Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Blaðsíða 31
Öðruvísi jólagjafir18. október 2019 KYNNINGARBLAÐ
Það er einstök tilfinning að þeysast um á snjósleða uppi á jökli í góðu veðri með
útsýni í allar áttir. Mountaineers
of Iceland er eitt framsæknasta
fyrirtæki á Íslandi sem býður upp
á snjósleðaferðir upp á Langjökul.
Fyrirtækið var stofnað árið 1996
af Herberti Haukssyni og Ólöfu
Einarsdóttur og hefur heldur betur
sótt í sig veðrið á síðustu áratugum.
„Snjósleðaferðirnar eru farnar allt
árið um kring enda er alltaf gaman
að koma á jökulinn, hvort sem er í
glaðasólskini eða kyngjandi snjó,“
segir Haukur , sonur Herberts, hjá
Mountaineers of Iceland.
Eitursvöl upplifun
„Langflestir gestir okkar eru erlendir
ferðamenn og snjósleðaferðirnar
vekja gríðarlega lukku hjá þeim.
Margir hverjir minnast á að þetta
hafi verið það langskemmtilegasta
sem þeir hafi upplifað á ferðum
sínum um Ísland. Upp á síðkastið
hafa Íslendingar verið duglegri að
koma ferðir með okkur, margir hverjir
forvitnir um hvað það sé eiginlega
sem dragi útlendingana upp á
ískalda jökulbreiðuna. Þeir koma
sjaldnast samir til baka enda er um
að ræða upplifun og landslag sem
er alls ekki að finna hvar sem er.“
Jökull í jólagjöf
Jöklar eru eitt mikilfenglegasta
náttúrufyrirbrigði sem Ísland býr
yfir og að koma upp á einn slíkan
er alveg einstök tilfinning sem
er ekki hægt að líkja við nokkuð
annað. „Það getur varla verið til
betri hugmynd að jólagjöf en þessi
einstaka tilfinning, að standa ofan
á kílómetra þykkum ísklumpi sem
byrjaði að myndast fyrir sjö þúsund
árum, ég tala ekki um að halda svo
inn í jökulinn.“
Flestar ferðir byrja á bílaplaninu
við Gullfoss þar sem farþegar fara
með Mountaineers-fjallatrukknum
eftir Kjalvegi og upp að
Mountaineers-skálanum í Skálpanesi
við jökulrætur Langjökuls. Þaðan er
haldið í snjósleðaferðirnar.
Glacier Ice Cave & Snowmobile:
Ævintýri inni í jökli
Einn af þeim túrum sem hafa verið
hvað vinsælastir hjá íslenskum
ferðamönnum er Glacier Ice Cave
& Snowmobile. Þessi fjögurra
klukkustunda túr er eins konar „ein
með öllu“ þar sem gestir koma
upp á jökulinn, þeysast um hann
á snjósleða og ganga svo inn í
hann. „Hóparnir eru um 10–20
manns. Fólkið er sótt á bílaplanið
hjá Gullfossi á Mountaineers-
fjallatrukknum okkar sem ferjar alla
upp að skála.
Þaðan er haldið með
leiðsögumanni á snjósleðum að
íshellinum sem við grófum út í sumar.
Hellirinn er staðsettur í yfir þúsund
ára gömlu íslagi á jöklinum og er það
neðarlega að ísinn er orðinn alveg
þéttur og nærri því glær undan
þrýstingnum. Þar má meðal annars
greina nokkur einkennandi öskulög
frá sögufrægum eldgosum sem
jöklaleiðsögumaðurinn okkar mun
glaður fræða gestina um.“
Meet us at Gullfoss
„Þessi ferð er langvinsælasta
ferðin okkar, bæði hjá Íslendingum
og erlendum ferðamönnum. Hér
er um að ræða stórskemmtilega
snjósleðaferð sem að sjálfsögðu
byrjar í risatrukknum á bílaplaninu
við Gullfoss. Frá skálanum okkar
við Langjökul er svo haldið í
ógleymanlega snjósleðaferð.
Sleðarnir eru tveggja manna og er
auðvelt að stýra þeim og henta þeir
því bæði fyrir algera byrjendur og
líka þá sem eru örlítið lengra komnir.“
Glacier Rush
„Fyrir þá sem eru vanir snjósleðum
mælum við eindregið með Glacier
Rush-túrnum. Hóparnir eru töluvert
minni en í Meet us at Gullfoss-
túrnum, eða aðeins um 2–10 manns.
Sleðarnir eru eins manns og því mun
meðfærilegri. Einnig eru þeir töluvert
kraftmeiri eða um 140 hestöfl og því
er farið mun hraðar yfir. Ef þú ert
öruggur á snjósleða og langar að
þeysast um víðáttur Langjökuls, þá
er þetta klárlega túrinn fyrir þig.“
Við seljum gjafabréf í allar
ferðirnar okkar og á vefsíðunni
mountaineers.is bjóðum við upp á
enn fleiri túra. Til þess að nálgast
gjafabréfin má senda vefpóst á
ice@mountaineers.is eða hringja í
síma 580-9900.
MOUNTAINEER:
Svellköld og ógleymanleg
upplifun í jólagjöf!