Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 38

Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 38
var ekki lengur vært vegna þess klandurs sem hann var kominn í í Harlem flúði hann til Boston og í þetta sinn á náðir Shortys, gamla vinar síns. Ella systir hans óttaðist hálfpartinn þennan óheflaða guðleysingja, sem henni fannst Malcolm orðinn. „Jafnvel Shorty var brugðið en ég fékk að búa hjá honum,“ segir Malcolm í ævisögu sinni. „Eg var eins og dýr, reykti maríúana og hlustaði á plötur þær fáu stundir sólarhringsins sem ég var ekki í móki. Það var ekki fyrr en ég komst í kókaín á götum Roxbury að ég fékk áhuga á að taka mér eitthvað fyrir hendur. Blekking kókaínsins gerir það að verkum að neytandanum finnast honum allir vegir færir. Hvorki tími né rúm hindrar mann. „Kókaínneyslan kostaði Malcolm um 20 dali á dag og hann þurfti aðra 5 dali fyrir sígarett- um og maríúana en hann reykti fjóra pakka daglega. Til að sjá fyrir þessum þörfum ákvað Malcolm að skipuleggja ránsferðir í mannlaus hús. Hann fékk félaga sína Shorty og Rudy í lið með sér ásamt Sophiu og yngri systur hennar. Hvítu stúlkumar gátu farið inn í auðmannahverfin án þess að vekja eftirtekt sem blökkumenn- imir gátu ekki. Til að tryggja sess sinn sem leiðtoga í þessu þjófa- gengi fór Malcolm í rússneska rúllettu frammi fyrir hinum en ekkert þeirra vildi taka þátt. Hann hleypti af einu sinni, tvisvar og aftur og konumar hljóðuðu. „Eg vildi tryggja forystu mína með því að sýna þeim að ég óttaðist ekki dauðann.“ ann óttaðist ekki dauðann, hvorki þá né síðar. Og það leið ekki á löngu þar til hann stóð andspænis honum á nýjan leik. Hann hafði farið með stolið úr í viðgerð en eigandinn hafði verið svo forsjáll að tilkynna þjófnaðinn til allra úrsmiða í borginni. Ursmiðurinn beið eftir því að Malcolm greiddi fyrir viðgerðina þegar óeinkennisklæddur lögreglumaður vatt sér að honum. Hann hafði aðra höndina í vasanum og bað Malcolm að ganga með sér inn í bakherbergi. A sömu stundu gekk blökku- maður inn í búðina og lögreglumaðurinn dró þá ályktun á svip- stundu að hann væri í slagtogi með Malcolm. Hann vatt sér að blökkumanninum sem var að koma inn og sneri baki í Malcolm. En Malcolm var vopnaður byssu og hefði hæglega getað skotið lögreglumanninn. „Eftir á að hyggja held ég að Allah hafi verið með mér þennan dag því ég skaut hann ekki og það bjargaði lífi mínu. I stað þess benti ég þessum lögreglumanni á að ég væri vopnaður og sagði: Gjörðu svo vel, hér er byssan mín. Ég gleymi aldrei svipnum á þessum manni sem hét Sack. Hann var virkilega „Rædduð þiö einhvern tíma við Malcolm? Snertuð þið hann? Sáuð þið bros hans?44 snortinn þegar hann áttaði sig á þeirri lífshættu sem hann hefði getað verið í og viðbrögðum mínum. Skömmu seinna komu fleiri lögreglumenn inn í búðina. Þeim hafði verið ætlað að koma Sack til hjálpar kæmi eitthvað upp á. Malcolm hefði verið dauðans matur hefði hann beint byssu að Sack. Það var einnig lán í óláni að Malcolm var handtekinn á þessari stundu því eiginmaður Sophiu hafði komist að sambandi þeirra og hugði á hefndir. Þegar Malcolm var kominn í fangelsi, en þar var hann næstu sjö árin, hvarflaði hugur hans oft til þessa örlagaríka dags. „Ég velti því oft fyrir mér hvernig ég slapp frá dauðanum tvisvar þennan sama dag og niðurstaða mín er sú að örlög manna séu skráð.“ Lögreglan pyntaði hann ekki við yfirheyrslur eins og vaninn var við blökkumenn, sérstaklega þá sem gerst höfðu sekir um samræði við hvítar konur, þótt ákæran lyti að þjófnaðinum en ekki sam- bandi hans við Sophiu. Engu að síður fann Malcolm strax að það vóg þyngst á vogarskálum ákæruvaldsins að þeir félagar hefðu verið í sambandi við hvítar konur og ekki vændiskonur heldur vel stæðar stúlkur úr efri miðstétt. Yfirheyrslan snerist fyrst og fremst um þessi sambönd enda komst Malcolm að því löngu síðar að venjuleg refsing fyrir fyrsta afbrot af þessu tagi var tvö ár en Shorty og hann voru dæmdir í tíu ára fangelsi. Þar hófst nýr kafli í lífi Malcolms sem eftir það gekk undir nafninu Malcolm X. Fangavistin stóð í sjö ár. Fyrsta árið mundi hann varla eftir sér þar sem hann var yfirleitt í vímu. Iðulega var hann settur í ein- angrun og þá æddi hann um eins og dýr í búri og stóð fúkyrðabunan út úr honum, aðallega bölvaði hann guði og Biblíunni. Fyrsti maðurinn sem hann hitti í fangelsinu sem hafði jákvæð áhrif á hann gekk undir nafninu Bimbi. Það var árið 1947. Bimbi sat inni fyrir þjófnað. Líkt og Malcolm var hann hávaxinn, bronsleitur á hörund og hafði yfir sér sérstaka áru. Bimbi talaði ekki götumál eins og hinir blökkumennimir og aldrei áður hafði Malcolm kynnst því að menn gætu haft fullkomið vald á umhverfi sínu með orðunum einum saman eins og Bimbi. Jafnvel verðimir lögðu við hlustir þegar Bimbi talaði. Bimbi var fastagestur á bókasafni fangelsisins og honum féll strax vel við Malcolm. Hann ráðlagði honum að not- færa sér bókasafnið og bréfaskóla fangelsisins. Malcolm hafði til þessa dags álitið sig hálfgerðan djöful í mannsmynd, ekki bara guðleysingja heldur Satan sjálfan, en það var nafnið sem hann gekk undir í fangelsinu. Bimbi ræddi við hann um trúarbrögð og breytti heimsmynd hans. Það var Bimbi sem ef til vill fyrstur allra benti Malcolm á þær gáfur sem hann bjó yfir. Og Malcolm fór að iesa. Um svipað leyti fóru systkini hans að tala um múhameðstrú við hann en þau höfðu kynnst boðskap Elijah Muhammeds í Detroit. Yngri bróðir hans Reginald fékk hann til að hlusta og íhuga í fyrsta sinn á lífsleiðinni, það sem hann kallaði hina sönnu þekkingu svarta mannsins. Þetta voru kenningar Elijah Muhammeds sem í stuttu máli gengu út á það að hvíti maðurinn hefði heilaþvegið svarta manninn árhundruðum saman. Upphaflega hafi svarti maðurinn átt sér glæsta sögu og menningu en mesti glæpur mannkynssögunnar hafi verið framinn þegar hvíti maðurinn fór til Afríku, myrti og rændi og flutti þræla í hlekkjum á skipum til Vesturlanda, milljónir blökkumanna, kvenna og bama. Síðan þá hefðu blökkumenn verið firrtir sögulegum skilningi, uppruna sínum, trú og menningu. Eftir einnar kynslóðar þrælahald hafi hvíta manninum með nauðgunum tekist að skapa sinn eigin kyn- stofn heilaþveginna múlatta sem höfðu engar rætur, þekktu ekki einu sinni upprunaleg nöfn sín. Og hvíti maðurinn kallaði þann svarta negra. Malcolm skrifaði Elijah Muhammad úr fangelsinu og varð steinhissa þegar hann fékk svarbréf undirritað af Sendiboða Allah. Muhammad sagði honum í bréfinu að svarti fanginn væri tákn kúgunar hvíta mannsins og leið hans til að halda blökkumönnum undir oki fáfræði og í fátækt. Hann sendi Malcolm fimm dollara seðil í fyrsta bréfinu og taldi í hann kjark. Næstu árin í fangelsi var Malcolm óstöðvandi. Hann las tímunum saman, allt að fimmtán klukkustundir á dag, og skrifaði gömlum félögum sínum bréf án þess að hafa hugmynd um hvort þau næðu til þeirra. Hann skrifaði meira að segja borgarstjóranum í Boston, ríkisstjóranum í Massachusetts og Truman forseta Bandaríkjanna. En enginn þeirra 38 HEIMS MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.