Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 16
DROTTNING
DEMÓKRATANNA
Pamela Harriman, ein valdamesta kona Washington D.C., á heimili
sínu í Georgetown.
Allir tala um Hillary Clinton, en ókrýnd drottning demó-
krata í Washington D.C. heitir Pamela Harriman, forrík
ekkja sem hefur urmið giftusamt starf fyrir demókrata á bak
við tjöldin öll þau ár sem repúblíkanar voru við völd í Hvíta
húsinu. Hún er 72 ára gömul og er nú í innsta hring þess
hóps sem Bill Clinton og frú leita til.
Pamela Harriman er dóttir bresks lávarðar. Hún gerðist
bandarískur ríkisborgari árið 1971 eftir að hún gekk að
eiga þriðja eiginmann sinn, Averell Harriman, fyrrum
ríkisstjóra New York og ráðgjafa hvers einasta forseta
demókrata frá og með Franklin Roosevelt til og með
Jimmy Carter. Pamela kynntist Averell á stríðsámnum í
London en þá var hún óhamingjusamlega gift Randolph syni
Winstons Churchills. Hún hikaði ekkert við að gerast bandarískur
ríkisborgari á sínum tíma og sagði það vera það minnsta sem hún
gæti gert fyrir hinn ameríska eiginmann sinn. Kunnugir segja að hún
hafi gert mun meira fyrir hann því þessi glæsilega enska hefðardama
hleypti nýju blóði í demókrata eftir sáran ósigur þeirra í forsetakosn-
ingunum 1980. Þá varð til klíka í kvöldverðarboði á heimili hennar
í Georgetown, hinum rómaða bæjarhluta Washington, sem átti eftir
að vera virk bak við tjöldin öll Reagan- og Bush-árin. í þessum hópi
voru meðal annarra Clark Clifford, Dale Bumpers og Robert Strauss
sem allir höfðu skoðun á framtíð flokksins. Demókratar höfðu vart
unnið sigur í forsetakosningum síðan 1964 að frátöldum naumum
sigri Jimmy Carters 1976 og þeir töpuðu ekki aðeins í forsetakosn-
ingunum 1980 heldur einnig öldungadeildinni. Það blés ekki byr-
lega fyrir þeim. Flestir höfðu hætt fjárstuðningi 1972 eftir að lögum
um slíkan stuðning við stjómmálaflokka var breytt. Árið 1980 sá
Averell Harriman að við svo búið mátti ekki standa og að hleypa
yrði nýju líft í flokksstarfið. Framtíð Pamelu Harriman sem einnar
valdamestu konu í Washington var ráðin við tilurð PAC eða PAM—
PAC, eins og þessi kjarni innan flokksins er oftast nefndur.
Stórblaðið Washington Post sagði að Pamela væri eini gestgjafinn í
Washington sem hefði sína eigin utanríkisstefnu en þá hafði hún
vakið athygli fyrir fyrirlestur sem hún flutti í alþjóðadeild George-
town-háskólans fyrir verðandi diplómata. Ýmsir spurðu hvaða erindi
þessi fína frú ætti í ræðustól á svo virðulegum stað og höfðu meiri
áhuga á að vita hverju hún hefði klæðst við tilefnið. Staðreyndin er
hins vegar sú að hún var þá þegar búin að safna tíu milljónum dala
fyrir flokkinn. Kínversk stjómvöld voru ekki í nokkrum vafa þegar
þau báðu hana að taka sæti manns síns við fráfall hans í nefnd sem
þau höfðu sett á laggimar. Þegar Raisa Gorbatsjov kom til Washing-
ton drakk hún te með Pamelu og sat brosandi fyrir á myndum með
henni en ekki forsetafrúnni sjálfri.
En hver er þessi kona? Fædd Pamela Digby, gift Churchill,
Hayward og loks Harriman. Hún er dóttir Digbys baróns af Dorset.
Fyrsti eiginmaður hennar var blaðamaðurinn Randolp Churchill,
drykkfelldur sonur Winstons. Hún var aðeins nítján ára gömul þegar
hún játaðist honum eftir þrjú stefnumót en fékk lítið út úr hjóna-
bandinu utan þess að eignast soninn Winston Churchill, verða náinn
vinur tengdaföðurins sem að vísu kynnti hana fyrir Averell
Harriman, síðar þriðja eiginmanni hennar. Eftir skilnaðinn við
Randolph fluttist hin brúnhærða fegurðardís til Parísar þar sem hún
hrærðist í hringiðu frægra einstaklinga eins og Elie de Rothschild,
Gianni Agnelli, Frank Sinatra og Aly Kahn. Hún giftist Leland
Hayward og loks Averell Harriman þegar hún var að nálgast fimm-
tugt. Báðum þessum seinni mönnum reyndist hún góð eiginkona en
ævisöguritari Harrimans segir að hún hafi gerbreytt viðhorfum hans
til kynjanna. Harriman hafði áður vakið athygli fyrir karlrembu en
eftir að hún kom til sögunnar skipti hann það litlu þótt hún tæki hans
sæti við borðið. Þannig kynntist hún Bill Clinton, þá nýkjömum
ríkisstjóra Arkansas, og skeggræddi við hann fram undir morgun og
var þá eiginmaðurinn löngu genginn til náða. Harriman lést 1986 og
skildi ekkjuna eftir með bú sem metið var á 75 milljónir dala.
Stjómmálin og bandarísk þjóðmál eiga hug hennar allan. Hún er
meira að segja með tvo síma í búningsherberginu sínu til að missa
ekki af neinu. Hún grobbar sig af því að sækja aldrei konuboð og
hún segist aldrei halda samkvæmi án pólitísks tilgangs. Heimili
Harriman-hjónanna þar sem hin frægu Georgetown-samkvæmi em
haldin þykir afar látlaust. Þó fer ekki á milli mála að þau eiga mikið
málverkasafn, rósir eftir Van Gogh, mynd Picassos af móður og
bami og verk eftir Matisse, Degas, Derain og Sargent. ■
16
HEIMS
MYND