Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Blaðsíða 19
FÓKUS - VIÐTAL 1918. október 2019 varð að lokum heimilislaus í Los Angeles árið 2004. Friðgeir segir að hann hafi byrjað að drekka fimmtán ára gamall og bættist við eiturlyfjaneysla ofan á þetta tímabil. Rændur og skotinn í verslun Snemma á tíunda áratugnum var Friðgeir staddur í lítilli versl­ un þar sem hann var rændur af tveimur vopnuðum mönnum. „Ég var svo mikil bytta á þessum tíma og var alltaf fullur. Þar að auki bjó ég í verstu gettóunum því ég var alltaf blankur á þessum tíma,“ segir Friðgeir. „Þennan dag kom upp að mér maður sem bara hreinlega rændi mig. Þetta var um miðjan dag og ég fór í búðina til að kaupa mér viskípela.“ Þá komu tveir blökkumenn að Friðgeiri og hleypti annar þeirra af skoti sem fór í fótinn á Frið­ geiri. „Ég stökk til hliðar og var svo heppinn að kúlan fór bara í gegnum löppina á mér. Hún fokk­ aði ekki upp neinum beinum eða neitt. Þarna var ég með fimm dollara á mér og ræningjarnir tóku allan peninginn, en tóku sem betur fer ekki viskípelann minn,“ segir Friðgeir, sem sagð­ ist ekkert hafa stressað sig á þessu atviki. „Ef þú ætlar að vera skot­ inn er langbest að vera skotinn svona. Ég tók bara John Wayne á þetta, hélt kúlinu, drakk viskí og setti plástur á þetta. En svo fríka allir út í kringum mig og hringja á lögguna og sjúkrabíl. Það versta við það var að löggan tók af mér helvítis viskíflöskuna.“ Friðgeir segir að það ríki gífur­ legt ofbeldi í New Orleans og há glæpatíðni, sem hefur aðeins aukist ef eitthvað er. „Eins og alls staðar annars staðar í hinum vest­ ræna heimi er bilið á milli fátækra og ríkra að aukast stöðugt. Eftir fellibylinn Katrínu jókst þetta allt og ástandið var þó slæmt fyrir. Í vinnunni á þessum tíma vorum við félagarnir oft með veðmál, svokallað „dead pool“, um hver lokatalan á morðtíðni hvers árs yrði. Á tímabili var hún yfir þrjú hundruð og þetta var í borg þar sem bjuggu rétt svo í kringum þrjú eða fjögur hundruð þúsund manns.“ „Nei, andskotinn. Endar sagan mín svona?“ Friðgeir segist hafa verið orðinn „agaleg fyllibytta“ þegar hann flutti til Los Angeles árið 1996. Lífið tók miklum stakkaskiptum þegar hann flutti frá New Orleans og varð aldrei hið sama að sögn matreiðslumeistarans. „Ég var nánast búinn að vera í dagneyslu og drukkinn frá ung­ lingsaldri. Þetta var komið á þann stað að ég var alltaf full­ ur í vinnunni og ég gat ekki unnið með áfengisneyslunni. Ég var að vinna fyrir bestu kokk­ ana í Bandaríkjunum og gat ekki haldið mér saman. Ég drakk lífið alveg frá mér og tók áfengið fram yfir vinnuna,“ segir Friðgeir. „Það var farið að halla svolítið undan fæti. Ég var kominn inn og út af stofnunum og hættur að funkera sem manneskja.“ Upphaflega fór Friðgeir til Los Angeles til að fara í meðferð. „Ég var ekki tilbúinn eða búinn með kvótann og féll alltaf aftur. Ég var alveg kexruglaður. Ég var orðinn geðveiki róninn sem aðrir benda á til að sýna öðrum hvað hann er illa farinn.“ Friðgeir var staddur í Grey­ hound­rútu á leiðinni til Los Angeles og í ljósi þess hversu illa farinn hann var orðinn, ákvað rútubílstjórinn að henda honum út, í bænum Vanhorn í Texas­fylki. „Ég var skilinn eftir og sá þá lögreglustjórann koma að mér. Ég hugsaði með mér: „Nei, andskot­ inn. Endar sagan mín svona?“ Að vera settur í fangelsi í Texas. Þá komu tveir lögreglumenn upp að mér og köstuðu yfir mig neti til að handtaka mig. Þeir drösluðu mér í bílinn og fóru með mig til lækn­ is í bænum, sem sprautaði mig niður. Þegar ég fékk svo einhverj­ ar pillur hjá lækninum skutlaði lögreglustjórinn mér að staðnum þar sem hann fann mig á og sagði svo við mig: „Aldrei framar sýna á þér smettið hér í Vanhorn!““ Á götum Los Angeles Friðgeir endaði þá á stað, sem að hans sögn var mestmegnis ætlað­ ur glæpafólki. „Reglan er þannig í Kaliforníu ef þú ert dæmdur, að þú getur farið í níu tíu daga meðferð eða í fangelsi í fimm til tíu ár. Í þessu hverfi var allt mor­ andi í einhverjum „gangsterum“, sem flestir völdu fangelsisvistina frekar en að verða sínum mönn­ um til skammar og vera edrú í níutíu daga,“ segir Friðgeir. Með­ ferðin gekk ekki og hann náði ekki að halda sér edrú fyrr en hann var kominn á Skid Row, hið alræmda hverfi heimilislausra í Los Angeles. Þá var loksins botn­ inum náð. „Í þessu hverfi er ótrúlega margt heimilislauss fólks að sprauta sig eða reykja krakk. Geð­ veikin var svakaleg, en í miðjunni á þessu öllu tekst mér að verða loksins edrú,“ segir Friðgeir og bætir við að ástand heimislauss fólks á þessu svæði fari hríð­ versnandi með árunum. „Þetta er ekki lengur neyslutengt eða geð­ tengt, heldur bara eðlilegt fólk sem missir vinnuna og íbúðina og endar á götunni.“ Friðgeir fékk í kjölfarið aðset­ ur í Midnight Mission­búðunum á Skid Row. Þar bjó hann með 300 manns í stórum sal, fékk koju og þrjár máltíðir á dag. Skafmiðinn sem breytti öllu Friðgeir segir reynslu sína af Skid Row bæði vera skemmtilega og hörmulega. Hann sá marga nána vini deyja á götunum í kringum hann og segir það vera átakan­ legt að horfa upp á samfélagið þar almennt. Hann segir það kald­ hæðnislega við Skid Row vera hvað glæpatíðnin er lág, en aftur á móti ríki mikið stjórnleysi inn­ an samfélagsins þar. „Fólk sem var orðið gamalt og átti enga ættingja var oft bara keyrt til Skid Row og skilið eftir úti á götu til að deyja,“ segir hann. „Þetta eru ógeðslega ómannúðlegar aðstæður og þetta er verra í dag.“ Friðgeir deildi rými á Midnight Mission með þremur öðrum einstaklingum sem hann mynd­ aði tengsl við, en allir þrír létu lífið á meðan þeir bjuggu á Skid Row. „Þetta byrjaði allt með því að einn þessara þremenninga vann sjö­ tíu þúsund dollara í skafmiðaleik,“ segir Friðgeir. „Þegar upphæð­ in kom í ljós var haldið svakalegt partí á svæðinu og mennirnir þrír misstu sig gjörsamlega með pen­ ingum og eiturlyfjum. Þeir voru allir dauðir á nokkrum mánuð­ um.“ Að sögn Friðgeirs tókst honum að halda edrúmennskunni á þess­ um tíma og langaði hann hvorki í áfengi né eiturlyf meðan á dvöl hans stóð. „Hversu slæmir margir voru orðnir þarna varð til þess að mig langaði frekar að vera áfram edrú. Ég hafði fyrir löngu fyllt minn kvóta, en fram að þessu langaði mig ekkert bara að koma mér á rétta braut. Ég hélt alltaf áfram að falla þangað til ég kynnt­ ist þessum stað og þessu fólki. Mér tókst að lifa þetta allt af án þess að drepast,“ segir Friðgeir sem leit á sorgarsögu vina sinna sem hvata. „Þegar þú ert kominn á svona stað í lífinu, þá verður þú annað­ hvort edrú eða dauður. Á þess­ um tíma var ég sjálfur búinn að missa allt; vinnuna, fjölskylduna, allt mögulegt. Það var enga leið að fara nema upp eða í gröfina.“ Ég tók bara John Wayne á þetta Friðgeir í essinu sínu Kokk- urinn kann vel við sig í eldhúsinu Síðustu andartökin Friðgeir sæll á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.