Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 43
Á næstu árum fóru vel-
gengnistímabil í hönd hjá Jóni
og árið 1981 var hann kjörinn
Iþróttamaður ársins, var þá
þegar orðinn átrúnaðargoð ís-
lenskrar íþróttaæsku. Hjalti
Ursus Árnason umgekkst Jón
Pál mikið á þeim tíma sem
hann hóf að æfa kraftlyftingar.
„Eg leit upp til hans,“ sagði
Hjalti. „Hann var þremur árum
eldri og þegar ég byrja að æfa
með honum í kringum 1980 var
hans stjama að risa. Ég þekkti
hann aðeins úr Árbæjarskól-
anum og hann byrjaði einnig að
æfa karate á sama stað og ég.
En við urðum ekki vinir fyrr en
í gegnum kraftlyftingamar. Það
var heillandi hvað hann var
alltaf glaðlyndur og gaman-
samur og ég fann að honum
voru allir vegir færir. Ef Jón
Páll hefði ekki verið sá sem
hann var hefði þessi íþrótt
aldrei náð að þróast hér á landi. ---------------
Hann var sú fyrirmynd sem
okkur öllum var nauðsynleg. Hann stóð á toppnum í kraftlyftingum
1984 og þá var ég rétt að byrja minn feril. Um það leyti sem ég er
kominn á fulla ferð er hann svo til hættur og búinn að snúa sér
alfarið að kraftamótum. Þetta var orðin atvinna hans og hann hafði
ekki lengur ráð á áhugasporti eins og kraftlyftingum. Það var því
aldrei um að ræða neina samkeppni á milli okkar nema smá stríðni
þegar ég gat skákað einhverjum gömlum metum hans. Hann hafði
frekar gaman að því að einhver væri kominn fram á sjónarsviðið
sem gat strítt honum dálítið.“ Það sauð hinsvegar aðeins upp úr vin-
skapnum árið 1989 þegar Hjalti Úrsus hélt á íslandi keppni um
sterkasta mann heims. Þá bar Jón Páll ennþá titilinn frá samnefndu
móti í Finnlandi, en heiti mótsins er ekki lögverndað og fannst
honum að sér vegið. Þetta var þó ekki í fyrsta sinn sem mönnum
mislíkaði að titillinn væri ekki lögvemdaður. Kasmaier hafði farið í
mál vegna þess að einhver maður í Bandaríkjunum kallaði sig
sterkasta mann heims. Hann tapaði málinu. Jón Páll reiddist Hjalta
og tók ekki þátt í keppninni en fljótlega eftir þessi leiðindi urðu þeir
mestu mátar aftur.
Jón Páll var óvenjulegur afreksmaður í íþróttum, setti tugi
meta í kraftlyftingum en af þeim má nefna þrjá Norður-
landameistaratitla, þar af einn í unglingaflokki, þrenn
silfurverðlaun á Evrópumótum og ein á heimsmeistara-
mótinu í kraftlyftingum í Calcutta á Indlandi árið 1981.
Sama ár tók hann í fyrsta sinn þátt í keppninni Víkingur
Norðurlanda og hafnaði þar í öðru sæti. Hann varð tvíveg-
is íslandsmeistari í vaxtarrækt og árið 1983 varð hann þriðji
sterkasti maður Evrópu á samnefndu móti. í framhaldi af því náði
hann að skapa sér nafn á Transworld Intemational. Þetta sama ár
varð hann annar í keppni um titilinn Sterkasti maður heims í
Christchurh á Nýja Sjálandi. Mestri þyngd lyfti Jón Páll á
Jötnamótinu í Jakabóli árið 1984 þegar hann lyfti samtals 970
kílóum sem jafnframt var Evrópumet. Mótinu var sjónvarpað í
beinni útsendingu og á sama móti setti hann Evrópumet í
Jón Páll ásamt Arnold Schwarzenegger og umboðsmanni sínum Douglas Edmonds. Myndin er tekin í London
réttstöðulyftu og hafði yfir setninguna: „Þetta er ekkert mál fyrir Jón
Pál.“ Setningin varð fleyg í munni allra sem fylgdust með mótinu í
sjónvarpi.
Á þessum tíma var Jóni Páli boðin þátttaka í helstu aflraunamót-
urn heims og uppskar hann laun erfiðis síns ríkulega þegar hann
hlaut titilinn Sterkasti maður heims eftir samnefnda keppni í Mora í
Svíþjóð árið 1985, en fyrrum handhafi titilsins var Englendingurinn
Geoff Capes. Jóni Páli var tekið sem þjóðhetju þegar hann kom til
landsins eftir mótið. Hann tapaði titlinum aftur í hendumar á Capes
í Portúgal árið eftir en þreytti þá keppnina illa upplagður eftir meiðsl
á öðru móti. Hann dró sig þá dálítið í hlé eftir keppnina en var fljót-
ur á fætur aftur. Hann byrjaði aftur að æfa kraftlyftingar og skellti
sér síðan í Islandsmótið í vaxtarrækt með stuttum fyrirvara og
hafnaði þar í öðru sæti. Mörgum fannst þó að hann hefði átt skilið
fyrsta sætið. Hann náði titlinum aftur af Capes ári seinna og hlaut
þennan sama titil alls fjórum sinnum. Eftir það brosti frægðarsólin
við honum jafnt heima og erlendis. Það voru þó ekki aðeins fræki-
legir sigrar hans sem öfluðu honum vinsælda heldur einnig lifandi
framkoma og lífsgleði. Einn glæstasti sigurinn á öllum ferli Jóns var
sigurinn yfir bandaríska kraftajötninum Bill Kazmaier á mótinu
Sterkasti maður allra tíma sem haldið var í Skotlandi í júlí 1987. Sú
keppni fékk umfjöllun í blöðum um allan heim.
Islenski víkingurinn vakti þó hvarvetna athygli þar sem hann
keppti fyrir Islands hönd. Á ferðalögum sínum erlendis var Jón Páll
sífellt með nafn Islands á vörunum og það var landkynning sem
hann fékk aldrei greitt fyrir. Hann naut heldur aldrei neinna fjár-
framlaga frá Iþróttahreyfingunni utan Kraftlyftingasambandsins né
heldur hlaut hann viðurkenningu stjómvalda.
Vorið 1985 kom upp leiðindamál milli lyfjaeftirlitsnefndar ÍSÍ
og kraftlyftingamanna. Jón Páll var þá kallaður í lyfjapróf ásamt
öðrum íþróttamönnum en þannig vildi til að hann var staddur
erlendis. Lyfjanefndin tók það óstinnt upp að Jón Páll skildi ekki
mæta í lyfjaprófið en fékk þá skýringu að hann væri staddur
HEIMS
MYND