Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 29

Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 29
lið sé með múður þarf hann ekki annað en að halda eina þrumandi og blikka kerlingamar úr Firðinum og þá gæti hann dansað með alla kratahersinguna fram af næsta hengiflugi. Hann kann þá list að vera alls staðar og er afspymuduglegur í geðblöndun við almenn- ing. Hann smýgur áfram og er með þræði út um allt þjóðfélagið.“ Lágvaxinn, grannur, virðulegur og grá- hærður yfirþjónn frá Palermo, afi eigandans, ber okkur gimilegar avókadóperur fylltar með krabbakássu. Ekki þyngist brúnin á Nóra við það. Raddblærinn hlýnar af vel- þóknun. „Meirihluti krata var í upphafi mót- fallinn stjómarþátttöku en Jón Baldvin talaði andstöðuna í kaf. Og Jóhanna var veik fyrir því að fara aftur í félagsmálaráðuneytið af því að hún sagðist eiga svo mörg mál óklámð þar. Þeir hafa reyndar ekki átt sjö dagana sæla þessir svokölluðu félagshyggjukratar sem leyfðu sér að vera með múður þegar Jón Baldvin kom og veifaði kaupmálanum sem hann hafði gert við Davíð í Viðeyjar- sófanum. Það get ég sagt þér að þeim svipar saman Jóni Baldvin og Davíð að því leyti að þeir gleyma ekki að taka ærlega í lurginn á þeim sem asnast til að vera með óþægð. Jón beitir ýmist dúsum eða refsingum. Fimmtán menn hafa talað á móti, sagði Jón Baldvin á kratafundinum um stjómarmyndunina. Það er áreiðanlegt að hann heldur nöfnunum til haga. Ætli hann þurfi nokkuð að skrifa það niður. Hann er alveg stálminnugur.“ Með krabbanum og avókadóperunni hefur ungur þjónn tínt til nokkrar tegundir af köld- um forréttum á disk því hann sér líklega að þama eru matmenn á ferð. Þetta em steiktar, kaldar ansjósur, fylltir tómatar, nokkrir kræklingar, steikt eggaldin og sitthvað sem ég ber ekki kennsl á. „Bara ef ykkur skyldi langa til að narta í þetta og prófa það,“ segir ungi maðurinn. „Sérlega alúðlegur og sætur piltur," segir Nóri. En næsti réttur er mesta stolt veitinga- mannsins, nýtilbúin ravíólí-pasta með salvía- rjómasósu. „Þetta er ekkert slor, drengur minn,“ segir Nóri þegar hann hefur tuggið fyrsta bitann. „Helvíti varstu góður að finna þennan stað. Þér er ekki alls vamað. En margs.“ Hann veifar til veitingamannsins sem kemur brosandi að taka á móti gullhömrun- um frá hinum prúðbúna og virðulega borðnauti mínum. „Æ, þú ert svo skolli glúr- inn í útlensku. Hvað heita nú aftur eplin?“ spyr hann mig. „Delicious,“ svara ég. „Já, þetta er alveg delisíus," sagir Nóri við húsráðandann og bætir við þegar hann er farinn: „Elskulegur maður og áreiðanlega nokkuð stöndugur.“ Nóri fær sér örlítinn sopa af Barolo-víninu sínu og snýr sér að svo búnu aftur að íslensk- um málefnum. „Jóhanna Sigurðardóttir hefur einangrast svo frá forystu flokksins að hún ku á tímabili hafa hugleitt að stofna nýjan flokk. Hún var beðin að gefa kost á sér í 1. sætið í Reykjavík í prófkjörinu fyrir síðustu alþingiskosningar en eitthvað kom í veg fyrir það. En Jóhanna er ekki beinlínis neinn leiðtogi. Þó að hún eigi kannski mest fylgi og traust allra Alþýðuflokksmanna er hún ein- fari. Hún safnar ekki saman harðsnúnum flokki og leiðir hann. Og svo tók Karl Steinar að sér að skamma hana á flokksfundi fyrir einstrengingshátt og talið er að launin fyrir það þarfa verk verði annaðhvort ráðherra- embætti þegar Sighvati greyinu verður fleygt fyrir hákarlana eða þá forstjórastarf í T ryggi ngastofnu n i nn i.“ „Hvemig stendur á því að þú ert svona vel heima í hræringum innan Alþýðuflokksins, Nóri?“ spyr ég. „Því víkur þannig við að ég á frænku í Hafnarfirði,“ segir Nóri og stingur nú serví- ettunni í hálsmálið til að tryggja að ekki leki smjör af kálfakjötsbitunum ofan á marglitt, blómum prýtt silkibindið hans. „Hún er ekkja eftir frammámann - ég nefni engin nöfn - sem fylgdist með öllu, stóra og smáu, sem gerðist í Alþýðuflokknum um hálfrar aldar skeið. Gamla konan segir að mörgum blöskri flumbmgangurinn í frjálshyggjukrötunum og ekki síst fari það fyrir brjóstið á gamalgrónum jafnaðarmönnum að sjá hvemig mulið er undir liðhlaupana úr allaballalaginu." „Ekkert skil ég í þér að éta tindabikkju þegar þú getur fengið þetta fína ket,“ segir Nóri. „Skata í svörtu smjöri. Flest er nú til! Og svo er kapers og sítróna bæði á skötunni þinni og kálfakjötinu mínu. Eg er svo aldeilis hissa. En ég verð að viðurkenna að þetta er bragðgott. Best að segja mömmu frá þessu.“ „Hvaða allaballar em það sem frænku þinni er svona uppsigað við?“ spyr ég. „En þessir atvinnumenn í refskák sem vom fengnir til að styrkja liðið. Frænka mín lrkir þeim við löngu blámennina sem leigðir em íslenskum körfuboltaliðum. Þeim er skít- sama hvort þeir keppa með Kópavogi eða Hegranesvík. Og það er fleira sem gerir þessa líkingu nothæfa. Ekkert af þessu liði náði að komast í úrvalsdeildina í sínum gamla flokki. Þess vegna er ekki öllum ljóst hver akkur er að því fyrir kratana.“ „Hvað heita þessir málaliðar þá?“ spyr ég. „Það spyr hver eins og hann hefur vit til,“ segir Nóri. „Þessir nýbökuðu hægri-kratar - íhald jafnaðarmanna - heita nöfnum eins og Össur Skarphéðinsson, Þröstur Ólafsson, Valgerður Gunnarsdóttir, Margrét Bjöms- dóttir og Ami Páll Amason og einhverjir fleiri sem ég nenni ekki að telja upp svona í öðmm sóknum. Og af því að við vomm að tala um blámenn má geta þess að tveir af þessum voru meðreiðarsveinar Jóns Baldvins þegar hann fór að ausa af viskubmnni hins hyggna dr. Banda í Malavíu. Þessir vösku og einstaklega framsæknu og framgjömu ný- liðar þurfa ekki annað en að rétta út höndina eftir embættum og bitlingum. Margrét var meðal annars sett í Nordisk Forum og verk- efni hennar innan flokksins er hvorki meira né minna en að veita formennsku nefnd sem á að endurskoða allt flokksstarf Alþýðu- flokksins. Hún er víst afskaplega handgengin Jóni Sigurðssyni. Mörgum þykir hnýsilegt að fylgjast með því að þegar allt þetta fólk renn- ir sér fótskriðu til hægri þá virðast engin tak- mörk fyrir því hversu langt til hægri það geti mnnið áður en það staðnæmist." Það er komið að ábætinum. Eftir miklar vangaveltur sættist Nóri á að borða súkku- laðibúðing með því skilyrði að hann fái tvær kúlur af vanilluís og þeyttan rjóma með sykri ofan á. „Mesta myndarfólk, Italir,“ segir Nóri. „Sonur frænku minnar í Hafnarfirði er kenn- ari við Háskólann. Hann er með eindæmum ófríður og með svolítið erfiðan kæk - hann fær kippi í andlitið sem fylgir óstöðvandi fliss og fruss - svo hann treysti sér ekki í framboð þó að ekki skorti hann góða hæfi- leika. Mörgum krötum þykir gott að leita ráða hjá honum. Þess vegna fylgist hann með flestu á bakvið tjöldin. Hann sagði mér um daginn að það væri engin leið að spá hvaða stefnu Alþýðuflokkurinn tæki til að hressa upp á ímyndina. (framhald á bls. 80) „Jóhanna Sigurðardóttir hefur einangrast svo fró forystu flokksins að hún ku ó tímabili hafa hugleitt að stofna nýjan flokk." HEIMS 29 MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.