Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 70

Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 70
Einarshús í Bolungarvík sem staðarkóngurinn reisti sér árið 1966. Hús barna hans báru langt afþví um íburð. Guðfinnur Einarsson ásamt fjórum afbátum Bolvíkinga fyrir um fimmtán árum. stríðsárunum fóru bátamir smám saman að stækka og ennfrekar eftir stríð. Árið 1946 kom Hugrún, 100 tonna bátur, og fleiri smærri fylgdu í kjölfarið. Fyrsti síðutogar- inn kom 1958 og fyrsti skuttogarinn 1975. Einar sagði í æviminningum sínum: „I stórum dráttum hafa bátaskiptin verið þau að fyrst átti ég árabáta, síðan litla súðbyrðinga sem voru fyrst 5-6 tonn, síðan 8-9 tonn og þeir síðustu 10-12 tonn. Þá tóku við 40-50 tonna bátar, næst 100-150 tonna, þá 200-250 tonna og nú 250-500 tonna.“ afnframt þorskveiðum stund- uðu bátar Einars Guðfinns- sonar síldveiðar á sumrum og var töluvert saltað á Siglufirði og í Bolungarvík. Árið 1949 var reist Fiskmjölsverk- smiðja Bolungarvíkur sem síðar var breytt í síldarverk- smiðju og loks stóra loðnubræðslu 1977. Um tíma átti fyrirtækið flutningaskip sem var í förum með síld og síldarafurðir. Mál þróuðust smám saman þannig í Bolungarvík að Einar Guðfinnsson átti flest fyrirtæki staðarins eða hlut í þeim. En hann stjórnaði ekki bara fyrirtækjum sínum heldur flestum opinberum fram- kvæmdum. Einar var í hreppsnefnd í 30 ár og eftir að hann hvarf úr henni hafa afkomendur hans jafnan átt fulltrúa í henni og síðan bæjarstjórn eftir að kaupstaðurinn var stofnaður. Einar var og formaður flestra nefnda staðarins; skólanefndar, sóknamefndar, rafveitunefndar og vatns- veitu. Utan Bolungarvíkur sat hann á Alþingi um tíma sem varamaður, var í stjóm Skeljungs, Hafskips og fleiri fyrirtækja, en öll nýttust þessi störf hans í þágu Bolungarvíkur. Sparisjóður Bolungarvíkur er stofnun sem allir Bolvíkingar leggja peningana sína í og þar hefur jafnan verið sú regla viðhöfð að lána bæjarbúum til þess að koma yfir þá húsnæði. I stjórn sparisjóðs- ins hafa löngum verið í meirihluta ætt- menn og venslamenn Einars. Hins vegar hefur Landsbankinn, sem Bolvíkingar leggja ekkert fé í, einkum lánað til atvinnu- rekstrar staðarins. Þannig hefur sparifé Bolvíkinga nýst til uppbyggingar í sjálfu byggðarlaginu auk þess sem kemur frá Landsbankanum. Verslun Einars Guð- finnssonar hefur líka mjög verið innan handar fólki að lána því byggingarefni og á það sinn þátt í vinsældum staðarkóngsins og glæsilegum húsbyggingum á staðnum. Hann var forsjá staðarins og sá vel um sína. Tvennt var það sem þurfti að gera í Bolungarvík til þess að hún ætti einhverja framtíð fyrir sér. í fyrsta lagi þurfti að gera þar höfn, sem virtist ofurmannlegt verk, og hitt að koma staðnum í landsamband við ísafjörð en til þess þurfti að ryðja veg um Óshlíð sem var stórhættuleg skriðuhlíð með hengiflugum á löngum köflum. Árið 1911 var hafist handa um að reisa brimbrjót til þess að hamla gegn ham- förum náttúruaflanna en mannfólkið var eins og litlir dvergar í viðureign við tröll er það lagði til atlögu við þungar úthafsöld- urnar. Brimbrjóturinn í Bolungarvík átti það til að hverfa í hafið þegar minnst varði og baráttan við að leggja hann jafnharðan aftur, betri og stærri, tók tvo mannsaldra. Einar Guðfinnsson var þegar orðinn formaður hafnamefndar 1927 og gegndi því starfi til 1957. Á þeim tíma var lagt geysimikið fé í hafnargerð og er ekki vafi á að Bolungarvíkurhöfn er með dýrustu höfnum á landinu. Sem dæmi um þá sögu alla, sem er stráð hrakföllum og sigrum á 70 víxl, er hægt að grípa niður í ævisögu Einars: „Sumurin 1945 og 1946 var unnið af kappi við Brjótinn eins lengi fram eftir hausti og veður leyfðu. Hann var lengdur um 50 metra með því að setja niður við enda hans 11 steinsteypt ker. Það var teflt á of tæpt vað síðara sumarið með því að setja niður öll kerin. Ég var orðinn hræddur um að það ynnist ekki tími til að ganga frá öllum kerjunum áður en fyrsta haustbrimið skylli á og lét kalla saman hreppsnefndar- fund til að ræða það hvort ekki væri rétt að setja niður eins og 7 ker og ganga vel frá þeim og láta hitt bíða næsta sumars. Þessu fékk ég ekki ráðið og því fór sem fór. Það munaði að vísu ekki nema einum degi að ég held eða svo að það ynnist tími til að loka kerjunum, en aðfaranótt þess dags sem átti að steypa yfir kerin gerði ofsalegt brim, braut kerin og kastaði öllu grjótinu úr þeim inn í höfnina og lokaði henni - tugir þúsunda tonna af grjóti hrúguðust upp innaf Brjótnum og fyrir framan lendinguna." Þess skal getið að Einar Guðfinnsson var í Reykjavrk þegar þetta gerðist og fékk hann hafna- og vitamálastjórann með sér vestur og gengu þeir Óshlíðina frá Isafirði til Bolungarvíkur í norðangarra og erfiðu göngufæri því að Einari var í mun að sýna verkfræðingnum hvemig brimið gæti orðið í Bolungarvík. Sigurður Bjamason frá Vigur, alþingismaður, var helsti útveg- unarmaður Einars á alþingi og var næstu áratugi stöðugt veitt fjármagni í hafnargerð á Bolungarvík og það var fyrst á áttunda áratug aldarinnar sem höfnin var orðin örugg fyrir báta í hvaða veðri sem var. Óshlíðarvegurinn, önnur lífæð Bolvík- inga, er líka mikið og dýrt mannvirki með vegsvölum og hvers konar skriðuvömum. HEIMS MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.