Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 64

Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 64
einmana eins og hún var, skellti hún sér út í samkvæmislífið af ákefð sem krónprinsessa af Wales sýndi ekki fyrr en Díana fór á diskóröltið. Veizlumar stóðu til morguns, félagslega svelt eins og Karólína var leyfði hún gestum sínum einfaldlega ekki að fara aftur. Gestalistinn var í fyrstu prýddur lávörðum og löfðum, en þar sem hver sá er þáði heimboð Karólínu gat mætt vanþóknun ríkisarfans, neyddust sífellt fleiri til að afþakka boðið. Þá bauð Karólína listamönn- um og skáldum til veizlu, löngu áður en aðallinn tók að leggja lag sitt við slíkar óæðri stéttir. Það var því oft meira varið í veizlur Karólínu en hóf manns hennar og ekki blíðkaði það hann í hennar garð. En hún lét sér ekki nægja félagsskap með tvíræðar athugasemdir eins og ..kotiur í mínu ástandi“ já, þá lenti siðgæði hennar aftur undir smásjánni. Hún var saklaus fundin og enn á ný fór hún í blöðin. Karólína átti marga vini og velvildarmenn um ævina sem réðu henni heilt, en það ráð sem henni var oftast gefið og hún fór aldrei eftir var, að hugsa áður en hún talaði. Hún átti líka málsvara sem notuðu hana sínum málstað til framdráttar, en þótt undarlegt megi virðast voru þeir miklu færri. Hún náði auðvitað engum árangri með fjölmiðlabaráttu sinni, öðrum en þeim að þjóðin varð andsnúnari prins- inum og hændari að henni. Arin liðu. Þau hjónin eyddu ómældri orku í hatramma baráttu þar sem öll brögð „Það er alls ólfldegt að Iíarólína hafi haft mfldnn áhuga á kynlífi eftir einnar nætur reynslu sína með Georg.44 stórhuga. Hún stofnaði líka dag-munaðar- leysingjaheimili fyrir fátæk alþýðuböm með hor. Það fór hrollur um hinar efri stéttir. Því næst tók hún að sér dreng. Nú er það svo, að eiginkonur geta ekki tekið böm í fóstur án samráðs við menn sína og enn síður geta þær, ef þær em krónprins- essur, þóst vera ófrískar um tíma og lagt síðan fram ungböm úr nærliggjandi þorp- um og fullyrt að þau séu eigin framleiðsla, án þess að slíkt hafi eftirköst. Sem og hugmynd Karólínu hafði. Eftir rannsóknina á siðferði hennar, sem nefhdist Viðkvœma rannsóknin, var hún saklaus fundin af öllu nema smekkleysi. Þá var Karólína líka búin að læra um nytsemi blaðanna. Sótti hún nú réttar síns á prenti, þar eð hún var saklaus, sagði hún, átti hún skilið virðingu og réttindi til jafns við mann sinn, krónprinsinn. En það var stutt í næstu rannsókn. Karólína tók að sér heila fjölskyldu. Sú var ítölsk, móðir, faðir og sonur. Þau vom fyrst ráðin sem skemmtikraftar á heimili hennar, en eftir því sem gestalistinn dróst saman að undirlagi prinsins, þess meira jukust umsvif fjölskyldunnar í líft hennar og pyngju. Sérstaklega þótti sonurinn natinn við Karólínu og þar sem hún valdi þetta augna- blik til að endurtaka gamla hugmynd, nefni- lega losa sig við lífstykkin og leyfa mög- unum að leika lausum á meðan hún kom og öll vopn vom leyfileg. Georg hafði óskorað vald yfir Charlottu prinsessu og klekkti á Karólínu í gegnum hana, án þess að það snerti hann hið minnsta að hann gerði Charlottu illt um leið. Þegar Charlotta náði þeim aldri sem önnur stúlkuböm hættu að hafa barnfóstrur og byrjuðu að hafa sam- kvæmisdömur, réð Georg nýjar bamfóstmr og svo gott sem fangelsaði hana í smáhýsi úti í skógi. Því næst reyndi hann að gifta hana úr landi, líklega af ótta við að þjóðin gerði uppreisn eins og í Frakklandi, setti hann af og gerði Charlottu að drottningu. Það var fótur fyrir ótta hans, Charlotta og móðir hennar áttu hug þjóðarinnar á meðan þjóðinni var meinilla við hann. Þessi ótti feðranna við syni sína ríkis- arfana gengur eins og rauður þráður í gegn- um brezku konungsfjölskylduna. Georg III sýndi hann glöggt í garð Georgs IV Karólínumanns, þá Georg í garð Charlottu, Viktoría kom fram við Játvarð eins og aula í fimmtíu ár, Játvarður gjörði slíkt hið sama við Albert, en þar munar því að Albert var auli (hann lézt á undan föður sínum, sem var brezku þjóðinni nokkur blessun, því krúnan hafði þá enn mikið að segja um stjóm landsins). Hvaða tilfinningar ætli Karl beri til Vilhjálms erfðaprins? Sérstaklega eftir uppástungur um að hlaupið verði yfir Karl og Vilhjálmur settur til valda að ömmu sinni 64 liðinni, þá líklega háð því að hann haldi til- finningalífi sínu í skefjum og innan marka siðgæðis sem konungsfjölskyldan ein þarf að hlíta. Ætli Vilhjálmur litli sé svona fúl- lyndur eins og sögur segja af því að hann er fómarlamb ríkisarfasyndróms föður síns? Oorðin mannkynssaga verður að svara þessum spumingum, annað hvort þegar seinni tímar komast í dagbækur þeirra feðga eða Vilhjálmur styttir okkur leið með játn- ingasögu í blöðunum. Það er hefð fyrir því að meðlimir konungsfjölskyldunnar geri upp sín mál í dagblöðunum. Um það bil sem Georg tók að vinna hörðum höndum að hjónabandsmálum Charlottu, gafst Karólína endanlega upp á móðurhlutverkinu. Það hafði líklega aldrei verið hennar sterkasta hlið. Napóleon var tryggilega geymdur á Elbu, friður ríkti í Evrópu og þjóðhöfðingjar og aðall tóku á ný upp ferðalög og heimsóknir til ættingja og vina um álfuna sem þau höfðu neyðst til að vanrækja ámm saman. Um sama leyti var Karólínu farið að leiðast svo hrottalega, að hún var farin að fást við galdra. A hverju kvöldi eftir matinn bjó hún til vaxdúkku af manni sínum, stakkk í hana prjónum og lagði hana síðan á eldinn. Staða Georgs gat varla versnað, svo þetta hafði engin áhrif. Upp úr þessu hitti Karólína sígaunakonu sem spáði fyrir henni, að hún ætti eftir að ferðast víða, verða ást- fangin á meginlandinu, giftast og verða hamingjusöm og auðug. Það var kannski aðallega spádómurinn sem olli því að Karólína ákvað að leggjast í siglingar. Vinir hennar aðvömðu hana, þetta væri tækifærið sem Georg biði eftir, því hann var enn jafn harður á að ná lögskilnaði frá henni. Karólína hélt ekki, pakkaði og hélt á vit hamingjunnar. Georg varð svo kátur, að hann afhenti henni 35 þúsund punda lífeyri á ári. Hún hóf ferðina undir eins konar dul- nefni sem hertogaynjan af Wolfenbutter, sem var einn titla hennar. En bæði var að útlit hennar var svo ógleymanleg sjón að fáum hefur reynst erfiðara að fara huldu höfði en henni og svo fékk hún einfaldlega meira út úr því að ferðast sem krónprins- essa brezka heimsveldisins. Af ókunnum ástæðu skartaði hún svartri hárkollu í ferðinni. Karólína var ljós yfir- litum, mjólkurhvít á húð með hvít augnhár, ljósblá augu og með rauða díla í kinnum. Svarta kollan stakk örlítið í stúf við þetta. Klæðaburður hennar hafði síst batnað með aldrinum og kílóunum hafði fjölgað. Karólína kom víða við og var hampað við hverja hirðina á fætur annarri. Meðal viðkomustaða hennar (framhald á bls. 80) HEIMS MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.