Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Blaðsíða 54
54 FÓKUS 18. október 2019 S tórmyndin Jókerinn hefur hlotið misjafna dóma en margir eru sammála um að Joaquin Phoenix eigi stór­ leik sem hinn seinheppni Arthur Fleck. Joaquin léttist um tæp 25 kíló fyrir hlutverk sitt í myndinni og hefur hlotið mikið lof fyrir, jafnvel komið af stað flökkusög­ um um Óskarstilnefningu. „Nánast ómennskur, hann er svo grannur, húðin svo þröng yfir bakinu að sést í hryggjarsúl­ una og rifbeinin. Phoenix túlkar karakter sem er meira framandi og tilviljunarkenndari en áður hefur sést,“ stendur til að mynda í gagnrýni A.V. Club um myndina. Joaquin Phoenix er mærður fyrir þyngdartapið og telja gagn­ rýnendur útlitsbreytingar hans spila stóra rullu í stórleik hans. Að sama skapi er leikarinn heillaður af þeim áhrifum sem þyngdar­ tapið hafði á líf hans meðan á tök­ um stóð. „Það breytist allt þegar mað­ ur kemst í þá þyngd sem maður stefndi að,“ sagði Joaquin í viðtali við The Associated Press. „Það verður erfitt að vakna og maður fær nokkur grömm til og frá á heilann. Maður þróar með sér röskun. En ég held að það áhuga­ verða fyrir mig hafi verið tilfinn­ ing óánægju, hungurs, varnar­ leysis og veiklu sem ég hafði búist við með þyngdartapinu. En ég bjóst ekki við þeirri tilfinn­ ingu sem ég fann líkamlega sem er best lýst sem flæði. Mér fannst ég geta hreyft líkama minn á vegu sem ég gat ekki áður.“ Grínast með átröskun Þá dásamaði hann þyngdartap­ ið á léttu nótunum hjá spjall­ þáttastjórnandanum Jimmy Kimmel og bætti við að hann hefði forðast að horfa á sjónvarp­ ið til að komast hjá því að sjá aug­ lýsingar fyrir mat. Allt á léttu nót­ unum, líkt og um grín væri að ræða. Jimmy Kimmel hlóð einnig í ýmsar skrýtlur um þyngdartap­ ið og þessa átröskun sem Joaquin var greinilega haldinn er hann bjó sig undir hlutverk Jókersins. Það virðist vera ákveðin lína dreg­ in í sandinn um upplifun leikara annars vegar og leikkvenna hins vegar þegar kemur að dramatísku þyngdartapi fyrir kvikmyndahlut­ verk. Í grein á E! Online er því velt upp hvort þessi röskun sem Joaquin talar um hefði ekki verið rædd á talsvert alvarlegri nót­ um ef um leikkonu hefði verið að ræða, sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt rannsókn frá árinu 2011 voru átta milljónir manna í Bandaríkjunum með átröskun – sjö milljónir af þeim konur. „Staðfesta“ og „metnaður“ Joaquin er langt frá því að vera fyrsti leikarinn sem talar um þyngdartap fyrir hlutverk á svo léttvægan máta. Það er ákveðin tilhneiging í Hollywood að hylla þá leikara sem ná að létta sig svo óhugnanlega mikið fyrir hlutverk og oftar en ekki fá þeir tilnefningu til fjölda verðlauna vegna „stað­ festu“ og „metnaðs“ til að breyta útliti sínu á svo dramatískan hátt. Bæði Matthew McConaughey og Jared Leto hlutu Óskarinn árið 2013 fyrir hlutverk sín í Dallas Buyers Club, þar léku bæði Matt­ hew og Jared eyðnismitaða menn, sem áttu stoðir í raunveruleikan­ um. Því grenntust þeir mikið í tökuferlinu. Jared, sem alla jafna er grannur, léttist um fimmtán kíló og var rétt rúm fimmtíu kíló þegar hann var léttastur. „Ég bara borðaði ekki neitt,“ sagði hann í viðtali við E! News og bætti við að þyngdartapið hefði verið nauðsynlegt. „Ég hafði gert svipaða hluti með þyngdina en þetta var öðruvísi. Það þurfti staðfestu í þetta hlutverk. Þetta snerist um hvaða áhrif þyngdin hefði á hvernig ég gekk, hvernig ég talaði, hver ég var, hvernig mér leið. Mér leið eins og ég væri brot­ hættur, viðkvæmur og óöruggur.“ Matthew gekk skrefinu lengra og léttist um tæp 23 kíló. Hann sagði sjálfur að mataræðið sem hann fór eftir til að verða ríflega 65 kíló hafi verið afar strangt. „Ég léttist um þrjú kíló á viku,“ sagði hann við Daily Mail. „Ég fékk mér Diet Coke, tvær eggja­ hvítur á morgnana, smá kjúkling og síðan aðra Diet Coke. Það var erfitt,“ bætti hann við. Þá æfði hann líka mikið meðan á tökum stóð til að brenna fleiri hitaein­ ingum. Þrýstingur frá leikstjóra Það er vinsælt stef hjá leikurum að halda því fram að þyngdar­ tapið sé nauðsynlegt fyrir söguna og leikstjórar hvetja oft til þess að leikarar leggi mikið á sig til að umbreyta sér. Leikstjórinn Martin Scorsese vildi til dæmis að aðalleikararnir Andrew Gar­ field og Adam Driver í myndinni Silence frá árinu 2016 litu út eins og þeir hefðu gengið þrauta­ göngu. Það endaði þannig að Adam léttist um rúmlega tuttugu kíló og Andrew um rúmlega átján. Martin Scorsese lét hafa eftir sér að hungrið hefði gert frammistöðu þeirra í myndinni stórkostlega. Því var síðan ljóstr­ að upp í viðtali við E! News að sér­ stakur þjálfari hefði verið á töku­ stað til að kenna leikurunum að stjórna hungrinu. „Það er ekki gaman,“ sagði Andrew. „En þegar til lengdar lætur er það mjög, mjög ánægju­ legt og fullnægjandi. Maður lærir mikið á því að tæma sig.“ Eitt epli og túnfiskdós Leikarinn Jake Gyllenhaal léttist um tæp fjórtán kíló fyrir myndina Nightcrawler og uppskar lof fyrir. Hann leitaði sér ekki sérfræði­ hjálpar heldur hætti bara að borða. Hann tuggði tyggjó í gríð og erg til að blekkja líkamann. „Ég reyndi að borða eins fáar hitaeiningar og hægt var. Ég vissi að ég var á réttri leið ef ég var svangur,“ sagði hann í viðtali við Variety. „Árangurinn var sýni­ legur líkamlega en þessi vegferð var enn meira heillandi andlega. Þetta varð að innri baráttu.“ Ókrýndur konungur þyngdar­ tapsins í Hollywood er hins vegar Christian Bale. Óhugnanlegasta Leikarar hylltir - Leikkonur í rúst n Karlkyns leikarar fá mikið lof í Hollywood ef þeir umbreyta líkamanum með ýktum aðferðum n Sama gildir ekki um leikkonur Lilja Katrín Gunnarsdóttir lilja@dv.is Bilaður Joaquin Phoenix ku standa sig ágætlega í hlut- verki Jókersins. Óþekkjanlegur Matthew McConaughey í Dallas Buyers Club. Grannir Úr kvikmyndinni The Silence. Óhugnanlegt Christian Bale í The Machinist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.