Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 37
svöng að þau svimaði. Þau fengu matargjafir frá bæjar-
yfirvöldum og smám saman vék stoltið. Malcolm litli
leitaði þangað sem mat var að finna. Hann stal einnig
mat. Félagsmálayfirvöld fóru að falast eftir bömum Louise
Little. Þau töldu hana ekki færa um að sjá þeim farboða.
Malcolm skyldi tekinn fyrstur enda sekur um þjófnað.
Móðirin barðist hart við yfirvöld. Hún vildi halda hópnum
sínum saman. Loks höfðu yfirvöld betur. Börnin voru tekin
og þeim komið fyrir hér og þar en Louise var sett á hæli.
Taugar hennar höfðu brostið í erfiðri baráttunni og bömin
vom samkvæmt úrskurði dómara nú böm hins opinbera -
löglegir þrælar, eins og Malcolm orðaði það síðar. Þetta var
árið 1937. Malcolm var komið fyrir hjá einni fjölskyldu á
eftir annarri en einhvem veginn tókst systkinunum að halda
sambandi þrátt fyrir að-
skilnaðinn. Þegar hann var
þrettán ára var honum
komið fyrir á heimili fyrir
vandræðabörn og í skóla
fyrir slíka unglinga. Svo
einkennilega vildi til að þar
lenti Malcolm í höndunum
á vinsamlegu hvítu fólki.
En það sat í honum alla tíð
hvernig þau töluðu um
negra þegar hann var að
sópa gólfin í kringum þau,
líkt og þau tækju ekki eftir
honum. En Malcolm stóð
sig vel og hann var sendur í
venjulegan gagnfræða-
skóla. Þar sýndi hann strax námsárangur sem hvítum unglingi
hefði verið umbunað fyrir en þar sem hann var svartur fékk hann
ekki hrós frá kennaranum. Engu að síður viðraði Malcolm þá
skoðun sína við kennarann að sig langaði til að ganga menntaveg-
inn og verða lögfræðingur. Kennarinn brosti umburðarlyndur og
benti honum á að það væri vissara fyrir hann að gerast smiður. Það
var þá sem eitthvað brast hið innra með hinum lítt harðnaða ungl-
ingi. Og á þeirri stundu má segja að framtíð hans hafí verið ráðin.
Sumarið 1940 ákvað Malcolm, þá fimmtán ára, að fara til Ellu
hálfsystur sinnar í Boston. Ella bjó í Roxbury, Harlem Boston, og
hafði Malcolm aldrei áður séð svo marga blökkumenn á einu
svæði. Ella systir hans var forkur dugleg og afar virk í félagsmálum
svartra. Seinna sagði Malcolm að flutningur hans til Boston hefði
verið örlagaríkasta skrefið sem hann steig á ævi sinni. „Ef ég hefði
búið áfram í Lansing hefði ég endað sem einn af þessum heila-
þvegnu negrum, í mesta lagi orðið smiður eða burstað skó í fína
klúbbnum og þökk sé Allah að kennarinn hvatti mig ekki til að
verða lögfræðingur því þá hefðu örlög mín orðið ömurleg. Eg hefði
orðið einn af þessum snobbuðu svertingjum í kokteilboðum með
það eitt að markmiði í lífinu að þéna meira.“
Ella bjó í skásta bæjarhlutanum í Roxbury, þar sem karlmenn-
irnir státuðu sig af því að starfa í bankakerfinu sem þýddi í raun að
þeir væru í mesta lagi húsverðir. Malcolm þræddi allar götur
Boston og lýsti stórborginni í bréfum til systkina sinna í Lansing.
Og þrátt fyrir mótmæli Ellu fór Malcolm að sækja félagsskap í gett-
óin. Hann var bráðþroska og leit út fyrir að vera eldri en hann var
í raun. Töffaramir heilluðu hann og fljótlega komst hann í kynni
við einn að nafni Shorty. í kjölfarið fékk Malcolm starf við að
bursta skó á karlasalemi á stórum skemmtistað. Hann kornst fljótt
MALCOLM ÁSAMT
MEISTARANUM
Elijah Muhammad (Al
Freeman jr.) sem síðar sveik
hann. Hann leit á Muhammad
sem heilagan mann og þjón-
aði honum í tólfár. Malcolm
giftist Betty Shabazz (Angela
Bassett) 1958 og eignaðist
með henni fjórar dœtur.
að raun um að starfið bauð upp á fleiri möguleika, til dæmis að
útvega hvítum körlum svartar gleðikonur og smokka. Og Malcolm
fór að drekka áfengi, reykja sígarettur og maríúana. Hann klæddi
sig að hætti hinna svertingjanna í jakka með axlapúðum og víðar
buxur sem þrengdust niður. Fötin keypti hann út á krít. Og hann
gekk í gegnum miklar þjáningar við að slétta á sér hárið að hætti
harðjaxla gettóanna, allt í þeim tilgangi að afneita blökku-
mannslegu útlitinu. Hann eignaðist vinkonur og ástmey sem var
hvít. Þau kynni áttu eftir að reynast honum örlagarík.
Malcolm var sextán ára þegar hann ákvað að reyna fyrir sér í
New York og leið hans lá til Harlem. Hann átti kost á að komast
þangað því hann hafði fengið starf við járnbrautirnar. Honum
fannst hann kominn til himna. Hann stundaði barina, ákveðna
staði, komst í kynni við dólgana, dópistana og dópsalana. Hann
drakk burbon, reykti maríúna og hraðferð hans niður í ræsið var
hafin. Þessi unglingsár Malcolms einkenndust af spennu næturlífs-
ins, losta og löstum. Hann fór að starfa undir vemdarvæng glæpa-
manns frá Vestur-Indíum að nafni Archie sem síðar fyrir misskiln-
ing grunaði Malcolm um græsku og slapp hann naumlega frá því
að falla fyrir byssukúlu Archies og frá því að verða sjálfur manni
að bana. Malcolm sökk æ dýpra í eiturlyf, seldi þau sjálfur og var á
kafi í vændisbransanum. Hann stundaði næturklúbbana og kynntist
mörgu þekktu tónlistarfólki eins og Billie Holiday sem varð
fómarlamb eiturlyfja og áfalla, eins og Malcolm orðaði það sjálfur.
„Hún ein söng með sál negranna, túlkaði aldalanga þjáningu þeirra
og sorg. Hvílík synd að þessi stórkostlega blökkukona skyldi aldrei
fá að njóta sín í lifanda lífi.“
Allan tímann sem hann dvaldi í Harlem hélt hann sambandi við
Sophiu, hvítu konuna í Boston, en hún var þá gift. Og þegar honum
37
MYND
HEIMS