Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Side 48

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Side 48
‘.crr Ystad, sögusvið Wallander bókanna. Á þessum uppgangstíma hefur Ordfront að jafnaði gefið út um það bil þrjátíu titla á ári, ekki síst verk eftir höfunda sem hvað mest láta að sér kveða í skapandi menningar- og þjóðmála- umræðu, jafnt í Svíþjóð sem á alþjóðlegum vettvangi. Má hér nefna höfunda eins og Mariu Piu Boéthius, Jesús Alcalá, Joachim heitinn Isr- ael, Heléne Lööw, Susan Faludi, Noam Chom- sky, Edward Said, John Pilger, Mörthu Gell- horn, Svetlönu Aleksijevits, Gittu Sereny og John Kenneth Galbraith; enn fremur sagnfræð- ingana Carlo Ginzburg, Aron Gurevits, Nataliu Zemon Davis, Eric Hobsbawm og Howard Zinn. Þá hefur Ordfront gefið út heildarritsafn Cornelis Vreeswijks í þremur bindum og röð þrettán handbóka um listina að skrifa, „skrivandets hantverk" þar sem leiðbeint er um flestar tegundir textagerðar. Vítt og breitt um Svíþjóð gengst félagið fyrir námskeiðum og fyrirlestrum um bókmenntir, heimspeki, þjóð- mál og handverkið að baki ritlistinni. Síðast en ekki síst hefur Ordfront staðið ásamt Guðfræðiháskólanum í Stokkhólmi að Lýðræðisakademíunni sem gengst fyrir eins árs námi í mannréttindum á háskólastigi (40 einingar) og námskeiði í lýðræði við Norræna lýðháskólann í Kungálv í Svíþjóð. Öll þessi starfsemi, bæði útgáfan og grasrót- arstarfið, hefur að miklu leyti verið möguleg fyr- ir tilstilli þeirra félaga, Mankells og Wallanders. Nú er Wallander sestur í helgan stein og það sem verra er, Mankell hefur sagt skilið við Ord- front og stofnað nýtt forlag, Leoparden, í sam- vinnu við Dan Israel, fyrrum útgáfustjóra Ord- front og síðar Norstedts. Fetar hann þar í fótspor fleiri sænskra met- söluhöfunda, eins og þeirra Jans Guillous, Lizu Marklund og Marianne Fredriksson sem hafa stofnað Pirat-forlagið til að gefa út eigin verk. Margir óttast að þessi þróun geri útgáfu á Ijóða- bókum og öðrum bókmenntum sem síður selj- ast erfiðari. En Mankell hefur hins vegar lýst því yfir að þeir Israel hyggist leggja mikla áherslu á afrískar og arabískar bókmenntír. Pílagrímsferðir á slóðir Wallanders Ystad er einstaklega fallegur, gamall bær á suð- austurströnd Skáns. f bænum sjálfum búa rúm- lega 16.000 manns en um 26.000 í öllu sveitar- félaginu. Þaðan liggja ferjuleiðir bæði til Borg- undarhólms og Póllands. En það sem gefur bænum mestan sjarma er að hann er einhver best varðveitti miðaldabær Svíþjóðar; óvíða get- ur að líta jafnheillegar gamlar götumyndir og þar. Ekki er vitað með vissu hvenær þéttbýli tók að myndast í Ystad en grábræðraklaustur var reist á þessum slóðum um miðja 13. öld og mjög heillegar minjar þess standa enn uppi f bænum (Sankt Petri kirkja). Einhvers konar ver- stöð hefur sennilega verið þarna, jafnvel fyrir daga klaustursins, sem mun síðan hafa vaxið upp sem síldarpláss í tengslum við Hansaversl- unina. Pilgrándshúsið sem reist var í byrjun 14. aldar er talið elsta múrgrindarhús á Norðurlönd- um. Fjölmargir áhugaverðir staðir eru einnig í ná- grenni Ystad, bæði innan sveitarfélagsins og á Österlen. Þarna er fjöldi rúnasteina og einnig má sjá fornar skipsetningar þar sem hæst ber Alesteina við Káseberga. Síðast en ekki síst eru á þessum slóðum hallir frá 15. og 16. öld, svo sem Glimmingehus, Krageholm og Marsvins- holm. Alesteinar eru taldir vera frá yngri steinöld (ca. 400-700 e. Kr.) og eru án efa einhverjar merkilegustu og dularfyllstu fornminjar á öllum Norðurlöndum, um 67 metra langt og 19 metra breitt mannvirki samansett úr 59 gríðarstórum uppreistum steintökum. Er ekki laust við að ný- aldarhópar hafi viljað leggja ýmiss konar tákn- ræna merkingu í steinana og gera þá að helgi- stað sínum ekki ósvipað því sem gerst hefur í Stonehenge á Englandi. Það er með öðrum orðum ákaflega margt Götumynd frá Ystad. Sankti Maríukirkjan í baksýn. inn til að byrja með var gömul fjölritunarvél, ekki ósvipað því sem tíðkaðist kringum útgáfu- starfsemi Fylkingarinnar og KSML hér á landi upp úr 1970. Um tíma fluttist starfsemin í sænsku Smálöndin þar sem hún fór fram í kommúnubúskap en svo sneri hún aftur til Stokkhólms 1972. 1988 var svo komið fyrir fyrirtækinu, sem reyndar hafði alla tíð barist í bökkum, að það var í raun gjaldþrota. En þá kom bókaútgáfan Rabén & Sjögren til skjalanna á siðustu stundu og keypti sig inn í Ordfront fyrir 250.000 sænskar krónur. 1990-91 gerist svo kraftaverk- ið með tilkomu Wallanders og þetta örlitla, nán- ast vonlausa bókafélag, vex upp í það að verða öflug meðalstór bókaútgáfa, nógu stór til að blöð og tímarit í eigu Bonnierveldisins keppast við að spá því að illa fari fyrir fyrirtækinu um leið og Wallanderseríunni lýkur. Árið 1997 keypti Ordfront Rabén & Sjögren aftur út fyrir 2,2 milljónir sænskra króna.

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.