Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Page 54

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Page 54
en ekki kvenréttindahreyfingarinnar. Hins veg- ar lét hún kvenréttindamál mjög til sín taka, rétt eins og önnur þjóðfélagsleg viðfangsefni sam- tímans. Sigrún var vel lesin í bókmenntum og einnig heimspeki og sálarfræði, ekki síst á er- lendum vettvangi. Hún var ennfremur allróttæk á sumum sviðum, t.d. tók hún eindregna af- stöðu með Halldóri Laxness þegar í odda skarst með honum og Jónasi frá Hriflu í lok fjórða áratugarins.6 Hér verður fyrst fjallað um erindi sem hún flutti á bændanámskeíði á Egils- stöðum 1926 undir heitinu Eðli og hlutverk kvenna, prentað í Hlín, 10. árgangi 1926, bls. 89-121. Dr. Björg C. Þorláksdóttir svaraði þess- ari grein í 19. júní árið eftir, og næsta ár svaraði Sigrún fyrir sig í Hlín eins og síðar verður rakið.7 Rétt eins og Jónas Jónsson fjallar Sigrún Blöndal öðrum þræði í fyrstu grein sinni um ís- lenskan veruleika í alþjóðlegu félagslegu og menningarsögulegu samhengi. Hún rekur upp- haf kvenfrelsishreyfingar samtímans í álfunni annars vegar til einstaklingshyggju og óraun- hæfrar framfaratrúar sem sprottin sé upp úr frönsku stjórnarbyltingunni og hins vegar til iðnbyltingarinnar á Englandi sem hafi rutt burt Jeg hefi þótst finna glöggan eðlismun karla og kvenna, og mjer hefir skilist, að só eðlismunur væri ekki aðeins af- leiðing ytri aðstæðna eða lífskjara, heldur væri þar um að ræða náttúru- lögmál, lífslögmál. heimilisiðnaðinum og þar með neytt konur inn á vinnumarkaðinn, þ.e.a.s. í verksmiðjustörfin ef þær áttu ekki heimili eða börn. Umfjöllunin ber með sér megna vantrú á jafnréttisbaráttu samtímans, eins og sést á eftirfarandi leiðandi spurningum framarlega í greininni: Hvaða áhrif hefir frelsi kvenna á konurnar sjálfar? Gerir það þær betri eða farsælli? Og hvaða áhrif hefir það á heildina? Hjálpar það mönnum í Iffsbaráttunni? Eykur það lífsþrótt hins hvíta kynflokks, eða flýtir það fyrir úr- kynjun hans? Flýtir það fyrir för hans að feigðarósi. (93-94) Þó að höfundur viðurkenni að kvenfrelsið kunni að hafa orðið einhverjum konum til gagns leyf- ir hún sér að efast um að það þjóni hagsmun- um kvenna almennt, hagsmunum þjóðarheild- arinnar, eða kynstofninum sem hún telur vera á glötunarbarmi. Greinin er studd tilvitnunum í rit ýmissa vísinda- og fræðimanna og höfundur gerir sér far um hlutlæga og varfærnislega framsetningu efnisins. Þetta birtist í orðalagi: „þá verður ekki annað sjeð" 89, „liggur nærri að ætla" (90), „Þeim, sem svo hugsa, virðist ekki óeðlilegt að spyrja sjálfa sig" (93), „Nú er það að vísu satt /.../ En þá er því til að svara" (94), „Hjer virðist koma fram sama lögmál og á sviði sálarlífsins" (106), „Svo virðist sem mikil andleg áreynsla sje konum óeðlileg og skapi hjá þeim óeðli" (114). Hlutlægnin lætur þó undan síga er á líður, enda er hér um að ræða málefni sem Sigrún kveðst sjálf hafa velt mjög fyrir sér og komist að mjög eindreginni niðurstöðu. En áður en hún kveður upp úr um hana slær hún nokkra varnagla, og talar nú frá eigin brjósti: Hitt veit jeg ofurvel, að mikið vantar á, að jeg hafi þá þekkingu á málinu, sem æskilegt væri. Þetta mál er svo merkilegt og mikilsvarðandi, að jeg efast um, að önnur mál varði menn meira. Skoðun sú, sem jeg hefi myndað mjer um það, er að miklu leyti bygð á lífsreynslu minni. Jeg hefi þótst finna glöggan eðlismun karla og kvenna, og mjer hefir skilist, að sá eðlismunur væri ekki aðeins afleiðing ytri að- stæðna eða lífskjara, heldur væri þar um að ræða náttúrulögmál, lífslögmál. (94) Sigrún telur „að kynþættinum stafi mikil hætta af því, ef eðlismunur karla og kvenna verði þurkaður út, en nútíðaruppeldi kvenna miði að nokkru leyti að því, eins og kvenfrelsishreyfing- in yfirleitt" (leturbr. höf.). Því sem eftir er grein- arinnar er varið til þess að ræða og rökstyðja þessa skoðun. í því sambandi fer höfundur í saumana á helstu hugmyndum sem liggi til grundvallar baráttunni um kvenfrelsi og jafn- rétti kynjanna eins og John Stuart Mill setur þær fram í bókinni The Subjection of Women. Á móti teflir hún þeirri skoðun að verkaskipting kynjanna sé ekki þvinguð fram af hnefarétti karlmannsins heldur hafi náttúran fundið kon- unni stað í fullu samræmi við eðli hennar og aldalanga reynslu mannkynsins. Hæfileikar kvenna liggi á allt öðrum sviðum en hæfileikar karlmanna; einkenni þeirra séu ekki vitsmunirn- ir heldur hin ósjálfráða dómgreind, öðru nafni eðlishvötin. Þetta er rökstutt með vísun til konu sem hafði óbrigðula tilfinningu fyrir Ijóðum án rökskilnings og með mælingum þýskra vísinda- manna sem sýni að konur séu höfuðminni en karlar og heili þeirra léttari. Eins og áður var drepið á einkennist greinin framan af af tilhneigingu til hlutlægni og flestar fullyrðingar höfundar eru skilyrtar með ein- hverjum fyrirvörum. Þetta breytist þó erá líður, þá bregður fyrir huglægni og tilfinningaþunga sem hér er tjáð með endurtekningum (ana- fora), stigmögnun (gradatio) og gildishlöðnum. afdráttarlausum orðum. Þannig eru öll lýsingar- orð ýmist í miðstigi eða efsta stigi um leið og orðið þröngsýni er skilgreint upp á nýtt á já- kvæðan hátt: Þegar hún er í dýpstu samræmi við eðli sitt, þegar hún er allra þröngsýnust, þ.e. þegar hún sinnir mest kröfum augnabliksins, sem loka allri útsýni í rúmi og tíma, einmitt þá er líklegt að hún vinní sín stærstu afrek í þjón- ustu heildarinnar - í þjónustu allífsins. /.../ Enginn efi er á því, að konur njóta fyllri sælu og gleði vegna hæfileika síns til að sökkva sjer niður í augnablikið. Innileiki tilfinninganna er sennilega meiri, bæði í gleði og sorg. (108- 109) Hvergi er stíllinn eins vandlætingarsamur og af- dráttarlaus og þar sem vikið er að meintum áhrifum kvenfrelsishreyfingarinnar i íslensku þjóðlífi samtímans, en hún fær þar svipaða út- reið og Anderson í grein Jónasar frá Hriflu þó að áhrifa þeirra gæti á mismunandi sviðum: En í íslensku þjóðlífi sjást stór merki þess ófagnaðar, sem kvenfrelsishreyfingin hefir leitt yfir löndin: konur klippa af sjer hárið, riða ( hnakk og ganga á brókum. Ungar stúlkur þyrpast í búðir, að síma og á skrifstofur, eins og áður er vikið að, en heimilin standa hönd- um uppi vegna fólksleysis. Þetta er óálitlegt og getur haft örlagaríkar afleiðingar vegna þess hugsunarháttar, sem á bak við liggur. (121). Málfar i grein Sigrúnar er vandað og klassískt og henni tekst þrátt fyrir allt fimlega að fjalla um fræðileg efni úr erlendum ritum og gera þau nærtæk lesendum sínum. Ekki á þetta síður við um svargrein Bjargar C. Þorláksdóttur í 19. júní.a Stíll hennar er hins vegar allólíkur. Hann einkennist af stuttum, meitluðum málsgreinum, er afdráttarlaus og ekki laus við íróníu og kaldhæðni. Grein Bjargar hefst á loflegum ummælum um þetta tölublað Hlínar. Henni þykir það ánægjulegt, talar um góða sendingu, las þar margt með óblandinni ánægju. En ekki allt. Grein Sigrúnar les hún með eigi alTlítilli forvitni, henni verður æði mikil fýsn að sjá hvernig þar er fjallað um merkt og vandasamt viðfangsefni og að loknum lestri lofar hún vilja höfundar að leita sannleikans og hugrekki hennar að mynda sér að eigin dómi rökfasta skoðun (á hæpnum forsendum), og auðkennir bæði orðin. í fram- haldinu kemur í Ijós að þessir eiginleikar þurfa ekki endilega að vera lofsverðir: En það er hugrekkið meira, að vilja gerast op-

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.