Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 50

Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 50
Saltfiskverkun skömmu eftir aldamót. / Astandið í íslensku þjóð- félagi hefur sjaldan verið verra en nú. íslenskir ráðamenn vita í rauninni ekkert lengur í sinn haus, komnir úr takt við það sem kallast almenningur í þessu landi enda álögur á skattborgarana ört vaxandi ógnvaldur heimilanna. Þrátt fyrir það hafa „ekkert mál, það reddast“ verið einkunnarorð okkar Islendinga um nokkurra áratuga skeið og við höfum náð langt á því. Við höfum reist okkur heimili og hús, oftast fyrir lánsfé sem aldrei greiðist að fullu, menntað okkur, eignast böm og buru, gifst og skilið og náð í annan/aðra á sama tíma og við byggjum upp starfsframa og stofnum fyrirtæki og segjumst hafa náð langt. Þetta er þróun sem hér á landi kallast eðlileg, þetta er leiðin sem flestir fara og allt sem gert er öðruvísi gengur á skjön við eðlilegu leiðina. Utlendingar sjá hlutina hér í öðru ljósi, glöggt er gests augað segir jú máltækið, og telja þeir okkur oft og tíðum ekki með öllum mjalla. Ástæðuna telja þeir fjarlægð okkar frá öðrum menningarheimum, víð- áttuna og veðráttuna sem við búum við. Landslagið hefur mótað okkur á þann hátt, þó sjóndeildarhringur okkar sé ekki í sam- ræmi við þá víðáttu sem við búum við. Flatlendið og víðáttan gera það að verkum að okkur eru allir vegir færir, hindrunum ýtum við á augabragði til hliðar og höldum ótrauð áfram. Það kom mér til dæmis mikið á óvart þegar ég var einu sinni spurð að því í útlöndum hvort við Islendingar fyndum ekki mikið fyrir einangrun. Eg svaraði að sjálfsögðu með vanþóknun að svo væri alls ekki. Vissi manneskjan ekki að Island er nafli alheimsins, vissi hún ekkert um skákeinvígið og leiðtogafundinn? Vissi hún ekki að annaðhvort förum við Islendingar til Evrópu eða til Ameríku, Island er í miðjunni, ein álfa? Líklega vissi hún það ekki. Það eru sérkenni okkar að hafa mikið að gera, hafa ekki tíma til þess að gera nokkurn skapaðan hlut vegna anna í starfi og heima fyrir. Það að dvelja langdvölum ofan í skurði og nagl- hreinsa spýtur er mælikvarði á vel- gengni í lífinu. Lífsbarátta fyrri ára hefur snúist upp í lífsgæða- kapphlaup, kapp- hlaupið um hin efnalegu lífsgæði fór að heita lífs- barátta og eftir þá baráttu áttum við að hafa öðlast lífs- hamingju. Það þýðir að lífsham- ingja okkar felst í steinsteypu, bif- reiðum og því ytra markmiði sem við setjum okkur. Allt annað má bíða betri tíma. „Þau hafa náð langt, þau eru svo dugleg," sagði full- orðinn maður við mig um daginn og átti þar með við ung hjón, sem áttu hús, tvo bfla og tvö börn og ferðuðust starfs síns vegna reglulega erlendis. Hann tók hins vegar ekki eftir því að hjónabandið var í molum og að þessi ungu hjón áttu fátt eftir sameiginlegt nema kvöldin sem fóru í að kanna skuldastöðuna og að skipuleggja afborganir. Þau höfðu allan tímann farið „eðlilegu“ leiðina, leiðina sem þau Sjónvörpin þóttu frekar byltingarkennd þegar þau komu á markaðinn seint á þriðja áratugnum. kapphlaupið, er merkilegt umhugsunar- efni. Hvað er það sem fær okkur til að stunda tvöfalda og þrefalda vinnu oft og tíðum til þess að geta talist vel megnir þjóðfélagsþegnar? Af hverju svörum við alltaf í afsök- unartóni ef við búum í lítilli blokkarfbúð eða eigum ekki bfl? Af hverju förum við ekki með strætó eða göngum út í búð? Þrátt fyrir varnaðarorð að leggja ekki út í neina óráðsíu, þá setjum við allt í botn og syngjum síðan falskan ör- væntingartóninn á eftir. Eitt af mörgum sérkennum okkar er vertíðarhugsunar- háttur. Við tökum eina vertíð fyrir í einu og gætum þess að hugsa ekki ögn út fyrir hana. Við hræð- umst afborgunardaga og gluggaumslög og látum skuldadaga sífellt koma okkur á óvart. Við vonum til hins síðasta að afborgunin verði lægri en stendur á yfirlitinu. Langtímamarkmið er ógnvaldur okkar. Slíkur hugsunarháttur á sér langa sögu í íslensku þjóðfélagi. Island var og er lrklega enn fátæk þjóð. Peningar voru ekki til í landinu, langvarandi sjúkdómar á borð við berkla rændu okkur æsku þessa lands og náttúruhamfarir sviptu hundruð manna héldu að þau ættu að fara. Á þeirri leið er bara ekkert minnst á að þau þurfi tíma til þess að rækta hvort annað, sýna hvort öðru áhuga og veita styrk við erfið verkefni. Ungu hjónin bara vissu ekki að það þarf að skilja eftir tíma til að elskast. Þessi ástríða okkar Islendinga, lífsgæða- Blæjubíll frá 1939 með V-8 vél og ekta leðursætum. heimilum sínum. En sá fítonskraftur sem býr í þessari þjóð hefur hjálpað okkur við 50 HEIMS MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.