Heimsmynd - 01.06.1991, Side 49

Heimsmynd - 01.06.1991, Side 49
Skúli kveðst vera mest fyrir einfaldan mat. „Grilluð svína- kótiletta er það besta sem ég fæ. Fiskur finnst mér líka yfir- leitt góður og þá helst léttgrillaður með gufusoðnu grænmeti og hrásalati. Ég er hins vegar ekki mikið fyrir nautakjöt, mér finnst það þungmelt.“ Því verður ekki andmælt að nautgripa- stofn okkar er fyrst og fremst mjólkurkyn og það er staðreynd að við erum skammt á veg komin í ræktun holdanauta. „Þessi stofn gefur fyrst og fremst af sér góða mjólk en ekki gott kjöt. A þessu er munur, svipaður þeim mun sem er á dráttarhesti og veðhlaupahesti. Hins vegar er íslenskt svínakjöt mjög gott og sömuleiðis kjúklingar og lambakjöt að ógleymdum fisk- inum sem hvergi er fáanlegur ferskari eða betri.“ Að mati Skúla er grænmeti orðinn allt- of dýr þáttur í hráefniskaup- um, sérstaklega þegar það er haft í huga hversu hollt það er. Hann bendir jafnframt á að ill- gerlegt sé að fá grænmeti í hæstu gæðaflokkum hér. „Þegar maður er búinn að starfa í þessum geira í tuttugu ár er maður farinn að finna þann fína mun sem ræðst til dæmis af því við hvaða hita hráefnið hefur verið steikt, upp úr hverju, hvort sósan er gerð úr ekta soði eða ekki. Mér finnst oft skorta á í matseld hér að fólk hafi nægilega tilfinningu fyrir þeim hlutum sem það er að gera. Það vantar ef til vill þessa hárfínu tilfinningu." Sjálfur eldar Skúli aldrei enda segist hann fá sig fullsaddan af eldamennsku í vinnunni. „Eftir að ég kem heim get ég ekki hugsað mér að fara að standa í einhverjum stórræðum." Þarna kemur skýringin á því að hann segir múslí með skyri og rúsínum vera uppistöðuna í fæði sínu. „Ég borða það meira og minna í öll mál.“ Margir hafa velt því fyrir sér hver galdurinn að baki ára- tugalangri velgengni Hótels Holts er. Meðan önnur hótel og veitingastaðir hafa barist við að halda sínu hefur ætíð mátt ganga að Hótel Holti sem veitingastað í allra besta flokki. „Það er fyrst og fremst viðmótið og þjónustan. Þá verður mat- ur, innréttingar og hreinlæti að vera fyrsta flokks. Það eru líka ákveðnir þættir sem verða að vera til staðar á góðu hótelher- bergi. Það verður að vera bjart og rúmgott, hreint og búið sér- lega góðum rúmum. Línið verður að vera vandað, teppi á gólfum mega ekki vera úr gerviefnum og handklæðin verða bæði að vera stór og þykk. Til viðbótar leggjum við áherslu á að skapa glæsilega umgjörð sem veitir hótelinu sérstöðu. En allt væri þetta einskis virði ef þjónustan við gesti væri ekki hundrað prósent á öllum sviðum.“ Skúli bendir þó á að langan tíma hafi tekið að byggja hótel- ið upp. „Maturinn þótti strax góður en hótelið taldist í upp- hafi aðeins til hagkvæmra ferðamannahótela, með þunnum handklæðum og teppum úr gerviefnum.“ Það leynir sér ekki að slíkur rekstur hefur ekki verið Skúla að skapi. „Það er ekk- ert gaman að reka fyrirtæki sem maður er ekki stoltur af. Ég held ég hefði hætt rekstrinum ef okkur hefði ekki tekist að bæta hótelið og gera það að því sem það er í dag.“ En líkt og Skúli bendir á er ekkert til sem heitir að slaka á í rekstri sem þessum. Stöðugt verður að vera vakandi fyrir öll- um breytingum og því að hvergi sé veikur hlekkur í þjónustu við gesti. Aðild að Relais & Chateaux er engin æviráðning. Virkt eftirlit er með því að þau hótel sem tilheyra samtökun- um fullnægi þeim kröfum sem gerðar eru. Framundan er því síst minni vinna en sú sem að baki er. Sé hins vegar fortíðin höfð til viðmiðunar er ekki við öðru að búast en að vegur Hótels Holts eigi enn eftir að vaxa.D „Það besta sem ég fæ er grílluð svínakótiletta, “ segir Skúli. ÍttMí) í HVAÐA VEÐRISEM ER Meö Meco þarftu ekki að hafa áhyggjur af veðrinu, það er alltaf hægt að grilla. Hönnun MECO: Loftflæðið gerir Meco að frábæru útigrilli • Það sparar kolin. • Brennur sjaldnar við. • Hægt er að hækka og lækka grindina frá glóðinni. • Tekur styttri tíma að grilla og maturinn verður safaríkari og betri. • Auðveld þrif. MADE tN UbA l Heimilistæki hf I SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI69 15 20 SOHUUHQjUHC
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.