Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Side 60
Einangrun gerir menn glámskyggna Hannes Lárusson sýnir á Kjarvalsstöðum Heilt þorp hefur verið reist í vestursal Kjarvals- staða. Það er Hannes Lárusson myndlistar- maður sem á heiðurinn af byggingunum en sýning hans kallast hreinlega Hús í hús. Hann- es hefur talsvert notað hús í verkum sínum á undanförnum árum og þannig spilað á hin óljósu mörk nytjalistar og myndlistar. Á sýning- unni Hús í hús notar hann einnig ýmis minni úr eldri verkum svo sem sérblandaða titi, drýsildjöfla, gjörninga og orðabrugg svo eitt- hvað sé nefnt. Hannes vakti strax athygli fyrir fyrstu einkasýn- ingu sína, árið 1979. Sú sýning bar ýmis merki sem síðan hafa einkennt myndlist hans. Verk hans eru margbrotinn samsetningur af efnum, aðferðum og táknum en margir gjörningar hans hafa snúist um orðaleiki eða þrautir. Margir minnast gjörnings sem Hannes var með á sam- sýningu á Kjarvalsstöðum og kallaðist „Verið velkomin". Gjörningurinn vakti mikið umtal og var nefndur „síðasti performansinn", þar sem hann boðaði viss endalok á líflegu tímabili gjörningalistar á árunum 1978 til 1983. Hannes hefur þrátt fyrir það ekki gefið gjörninginn upp á bátinn. Húsaþyrpingin á Kjarvalsstöðum lifn- aði við á opnunardegi sýningarinnar þegar Hannes arkaði í röndóttum búningi frá einu húsi til annars, eltandi texta sem lesinn var upp í há- talara. Innihald textans var hlutlaust svo að at- hygli áhorfenda beindist óskipt að gjörningnum uns þeir urðu smátt og smátt hluti af verkinu. Öll opnunin var tekin á myndband og þar sést að í upphafi var fjölmennt í þorpinu en að lok- um stóð listamaðurinn einn eftir. Þannig var gjörningurinn eins og leikrit þar sem einsemd listamannsins var undirstrikuð með mismun- andi blæbrigðum hlutverksins, frá gleði og kátínu yfir í depurð. Grá-brúnröndótti búningurinn sem Hannes klæddist vakti athygli en sýningargestir létu þó sem ekkert væri. „Menn vekja sömu viðbrögð þegar þeir eru allsnaktir og alveg huldir," út- skýrir Hannes. „Það er ákveðin höfnun sem maður upplifir, fólk þykist ekki sjá mann og vill ekki tjá sig. Þetta stuðar fólk." Þótt áhorfendur hafi þannig verið gerðir þátt- takendur í listinni hafði aðeins listamaðurinn sjálfur leyfi til að fara inn í verk sitt í bókstaflegri merkingu. Hann gekk inn og út úr húsunum og lokaði dyrunum á eftir sér. Það er kannski tákn- rænt fyrir þá skoðun Hannesar að aðskilnaður sé orðinn milli myndlistar og almennings á ís- landi. Hann ber saman myndlistina og bók- menntirnar til að styðja mál sitt. „Fyrst var þessi aðskilnaður listar og almenn- ings nauðsynlegur, eins og í bókmenntunum," segir hann, „þar sem fólk á borð við Guðberg Bergsson, Nínu Björk Árnadóttur og Steinar Sigurjónsson skar sig frá fjöldanum. Þetta gerðist á sama tíma í myndlistinni en þar varð útlegðin að hugmyndafræði og lífsstíl, eins og sjá má á þeim mönnum sem tengjast SÚM- hópnum, bræðrunum Sigurði og Kristjáni Guð- mundssonum, Magnúsi Pálssyni og fleirum. Þeir hafa dregið með sér tvær kynslóðir lista- manna. En þessi útlegð er í raun orðin að stór- um hluta glópska í stað vitsmunalegs lífsstíls og það sama má segja um hina svokölluðu ný- list hér á landi sem heild." Hannes bendir á að við þessar aðstæður sé lítil von um raunverulega gerjun í myndlistinni og smám saman fari almenningur að hafa lög að mæla þegar hann fordæmi framúrstefnu- bröltið í listinni. Ef ekkert verður að gert hljóti hún að lokum að falla saman innan frá. Þetta leiði til þess að verðmætamat fólks brenglist, bæði listamanna og almennings. „Fólk hættir að skilja að góð list er lykill að þvf að skilja heim- inn," segir hann. Hannes segist sjálfur upplifa þetta brenglaða verðmætamat og bendir í því sambandi á að menn eigi engan vísan stuðning í listaheimin- um. „Það er gáleysislega farið með fagið. Góð listaverk geta endað utangarðs og þá skiptir ekki máli hver á í hlut. Við vitum ekki lengur hvað er góð list því myndlistin hér á íslandi er einangruð frá umheiminum. Það sama á við um bókmenntirnar, en myndlistin hefur einangrast af meiri óþarfa þar sem tungumálið sem slíkt er ekki til að aðskilja. Einangrunin gerir menn glámskyggna og daufa samfara því að allar eðli- legar viðmiðanir verða óljósar, menn átta sig ekki á því hvar þeir standa f raun og veru f fag- legum skilningi." I framhaldinu nefnir hann myndlistargagnrýni sem er að hans mati uppfull af ýkjum, stíl- brögðum og stóryrðum á borð við „besta sýn-

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.