Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Blaðsíða 15
18. október 2019 FRÉTTIR 15 lýsa samningi, því segir hann ítrekað hafa verið lofað og jafn oft svikið. Hann gat því aldrei sótt um húsaleigubætur, sem reyndist honum þungbært. „Ég held að hún hafi ekki verið að gefa leiguna upp, eða ekki vilj- að að yfirvöld vissu að hún væri að leigja út bílskúrinn því ég ef- ast um að það sé löglegt að leigja svona út sem íbúðarhúsnæði,“ segir Ali. Vert er að taka fram að löglegt er að leigja út bílskúr sem íbúðarhúsnæði að uppfylltum skilyrðum, svo sem að leigutekjur séu gefnar upp til skatts. Linda ekki eigandi Þinglýsing húsaleigusamnings er forsenda þess að húsnæðisbætur fáist greiddar. Til þess að hægt sé að þinglýsa húsaleigusamn- ingi þarf leigusali samkvæmt samningi að vera þinglýstur eig- andi eignarinnar, eða hafa ein- hverja sannanlega heimild um að hafa lagalegan rétt til að ráðstafa afnotarétti af eigninni með leigu- samningi. Þegar Sjávargötu er flett upp í fasteignaskrá sést að Linda hef- ur ekki verið eigandi eignarinn- ar síðan árið 2015. Þá seldi hún eignina til fransks ríkisborgara fyrir 48 milljónir króna. Fast- eignamat eignarinnar er í dag tæpar áttatíu milljónir króna. Kaupandinn var búsettur er- lendis og þurfti því að skrifa und- ir yfirlýsingu þess efnis að hann hygðist sjálfur búa í eigninni eða nýta hana sem orlofsbústað, en slíka yfirlýsingu verða íbúar EES- svæðisins að undirrita er þeir kaupa fasteignir á Íslandi. Kaupandinn er barnsfaðir Lindu Kaupandinn samkvæmt fast- eignaskrá, Mohammad Azab, og er egypskur krabbameinslækn- ir sem starfar hjá lyfjafyrirtæki í Ameríku. Í viðtali við Loga Berg- mann í mars á þessu ári lýsti Linda barnsföður sínum, sem hún hefur aldrei nafngreint op- inberlega, með eftirfarandi hætti: „Hann er egypskur krabba- meinslæknir og vísindamað- ur, búsettur í Bandaríkjunum að uppgötva og selja lyf við krabba- meini. Hann er þroskaðri og að- eins eldri en ég.“ Ísabella ber eftirnafnið Azab samkvæmt Þjóðskrá og því má leiða líkur að því að umræddur Mohammad, kaupandi Sjávar- götu, sé barnsfaðir Lindu. Í sama viðtali greindi Linda frá því að samskipti Ísabellu við föður sinn væru afar takmörkuð, og hún hafi til að mynda aldrei gist hjá hon- um. Mæðgurnar eru búsettar er- lendis, en lögheimili þeirra sam- kvæmt Þjóðskrá er eftir sem áður að Sjávargötu. Ekki er því að sjá að Mohammad hafi haft þar bústað eða orlofsveru, þvert á yfirlýsingu hans þar um. Í yfirlýsingunni er tekið fram að röng yfirlýsing varði refsingu samkvæmt íslenskum hegningarlögum. Seldi rétt fyrir í gjaldþrot Þegar Linda seldi eignina árið 2015 var hún illa stödd fjárhagslega og var hún úrskurðuð gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjaness þann 12. nóvember. Líkamsræktar stöð hennar, Baðhúsinu, var lokað í desember 2014 og var í kjölfarið úrskurðað gjaldþrota. Aðeins 2,1 milljón fékkst upp í þær rúmlega 180 milljóna króna kröfur sem voru gerðar í þrotabú Baðhússins. Gjaldþrotaskiptum Lindu sjálfrar lauk í apríl 2016 og nam heildar- krafa í búið 56 milljónum króna. Búið var eignalaust og því fékkst ekkert upp í kröfur. Eins og áður segir er fasteigna- mat Sjávarsíðu í dag tæpar áttatíu milljónir króna. Eignin var seld fyrir 48 milljónir, rétt fyrir gjald- þrot Lindu. Löglegur húsaleigusamningur? Samkvæmt leigusamningnum við Ali er leigusali Linda Péturs- dóttir. Hvergi kemur fram í samn- ingnum að Linda sé ekki eigandi eignarinnar. Hún er ekki titluð umboðsmaður eiganda, þvert á móti er skráður umboðsmaður fyrir hana, leigusalann. Engum leigusamningi milli Mohammads og Lindu er þinglýst á eignina og leigusamningurinn við Ali hvergi kallaður framleigusamningur. Líklegt verður að telja að Lindu verði ekki stætt á að leita laga- legra úrræða til að fá Ali dæmd- an til að greiða fullan uppsagnar- frest. Samkvæmt húsaleigulögum hefur hún tvær vikur í viðbót til að gera kröfu í tryggingarfé sem leigusali, en til þess að slíkt geti gengið eftir verður að liggja fyrir úttekt á húsnæðinu áður en Ali flutti inn, og úttekt sem gerð var eftir að hann flutti út sem Ali eða umboðsmanni hans væri boðið að vera viðstaddur. Linda lokaði á samskipti við Ali sama dag og hann skilaði lyklunum. Upprunalega ætlaði hún að fara eftir húsaleigulögum og gefa honum 24 klukkustundir til að bæta úr annmörkum á við- skilum húsnæðisins, en dró það boð strax til baka og vísaði á lög- mann sinn. Kærir til að fá tryggingu til baka Ali hefur leitað til kærunefnd- ar húsamála til að fá trygginguna sína til baka, hann sá enga aðra leið færa í stöðunni. Í kærunni segir meðal annars: „Það var pínu- lítill gluggi í bílskúrnum og skol- plögn sem lyktaði og gerði lífsað- stæðurnar óviðunandi. Leigusali hafði lofað að þinglýsa leigusamn- ingnum svo leigjandi gæti feng- ið húsaleigubæturnar sínar. Síð- an neitaði leigusalinn að þinglýsa og leigjandi lét þá munnlega vita að hann segði leigunni upp sam- kvæmt 3ja mánaða uppsagnar- frest. […] Lífsaðstæður í bílskúrn- um voru ekki manni bjóðandi og leigjandi gat ekki sofið og hafði lent í vinnuslysi vegna örmögn- unar.“ Ekki náðist í Lindu Péturs- dóttur við vinnslu greinarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. n „Það var pínulítill gluggi í bílskúrnum og skolp­ lögn sem lyktaði og gerði lífs­ aðstæðurnar óviðunandi Sjávargatan á Álftanesi: 200 fermetra einbýli úr timbri auk rúmlega fimmtíu fermetra bílskúrs. Ali Taha Falih vill bara trygginguna sína til baka. Linda P í leigustríði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.