Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 14

Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 14
Bonni ljósmyndari sem hitti Clapton á þeim tíma sem hann starfaði í New York tók eftir hinum sérstaka stíl hins vel klædda poppara. „Hann var látlaus, virkaði feiminn og yfirlætislaus. Hann er greinilega mjög rólegur maður. En það fór ekki framhjá manni hvað hann var vel til fara. Clapton er þessi týpa sem er alltaf glæsilegur. Hann leggur mikið upp úr útliti sínu, er pottþéttur í tauinu og alltaf vel klipptur. Eg myndi segja að það væri alveg sérstakur Eric Clapton-stíll. Það eru fleiri popparar sem hafa tekið þetta upp eftir honum. Hann er með fatadellu. Það er vitað mál. Á síð-hippatímanum var hann byrjaður að klæða sig svona. David Bowie og Robert Palmer tóku þetta upp eftir honum. Phil Collins hefur reynt það án árangurs. Ekta Clapton er í fatnaði úr vönduðum skoskum efnum. Hann gengur með þverslaufu og er yfirleitt í jarðarlitunum. Armani myndi segja að hann væri best klæddi maðurinn enda klæðist Clapton yfirleitt fatnaði frá Armani. Það er enginn annar poppari sem gengur með þver- slaufu. Þótt hárið sé úfið er hann alltaf vel klipptur. Og sé hann órakaður er hann samt snyrtilegur. Utan jarðarlitanna gengur hann í dökkbláum jakkafötum.“ Eric Clapton er aðallega frægur fyrir þrennt; hvemig hann spil- ar á gítarinn, stífa sviðsframkomu og loks hvemig hann kemst í gegnum erfiðleikana í lífi sínu en stærsta áfallið er náttúrlega óhugnanlegur dauðdagi fjögurra ára einkasonar hans fyrir tveimur árum. Lagið Tears in Heaven er hans Sonartorrek. í sjón- varpsviðtali nýverið var Clapton spurður að því hvort hann hefði nýtt sér þessa miklu sorg sér til framdráttar. Popparinn glæsilegi hallaði sér aftur í sófanum og varð hugsandi á svipinn þegar hann svaraði konunni sem spurði. Hann viðurkenndi að hann hefði velt því fyrir sér hvort svo væri og jafnframt að á vissan hátt væri eitt- hvað til í þeim hugleiðingum. Eric Clapton er ekki bara vel klæddur. Hann er einnig vel greindur. Og hann er allur annar maður eftir að að hann lét af fyrra lífemi drykkju og dóps. Holningin hefur breyst og fasið allt, segja þeir sem til þekkja. Honum er lýst sem fáguðum sakleysingja. Hann viðurkennir menntunarskort sinn, er laus við allan hroka og fyrir vikið líður fólki vel í návist hans. Þann 30. mars síðastliðinn hélt hann upp á 48 ára afmælið sitt, en þann dag fæddist hann árið 1945, óskilgetinn sonur kanadísks hermanns að nafni Edward Fryer. Hann ólst upp hjá ömmu sinni Rose og seinni manni hennar Jack Clapp. Þetta var verkafólk, snautt af veraldlegum efnum þótt þau hefðu nóg að bíta og brenna eins og hann lýsir því í ævisögu sinni, Survivor. Hann hóf feril sinn sem gítarleikari sautján ára og tróð upp með öðrum óþekktum ungum manni að nafni Mick Jagger. Hann varð þekktur undir viðumefninu Slowhand eftir að hann gekk til liðs við hljómsveit- ina Yardbirds árið 1963. Frægðarferill hans hófst þegar hann stofnaði hljómsveitina Cream 1966. Hann aðstoðaði Bítlana 1968 í laginu While My Guitar Gently Weaps. Árið 1969 stofnaði hann Blind Faith ásamt Steve Winwood og gaf hljómsveitin út eina plötu sama ár. Af þeim mörgu frægu tónlistarmönnum sem Clapton var í upphafi samferða er hann einn þeirra fáu sem enn stendur á toppnum. Hann nýtur ekki síst vinsælda í hópi miðaldra poppunnenda sem dást að því hvernig honum hefur tekist að þrauka en þeir eru fáir á hans aldri sem geta fyllt Albert Hall vikum saman. En þótt Clapton hafi lifað af ýmsa erfiðleika hefur hann ekki staðið stöðugt á tindinum. Uppgangur hans á nýjan leik hófst 1986 eftir margra ára lægð. Þá kom út plata hans August sem öllum að óvörum seldist í 450 þúsund eintökum. Árið 1989 seldist 29 Nights and Journeyman í tveimur milljónum eintaka. Geisladiskar með gömlum lögum hans hafa einnig selst vel þar sem aðdáendur hans eru vel flestir komnir á miðjan aldur og í hópi þeirra fyrstu sem festu kaup á geislaspilara. Hann hefur því grætt á tá og fingri undanfarin ár. Hann er með fast aðsetur á Manhattan þar sem sonur hans Conor lést af slysförum veturinn 1991. Conor litli féll út um glugga á íbúð móður sinnar, ítalskrar leikkonu, og sambýlismanns hennar, í íbúð á 53. hæð á Manhattan. Clapton hefur lýst því í viðtölum hvem hug hann bar til þessa einkasonar síns sem var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann dó. „Hann átti í mér hvert bein, þessi litli kútur.“ Hann lýsti því einnig þegar móðirin hringdi í hann og sagði honum tíðindin en þá var Clapton einmitt að búa sig undir að fara út að hitta Conor. „Hún var tryllt í símanum, grét og æpti að Conor hefði lent í slysi. Ég vildi ekki trúa þessu, hljóp út úr íbúðinni minni og gekk af stað heim til hennar. Ég gekk hægt og í leiðslu. Ég vildi forðast þessa hræðilegu stund í lengstu lög.“ Haustið 1991 samdi hann Tears in Heaven til minningar um litla son sinn. I kjölfarið festi hann kaup á húsi í Chelsea í London. „Eftir litla drenginn ... Þurfti ég að breyta til og keypti þetta hús. Ég keypti næstum annað, hálfgerða höll rétt hjá Oxford en þar sem ég á annað sveitasetur á Englandi hvarf ég frá því.“ En einhvem veginn þurfti hann að fá útrás fyrir eyðsluþörf sína og ákvað að „Ég vildi forðast þessa hræðilegu stund í lengstu lög." festa kaup á listaverkum. „Ég hafði þénað svo vel á löngum og ströngum hljómleikaferðalögum og ákvað að kaupa verk eftir Matisse og Degas sem höfðu fallið í verði í kreppunni.“ Clapton er þeirrar gerðar að verða heltekinn af áráttum sínum. Kaupæðið hefur tekið við af eiturlyfjaneyslu og drykkju. Hendrix, Joplin og Morrison urðu sömu fíknum að bráð en Clapton náði í tæka tíð að bjarga sér. Hann fékk aðstoð frá hjónum sem beittu hann nálarstungum og heilun. Hann Iosnaði við heróínið en fór í stað þess að drekka. Þessi fíngerði karlmaður gat drukkið heil reiðinnar ósköp af Courvoisier og víni þangað til hann ákvað að leita til AA og hefur verið laus við Bakkus frá því að hann fór í meðferð fyrir rúmum áratug. Hann freistast þó einstöku sinnum til að fá sér hvítvínsglas en drekkur yfirleitt vatn. Amma hans og afi gáfu honum fyrsta gítarinn. Hann æfði sig látlaust eins og hans var von og vísa. Þegar hann varð ástfanginn af Patti Boyd, þáverandi eiginkonu vinar síns George Harrisons, gafst hann ekki upp fyrr en hún varð hans. Hann samdi lagið Layla til hennar eftir að þau voru gift en þau skildu 1985. Núorðið segist hann fara varlega í sakimar varðandi konur og er ekki í föstu sambandi. Þessi rólegi og yfirvegaði poppari heldur sínu striki á sviðinu og utan þess. Hann hlær manna hæst að kaupáráttu sinni sem þó á sér djúpar rætur eða allt til æsku hans sem fátæks og hálf munaðarlauss unglings. „Ég fór ásamt skólafélögum mínum á British Museum þegar ég var við nám í listaskóla. Þá varð á vegi mínum maður með kúluhatt. Sá var enginn venjulegur bankamaður. Hann var öfgafullur í sígildum röndóttum jakkafötum nema klaufimar náðu næstum upp að herðum og buxumar voru níðþröngar. Ég gleymi aldrei hughrifunum af þessum manni. Ég hafði aldrei séð nokkurn honum líkan, svo spjátrungslegan né glæsilegan!“ Nema þegar hann lítur í spegil sjálfur þrjátíu árum síðar með hálfbros þess sem þekkir sjálfan sig. ■ 14 MYND HEIMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.