Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Blaðsíða 20

Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans - 01.06.1972, Blaðsíða 20
Sumarið 1908 æxlaðist svo til fyrir milligöngu Boga Melsteð, að Jónas réðst til þýzks náttúrufræðings, sem verið hafði á íslandi og var að semja fræðirit um íslenzka jarðrækt. Hann gat ekki not- fært sér íslenzk rit til heimilda sakir vankunnáttu í málinu, og átti Jónas að vera miðlari hans um þá hluti. Jónas fór til Berlínar og dvaldist þar nokkra mánuði við þessi störf en hafði rúmar hendur til þess að lesa og nema af bókum og söfnum. Þegar leið á haustið tók Jónas að kynna sér þýzka skóla og skólastarf en felldi sig ekki alls kostar við þýzkan skólaanda, enda ætlaði hann sér ekki að heyja þar forða til heimflutnings. Hernaðarandi hafði þá gegnsýrt þýzka skólakerfið, og ekki gazt Jónasi betur að sögu- skilningi þeim, sem haldið var á loft í þýzkum æðri skólum. Jónas hafði þá þegar ákveðið að halda til Englands hinn þriðja vetur sinn erlendis, enda þótti honum sýnt, að þangað væri að leita þeirra skólafyrirmynda, sem betur féllu að viðhorfí hans. Hann hafði fengið allgreinilegar fregnir af skóla einum í Oxford, sem kenndur var við kunnan enskan rithöfund og félagshyggju- mann, John Ruskin, sem uppi var á mið- og síðari hluta 19. aldar og lézt árið 1900. John Ruskin var prófessor í listfræðum og list- sögu við Oxford-háskóla en ritaði greinar og bækur um félags- málefni og var róttækur í skoðunum, byggði mjög á sömu kenn- ingum og Robert Owen. Ruskin var þó af auðugu fólki kominn og lifði lengst af í nokkrum munaði á löngum ferðalögum um Evrópu, fyrst ásamt foreldrum en síðar einn og batt ástfóstur við Ítalíu og Sviss. Hann var listfræðingur og mikill listunnandi, en Jónas Jónsson sagði um hann, „af því að hann dáðist að því sem fagurt var, tók það hann sárt að sjá eymd fátæklinganna, sem fóru alls á mis“. Þessar voru rætur félagshyggjubaráttu Ruskins, og hann öðlaðist stuðningsmenn beggja megin Atlantshafs sem lögðu fram fé til þess að stofna skóla í anda hans, aðallega í því skyni að „mennta alþýðumenn, þannig að þeir gætu orðið myndarlegir borgarar og tekið þátt í opinberum málum“, segir Jónas í bréfi. (Æviágrip: Jónas Kristjánsson). I sama bréfi kemur og glöggt fram, hvert erindi Jónasar var í skóla þennan: „Ég vildi vera í Englandi, ná valdi á málinu, kynnast fólkinu, reyna að láta mér fara fram sem manni, að því fráskildu hvort ég lærði þar meira eða minna í þessari eða hinni námsgrein“. Hér kemur enn fram námsviðhorf Jónasar. Hann hafnar með öllu skólavist í föstu og kröfuhörðu formi, en vill gista mennta- stofnanir, sem gefa ráðrúm til lestrarvals, frelsis í tileinkun menn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208

x

Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Nemendasambands Samvinnuskólans
https://timarit.is/publication/1410

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.