Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 72
sr<s#
tlisabet Hjattadottir og tmar Guojinnsson asamt börn-
itm sínum átta. Til vinstri situr Hildur en til hægri
Halldóra. Frá vinstri í efri röð standa Pétur Guðni sem
rekur flutningafyrirtœki, Jón Friðgeir, byggingarmeistari
og verslunareigandi, Guðmundur Páll yfirverkstjóri,
Jónatan forstjóri, Hjalti framkvœmdastjóri SH og
Guðfinnur forstjóri.
Guðfinnur og Einar Guðfinnsson sem situr með
alnafna sinn ífanginu, nú alþingismann.
son hafi ekki lagt í vana sinn að skammast
á vinnustöðunum en það hafi hins vegar
engum leynst ef honum fannst illa staðið að
verki og hann lét það þá í ljósi nema honum
mislíkaði mikið. Þá gekk hann í burtu
þegjandi og svipþungur með hendur á baki
og fjallaði ekki um málið fyrr en honum fór
að renna reiðin. Séra Gunnar Björnsson,
sem um árabil var sóknarprestur á staðn-
um, segir skemmtilega sögu af slíku tilviki:
inhverju sinni var það um
morguntíma í Bolungarvík
að mér var gengið með
Einari niður á Brimbrjót. Þar
var þá fyrir einn af stafn-
búum Einars, fyrirliði í at-
vinnurekstri hans. Sá var
geðríkur í góðu meðallagi
eins og margir Vestfirðingar. Maður sá
gekk að Einari og las honum reiðilestur
vegna einhverra atvika er gerst höfðu fyrr
um morguninn. í Bolungarvík verða fagrir
vetrarmorgnar með stóru tungli er stafar
hvítri birtu á dal og hól. Einar hlýddi á sinn
kæra samstarfsmann flytja ræðuna til enda.
Síðan setti hann í brýrnar, lagði hendur á
bak sér og gekk burt. En þegar hann var
kominn steinsnar upp á Malirnar, hóf hann
lágum rómi að svara verkstjóra sínum,
ávarpaði hann fjarstaddan nokkrum vel
völdum orðum, efnislega á þá leið að vera
kynni að eigi væri eins sök, er tveir deildu,
að sumir skyldu líka passa sjálfan sig og
enginn væri nú fullkominn og þannig
áfram í sama dúr nokkra hríð. Kosturinn
við þessa aðferð Einars var sá að
viðmælandinn var löngu úr kallfæri og
heyrði auðvitað ekki eitt einasta orð sem
Einar Guðfinnsson sagði þennan vetrar-
morgun í henni Bolungarvík. Enda eins
gott. Niðurstaðan var sú að enginn varð
móðgaður, það urðu engin vinslit, allt var
jafngott og áður og stafnbúinn löngu
kominn í sólskinsskap í tíukaffinu þann
sama morgun.“
Það orð lék á að Einar Guðfinnsson réði
öllu í Bolungarvík allt til æviloka. Þegar
Bolvíkingurinn Karvel Pálmason var
óvænt kjörinn á þing árið 1971 sagði kona
nokkur á Austfjörðum: „Hvernig stendur á
því að hann Einar leyfir þetta.“
Mikill ættgarður er nú frá Einari Guð-
finnssyni kominn. Böm hans voru öll vanin
á að vinna fyrir fyrirtækið svo snemma sem
aldur leyfði. Einhvern tíma meðan synir
hans voru ungir segir sagan að skipstjóri
sem var á skipi sínu við Brjótinn að ferma
skip sitt hafi vikið sér að unglingspilti sem
var að vinna í skipinu:
„Hverra manna ert þú, piltur minn?“
„Einar Guðfinnsson á mig,“ segir dreng-
urinn.
„Já, hann á margt hér, hann Einar,“ segir
skipstjórinn, og svo fór hann upp á Brjót-
inn og er að ráfa þar um og fylgjast með
útskipuninni. Hann gekk að bflnum sem
verið var að afhlaða og spurði piltinn sem
var á bílpallinum:
„Hver á þig?“
„Eg er sonur Einars Guðfinnssonar,“ var
svarið.
„Skipstjórinn lét þetta gott heita, en í því
kemur bílstjórinn út úr bflnum til að rétta úr
sér, og skipstjórinn segir glottandi:
„Hann Einar á náttúrlega þig líka?“
„Já, Einar Guðfinnsson á mig,“ sagði
bílstjórinn.
Skipstjórinn var nú farinn að hafa
gaman af þessu og hélt þetta vera eitthvað
glens í strákunum, af því að Einar væri svo
stór karl í plássinu, þá þættust þeir allir
vera synir hans. í þessum svifum bar að pilt
með kost skipsins og skipstjórinn spurði
hann hins sama og fékk sama svarið:
„Eg er sonur Einars Guðfinnssonar.“
Þá fannst skipstjóranum nóg komið af
þessu gamni og sagði:
„Nei, strákar mínir, ég veit að Einar á
flest í þessu plássi og er mikill dugnaðar-
maður, en að hann eigi öll böm sem fæðast
hér, því trúi ég ekki.“
Einar Guðfinnsson var kynsæll maður.
Hann og Elísabet kona hans eignuðust sex
syni og tvær dætur og bamabömin, sem nú
eru öll uppkomin, eru 35.
Guðfinnur Einarsson er elstur barn-
anna, fæddur 1922 og því kominn á
áttræðisaldur. Hann lauk prófi frá
Verslunarskólanum 1941 og vann síðan að
fyrirtækjunum, fyrst sem bókhaldari, síðan
hafði hann umsjón með sfldarkaupum og
síldarsöltun á Siglufirði. Loks varð hann
framkvæmdastjóri allrar útgerðarinnar og
hraðfrystihússins. Guðfinnur hefur einnig
komið mjög fram fyrir hönd þeirra feðga út
á við. Hann hefur verið í stjórn Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna, Tryggingamið-
stöðvarinnar hf„ Jökla hf„ Sfldarverk-
smiðju ríkisins og Síldarútvegsnefndar og
verið stjómarformaður Coldwater í
Bandaríkjunum. Heima fyrir sat hann
meðal annars í stjóm Sparisjóðs
Bolungarvíkur og Vélsmiðju Bolungar-
víkur. Hlutafélagið Einar Guðfinnsson hf.
HEIMS
72
MYND