Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Blaðsíða 43
SAKAMÁL 4318. október 2019 Frændum banað Skömmu síðar flutti Christine til Lakeland í Flórída og hóf þar störf sem barnapía. Fjögurra ára drengur, Jeffrey Davis, var á meðal þeirra barna sem Christine gætti og um tveimur mánuðum eftir að Christine flutti til Lakeland dó Jeffrey í umsjá hennar; hætti að anda. Krufning leiddi í ljós eitthvert hjartamein sem þó sjaldan leiðir til dauða, en dauði drengsins var ekki rannsakaður frekar. Á meðan fjölskylda Jeffreys var viðstödd jarðarför hans var Christine fengin til að gæta tveggja ára frænda hans, Josephs Spring. Joseph dó í vöggu sinni síðdegis þann dag og skuldinni skellt á sýkingu af einhverju toga. Gamalmenni deyr Þegar þarna var komið við sögu fannst Christine tími til kominn að færa sig um set, sem hún og gerði. Hún flutti til Perry í Flórída og gerðist ráðskona á heimili 77 ára gamals manns, Wilburs Swindle. Á fyrsta degi Christine í þessu nýja starfi tók Wilbur upp á því að hníga niður örendur í eldhús- inu. Þar sem Wilbur hafði ekki verið neitt unglamb, og heilsu- veill í ofanálag vakti skyndilegur dauði hans engar grunsemdir. Því gat Christine snúið sér að öðru og gerði það þegar hún var sam- ferða stjúpsystur sinni með átta mánaða frænku hennar til læknis vegna bólusetningar. Stjúpsystir Christine skaust inn í verslun og Christine sá um stúlkuna á með- an. Enn eitt barn hætti að anda. Síðasta morðið Það var ekki fyrr en ári síðar að lánið sneri baki við Christinu. Þá var tíu vikna drengur, Travis Coleman, í gæslu hjá Christine og hætti hann skyndilega að anda. Krufning leiddi í ljós að Travis hafði verið kæfður og var Christine tekin hið snarasta til yfir heyrslu. Undanbragðalaust játaði Christine að hafa myrt þrjú börn með því að kæfa þau. Það hafði hún gert með því að halda teppi fyrir vitum þeirra því hún hafði heyrt sönglandi rödd sem endurtók í sífellu: „Dreptu barnið.“ Notaði eigin aðferð Hún sagðist hafa séð börn kæfð í sjónvarpsþáttum. „Ég hafði þó minn eigin hátt á. Einfaldan og auðveld- an. Enginn myndi heyra þau öskra,“ sagði Christine. Aldrei hefur fengist viðun- andi útskýring á ástæðum ódæða hennar og þrátt fyrir að ljóst væri að hún glímdi við geðveilu var hún úrskurðuð sakhæf. Christine Falling fékk lífstíðardóm 3. des- ember árið 1983. n BANVÆN BARNAGÆSLA n Christine sýndi ung undarlega hegðun n Sá sér farborða með barnapössun n Komst ótrúlega lengi upp með ódæði sín Með kött í kjöltu Christine drap ketti með ýmsum hætti í bernsku. Handtekin Christine Falling náði að sögn aldrei fullum þroska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.