Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.03.2002, Page 66
íslendingar í aðalhlutverki? Um kápumynd tmm List þeirra Erlu S. Haraldsdóttur og Bo Melin er skemmtileg andstæða við þjóðernishyggjuna sem lesa má um í grein Katrínar Jakobsdóttur hér framar í tmm, íslendingar í aðalhlutverki. Á Ijósmyndum þeirra er Reykjavík ekki lengur skipulögð og einsleit smáborg heldur rjúkandi suðupottur, fjölskrúðug og kaótísk. íslendingar eru ekki lengur i aðalhlutverki í höfuðborginni heldur mætist þar fólk frá öllum heimshornum og af ólíkum uppruna. Samsettar myndir þeirra Bo og Erlu sýna stórborg þar sem margvíslegir menningar- straumar liggja saman. Þetta er borg eins og við þekkjum af ferðalögum okkar í útlöndum eða úr erlendum kvikmyndum, borg sem gæti verið hvar sem er í heiminum og verður jafnvel einhvern tímann til á íslandi. Það er því vel við hæfi að myndasyrpan skuli kallast Here, there and everywhere, Hér, þar og alls staðar. Hið erlenda yfirbragð myndanna er sótt til San Francisco og Berlínar, þar sem Erla og Bo mynduðu stórborgarsamfélagið og íbúa þess. Því er síðan bætt inn á hefðbundnar borgar- myndir frá Reykjavík með stafrænni Ijósmynda- tækni. Að sögn Erlu er markmiðið með mynd- unum að vekja fólk til umhugsunar um nánasta umhverfi sitt, benda því á að taka hvorki hlut- um né aðstæðum sem sjálfgefnum. Þau skekkja þá viðteknu mynd sem íslendingar hafa af höfuðborg sinni, sýna hana frá nýjum sjónarhóli sem eina af vaxandi stórborgum heimsins, og breyta þar með stöðluðum hug- myndum um hið íslenska borgarsamfélag. Þeir sem ekki þekkja til munu hins vegar ekki sjá neitt athugavert við myndirnar. Einsleitt samfélag eða fjölmenningarlegt Erla S. Haraldsdóttir fluttist til Svíþjóðar 10 ára að aldri og hefur að mestu búið þar síðan. Hún nam myndlist og blandaða tækni við Konung- lega Listaháskólann í Stokkhólmi, San Francisco Art Institute og Listaháskólann Valand í Gautaborg, þaðan sem hún útskrifað- ist 1998. Bo Melin er hins vegar fæddur og uppalínn í Svíþjóð. Hann er menntaður við Konstfack í Stokkhólmi og Listaháskólann Valand og útskrifaðist þaðan 1997. Myndasyrpan Here, there and everywhere er annað samvinnuverkefni þessara tveggja listamanna. Fyrsta verkefnið á þessum nótum var fimm metra löng panorama-mynd af torgi í Skoghall, litlum og snyrtilegum smábæ í Mið- Svíþjóð. Erla og Bo breyttu þessum huggulega „Astrid Lindgren bæ" í níðurnítt stórborgarút- hverfi og vöktu fyrir vikið mikla athygli. Reykja- vík verður hins vegar ekki níðurnídd og fráhrind- andi á myndum þeirra heldur dýnamísk og spennandi. Erla segir að hugmyndin að verkunum hafi kviknað erlendis, á ferðalögum þeirra Bo um Evrópu og í Svíþjóð þar sem þau bjuggu um skeið. Auk þess hafi hún sjálf búið í San Francisco, rétt hjá China town, og upplifað þar þessa samsuðu menningaráhrifa. Erla segist hafa orðið vör við breytingar á sænsku samfé- lagi, það verði stöðugt fjölskrúðugra og litríkara. Hún bendir þó á að Skandinavía sé enn einsleitt samfélag, mun einsleitara en Suður-Evrópa og Bandaríkin. Það sama megi segja um ísland, þótt sumum finnist þegar vera of margir út- lendingará landinu. Erla segist vona að íslenskt samfélag muni einhvern tímann líkjast því sem þau Bo hafa skeytt saman, að Reykjavík verði einhvern tímann alvöru fjölmenningarsamfélag. Nánar má lesa um verkefni Erlu og Bo á vef Bo Melin, www.bomelin.net.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.