Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 75

Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 75
landsins áður, þá sjö ára gömul í fylgd móður sinnar og bróður. Það var við lok hernámsins og skortur á öllum vörum var viðvarandi. „Við höfðum þó brýnustu nauðsynjar," segir hún, „en ekkert umfram það. Ég gleymi því aldrei þegar ég sá banana í fyrsta sinn liggja á eldhúsborðinu hjá ömmu á Laugaveginum. Og verslun Silla og Valda var ævintýra- heimur út af fyrir sig þar sem stimdi á alls- nægtirnar og við fengum ofbirtu í augun sem komum frá Danmörku þar sem enginn lúxus var til nema kaffilíki og margarín. Ljósadýrðin var líka þvílík eftir allt myrkrið í Danmörku en þar voru allir gluggar byrgðir eftir myrkur og slökkt á öllum Ijóskerum. Ein af mínum fyrstu minningum er sú að ég er að ganga úti með mömmu að kvöldlagi með vasaljós sem við létum lýsa beint niður fyrir fæturna á okkur. Munaður var ákaflega afstætt hug- tak á þessum tíma, ég man eftir þýskri konu sem kom á danska heimilið okkar frá Þýskalandi og henni fannst þá að hún væri komin í ríki allsnægtanna, enda höfðum við nóg að bíta og brenna. Minningamar úr stríðinu eru ekki svo mikið tengdar því sem gerðist út á við. Heldur þeim mun meira því sem gerðist inn á við. Vegna ástandsins þurfti fólk að vera mikið saman og hafa stuðning hvert af öðru. Þjóðverjar voru vont fólk sem átti að óttast, og ég hef heyrt gamalt fólk segja að það hafi verið munur í stríðinu þegar allir voru svo góðir hver við annan. Þá áttu Danir alvöru óvin og voru því ekki að eyða tímanum í að rífast og slást innbyrðis. Á leiðinni til íslands fann ég sárt fyrir því að hafa misst allt, foreldrana, heimilið, málið, vinina og umhverfið. En ég brást þannig við að ég lærði strax íslensku og sökkti mér svo niður í bækur. Þegar ég skreið úr hýði rnínu aftur var ég staðráðin í að vera íslensk og ég tók það svo hátíðlega að ég afneitaði bókstaflega öllu sem var danskt og ef ég mætti fólki á götu sem talaði saman á dönsku hljóp ég yfir á hinn vegarhelminginn. Allt sem var danskt var pínlegt í mínum augum. Þegar ég kom í Miðbæjarskólann var ég látin fara í mesta tossabekkinn og varð að dúsa þar án þess að fá uppreisn æru þar til ég kynntist kenn- ara við skólann sem fann það út að ég ætti ekki heima þar heldur hefði verið hálf mál- laus þegar ég var sett þangað. Ég vann mig svo smám saman upp þar til ég var komin í besta bekkinn. Stundum hugsa ég til þessa kennara og finnst ég standa í mikilli þakkarskuld." Amma Nönnu á Laugaveginum (þar sem nú er gæludýraverslunin Amazon) hafði komið á legg átta börnum ásamt rnanni sínum sem hafði verið lóðs á varðskipum og kynnst í þeirri ferð Bisp sjóliðsforingja sem hann kynnti fyrir næst elstu dóttur sinni, móður Nönnu. En afi Nönnu lést á stríðsárunum og dauða hans bar að með dálítið sögulegum hætti. Hann var látinn fara yfir á breskt skip til að lóðsa það í kringum landið og þetta skip hvarf og enginn veit nákvæmlega um afdrif þess eða áhafnarinnar. Líkin fundust aldrei. „Amma hún beið og vonaði í mörg herrans ár að hann hefði verið tekinn til fanga og sneri aftur heim að stríðinu loknu. Ef það bárust skeyti inn á heimilið varð hún yfir- spennt en henni varð ekki að ósk sinni og enginn veit meira um afdrif skipsins í dag líka. Það hafði líka úrslitaáhrif að frænka mín ein sagðist muna eftir því að pabbi hefði viljað að ég færi í menntaskóla. Þegar ég horfi til baka er ég mjög sátt við þennan kafla í lífi mínu. Þó að það væri erfitt að missa foreldra sína svona ung varð það mér til góðs því að ég kynntist þarna íslensku hliðinni á sjálfri mér en það hefði ég sjálfsagt ekki gert ef öðruvísi hefði verið í pottinn búið. Ég þekki konu sem átti danska móður en íslenskan föður og hún hefur aldrei sæst við uppruna sinn því að hluta til er hann óþekktur. En auðvitað finnst mér ég stundum vera klofin í tvennt og það kemur til af því að í Danmörku er ég álitin íslensk en á Islandi dönsk. En þó vakna skrítnar kenndir til Islands strax upp í flugvélinni á leiðinni hingað. Þá „Á leiðinni til íslands fann ég sárt fyrir því að hafa misst allt, foreldrana, heimilið, málið, vinina og umhverfið." en þá.“ Amma Nönnu var því roskin ekkja þegar systkinin fluttu til hennar og hafði um fátt annað að hugsa en litlu dönsku munaðarleysingjana sem hún hafði tekið að sér. Hún hafði þó í krafti aldurs síns oft nokkuð aðrar hugmyndir um uppeldið en systkinin. „Hún var búin að skila sínu í lífinu. Hafði komið upp stórum barnahópi og hefði sjálfsagt átt að fá að hvíla sig í ellinni. Hún vildi okkur mjög vel en hafði hlutina þó eftir sínu höfði, var bæði ströng og siðsöm og lét okkur til dæmis ganga í óskaplega gamaldags fatnaði. Þetta var að mörgu leyti erfitt fyrir okkur, ekki síst þar sem við komum á miðjan Laugaveginn úr dæmigerðu dönsku fjölskylduumhverfi sem var mjög verndað. Amma mín var alin upp af föður sínum og stjúpmóður. Sem unga stúlku langaði hana ákaflega mikið til að menntast og verða mjólkurbústýra en fékk ekki leyfi til þess. Það var sagt við hana: Herdís mín, ef þú lærir ekki að sjá þér farborða núna, þá gerirðu það aldrei. Ég vona að ég fari ekki með rangt mál en ég held að hún hafi verið eina barnið sem ekki fékk að læra, því að systur hennar gengu allar á kvennaskóla. Þetta sat í henni allt lífið og hún hét því með sjálfri sér að öll hennar börn skyldu ganga til mennta og hún stóð við það loforð. Hún vildi helst að ég færi í kvenna- skóla en þar sem vinkonur mínar ætluðu allar í menntaskóla fékk ég leyfi til að fara 75 ryðjast gömlu góðu minningarnar fram í hugann og mér finnst eins og hlýjan streymi á móti mér og ég finn einhvern nýjan kraft.“ Ég varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík tvítug að aldri. Mér fannst árin í menntaskólanum aldrei ætla að líða. Eftir útskriftina var afráðið að ég myndi sigla til Kaupmannahafnar og læra og ég var fegin að komast í burtu. Ég innritaðist í forn- leifafræði en námið valdi ég ekki síst með hliðsjón af því hvað það var agalega rómantískt og það kom mér í koll vegna þess að þegar til kom gat ég ekki alveg fest hugann við námið. Það á ekki við mig að sitja og lesa og læra alla daga og hefur aldrei gert. Það verður að vera aðeins meira verklegt en það. Ég get ekki látið hjá líða að spyrja Nönnu um ástina og hvaða eiginleikar hefðu þótt eftirsóknarverðir í fari elskhuga hjá ungu fólki sjötta áratugarins. Það stend- ur heldur ekki á svarinu því hún segir áður en ég fæ að ljúka setningunni: „Gáfur, okkar vegna máttu þeir vera ljótir ef þeir voru gáfaðir; það var fyrir öllu. Ég kynntist manninum mínum á veit- ingastað líkt og algengt er um ungt fólk. Ég hafði þá þrætt barina og skemmtistaðina kvöld eftir kvöld og að sjálfsögðu héldum við íslendingarnir alltaf hópinn. Eitt kvöld- ið tek ég eftir manni sem situr við borð ásamt öðru fólki og get ekki annað en HEIMS MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.