10. áratugnum. Gömlu leikstjórarnir sem bylt höfðu leikhúsinu á 8. ára- tugnum þóttu hafa glatað hugsjónum slnum og nýjungagirni og þróast meira í átt að innihalds- lítilli sjálfsupphafningu. Þannig metur einn helsti gagnrýnandi landsins á 8. og 9. áratugn- um, Georg Hensel, það svo að leikhúsið hafi þróast frá félagslegri ögrun á áttunda áratgnum i það að vera skriftastóll opinberunar einstak- lingsins á þeim níunda. í stað trúar á útópíur kom uppgjöf gagnvart raunveruleikanum, í stað upplýsingar skrautsýningar. En staða hinna gömlu meistara var slík að í raun var lítið rými fyrir nýjar kynslóðir. í skjóli vandræðagangs innan Berliner Ens- emble og Schaubúhne og í miðri þessari kreppu leikhússins kom þriðji „risinn", Volksbúhne við Rosa-Luxemburg Platz í mið- borg Austur-Berlínar, eins og jarðýta inn í þýskt leikhúslif og hefur dafnað og blómstrað undir styrkri stjórn austurþýsks leikstjóra, Franks Castorf. Slíkur hefur uppgangur þess leikhúss verið að á síðari helmingi tíunda áratugarins var það að mörgu leyti eina leikhúsið sem vert var að heimsækja. Staða Volksbúhne var algjörlega ráðandi. Ljóðrsenar stríðsvélar Volksbúhne, eða Alþýðuleikhúsið, hóf göngu sína í Berlín 1914 með sýningu á verki eftir Björnstjerne Björnson en seinna á þessu fyrsta leikári var m.a. Fjalla-Eyvindur Jóhanns Sigur- jónssonar settur þar á svið. Árið 1992 var Frank Castorf boðið að taka við stjórn hússins og sit- ur hann þar enn. Castorf komst fljótlega á ferli sínum upp á kant við valdhafa í Þýska alþýðu- lýðveldinu, sem ekki voru hrifnir af afdráttar- lausum skoðunum hans og róttækum aðferð- um. Hann var því skipaður leikhússtjóri yfir litlu leikhúsi í afskekktum smábæ við Eystrasalt snemma á níunda áratugnum, en þar í útlegð- inni safnaði hann í kringum sig hópi listamanna, sem nú myndar kjarna leikhóps Volksbúhne. Þegar Castorf tók við Volksbúhne ríkti hálf- gert millibilsástand í Berlín. Austur-þýska stjórnin var í raun orðin valdalaus, en vestur- þýsk yfirvöld voru þó í raun ekki enn tekin við. í Vestur-Berlín sluppu ungir menn við her- skyldu, þannig að þangað flykktist ungt og sér í lagi vinstrisinnað fólk, en menntamenn voru áberandi í austurhluta borgarinnar. Við fall

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.