Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Page 20
Sumarið 1908 æxlaðist svo til fyrir milligöngu Boga Melsteð,
að Jónas réðst til þýzks náttúrufræðings, sem verið hafði á íslandi
og var að semja fræðirit um íslenzka jarðrækt. Hann gat ekki not-
fært sér íslenzk rit til heimilda sakir vankunnáttu í málinu, og
átti Jónas að vera miðlari hans um þá hluti. Jónas fór til Berlínar
og dvaldist þar nokkra mánuði við þessi störf en hafði rúmar
hendur til þess að lesa og nema af bókum og söfnum. Þegar leið
á haustið tók Jónas að kynna sér þýzka skóla og skólastarf en
felldi sig ekki alls kostar við þýzkan skólaanda, enda ætlaði hann
sér ekki að heyja þar forða til heimflutnings. Hernaðarandi hafði
þá gegnsýrt þýzka skólakerfið, og ekki gazt Jónasi betur að sögu-
skilningi þeim, sem haldið var á loft í þýzkum æðri skólum.
Jónas hafði þá þegar ákveðið að halda til Englands hinn þriðja
vetur sinn erlendis, enda þótti honum sýnt, að þangað væri að
leita þeirra skólafyrirmynda, sem betur féllu að viðhorfí hans.
Hann hafði fengið allgreinilegar fregnir af skóla einum í Oxford,
sem kenndur var við kunnan enskan rithöfund og félagshyggju-
mann, John Ruskin, sem uppi var á mið- og síðari hluta 19. aldar
og lézt árið 1900. John Ruskin var prófessor í listfræðum og list-
sögu við Oxford-háskóla en ritaði greinar og bækur um félags-
málefni og var róttækur í skoðunum, byggði mjög á sömu kenn-
ingum og Robert Owen. Ruskin var þó af auðugu fólki kominn
og lifði lengst af í nokkrum munaði á löngum ferðalögum um
Evrópu, fyrst ásamt foreldrum en síðar einn og batt ástfóstur við
Ítalíu og Sviss. Hann var listfræðingur og mikill listunnandi, en
Jónas Jónsson sagði um hann, „af því að hann dáðist að því sem
fagurt var, tók það hann sárt að sjá eymd fátæklinganna, sem fóru
alls á mis“. Þessar voru rætur félagshyggjubaráttu Ruskins, og
hann öðlaðist stuðningsmenn beggja megin Atlantshafs sem lögðu
fram fé til þess að stofna skóla í anda hans, aðallega í því skyni að
„mennta alþýðumenn, þannig að þeir gætu orðið myndarlegir
borgarar og tekið þátt í opinberum málum“, segir Jónas í bréfi.
(Æviágrip: Jónas Kristjánsson). I sama bréfi kemur og glöggt fram,
hvert erindi Jónasar var í skóla þennan: „Ég vildi vera í Englandi,
ná valdi á málinu, kynnast fólkinu, reyna að láta mér fara fram
sem manni, að því fráskildu hvort ég lærði þar meira eða minna
í þessari eða hinni námsgrein“.
Hér kemur enn fram námsviðhorf Jónasar. Hann hafnar með
öllu skólavist í föstu og kröfuhörðu formi, en vill gista mennta-
stofnanir, sem gefa ráðrúm til lestrarvals, frelsis í tileinkun menn-