Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Blaðsíða 60
60 FÓKUS 18. október 2019 Á SUÐUPUNKTI Á SKAGANUM n Agnes Joy stendur fyrir sínu n Reynið að koma auga á Garðar Gunnlaugsson A gnes Joy Einarsdóttir er óskaplega venjuleg nítján ára stúlka á Akranesi. Lífið á Skaganum er við- burðalítið, draumarnir eru ýmsir og fjarlægir og eitthvað gengur illa að ná sambandi við foreld- rana. Dæmigerðari verða vanda- málin ekki. Skemmst er þó frá því að segja að myndin snýst í raun og veru ekki um hina týndu en umburðarlyndu Agnesi, heldur móður hennar, Rannveigu, sem er einnig stödd í sinni eigin til- vistarkreppu. Hjónabandið er á síðasta snúningi, vinnan hjá fjöl- skyldufyrirtækinu er íþyngjandi og einsleit og einkennist sam- band þremenninganna á heim- ilinu af stjórnsemi, spennu og uppreisn Agnesar. Lífið fer þó á hliðina þegar Hreinn nokkur, myndarlegur sjónvarpsleikari, flytur í næsta hús og blandar geði við fjölskylduna. Annaðhvort er hrein martröð í uppsiglingu eða nákvæmlega þau tímamót sem fjölskyldan þarfnast til að hægt sé að brjóta skelina. Það sést þarna strax á upp- stillingu vesældarformúlunnar að Agnes Joy fer ekki beinlínis ótroðnar slóðir í tengslum við umfjöllunarefnið. Einmana- leika, stöðnun, langanir á gráum svæðum og ekki síður undar- lega ástarþríhyrninga (ekki síst innan fjölskyldunnar) hefur verið unnið með áður, með kómískum og dramatískum hætti. En þótt Agnes Joy búi ekki yfir sama biti og ferskleika og til dæmis 101 Reykjavík tekst myndinni að finna sinn eigin stíl í frásögn- inni og komast hjá því að verða þessi klassíska íslenska „kvóta- mynd.“ Kostirnir skrifast á mátu- lega hnyttið handrit, sannfærandi sögu og lágstemmdan stórleik hjá flestu fólki sem prýðir tjaldið. Eins og ásættanlegu drama sæmir býr ýmislegt meira undir yfirborði persónanna en upphaf- lega kemst til skila. Myndin fjallar um stjórn, þrá og tengingarleysi í tærri, grátbroslegri mynd. Sagan heldur góðum dampi og rennslið er algjörlega fitusnautt. Persónur eru í heildina vel teiknaðar upp en þó mætti segja að titilpersón- an sjálf komi síst vel frá sínu og líður hún fyrir það að handritið setji dýpri fókus á móður hennar. Frá tæknilegum hliðum er fátt út á myndina að setja. Myndin er faglega unnin en öðlast aukinn sjarma í gegnum leikstjórn Silju Hauksdóttur og einlæg tök henn- ar á persónudeilum jafnt sem framvindu myndarinnar. Áhorf- andinn finnur fyrir suðupunktin- um í samskiptum fjölskyldunn- ar í hverri senu og magnast upp grátbrosleg spenna í kringum þær. Afraksturinn rís svolítið og fellur á leikurunum sem gæða lífi hversdagslegar og trúverðugar persónur og í því samhengi fer ekki á milli mála að Katla Margrét Þorgeirsdóttir eigi þessa mynd skuldlaust í hlutverki Rannveigar. Það er auðvelt að afskrifa Rannveigu sem stjórnsama, stífa og erfiða en áhorfandinn finnur hægt og rólega fyrir þeim óséða þrýstingi sem hún verður fyrir – og ekki skánar andlega líðan- in mikið með sífelldri umsjón á hennar eigin móður. Donna Cruz gerir allt og meira við Agnesi en handritið býður í rauninni upp á og fer hvergi sena með henni til spillis. Anna Kristín Arngríms- dóttir er einnig óborganleg sem amma hennar og móðir Rann- veigar. Björn Hlynur Haraldsson fer létt með að gera leikarann Hrein að fjöllaga persónu og Þorsteinn Bachmann sýnir enn og aftur að hann hefur náð fullkomnum tök- um á öllum stillingum sem fylgja dæmigerðum, íslenskum milli- stéttarföður. Kristinn Óli Haralds- son (Króli) dúkkar þarna líka upp en handritshöfundar eru eitt- hvað úti á túni með hvað eigi að gera við þá persónu. Á tímabili er eins og hann hafi mikið vægi í frá- sögninni, en það leysist fljótt upp. En verr má nú gera með rauðu síldina, jafnvel þótt hún sé eilítil klisja. Undir lokin eru nokkrar ódýr- ar lausnir í handritinu notaðar til að binda endi á ákveðna þræði og má segja að hið ósagða sé ekki alltaf betra. Myndin hefur í raun engan fullnægjandi endi og fell- ur handritið svolítið um sjálft sig þegar þemunum er skellt undir smásjána. En burtséð frá því öllu er Agnes Joy hugguleg, fyndin, listilega vel leikin og ánægjulega mannleg án þess að vera eitthvað stórlega grípandi í frásögninni eða frumleg. Stundum er ágætt bara best og ágæti Agnesar verð- ur svo sannarlega ekki rifið frá henni. n Tómas Valgeirsson tomas@dv.is Í stuttu máli: Ein- föld og vel gerð mynd sem leikur sér að mannlega þættinum og hlær að honum um leið. Katla Margrét hefur aldrei verið betri. Sjáðu þessa ef þú kannt að meta: 10 1 R ey kj av ík Pa rís n or ðu rs in s A nd ið e ðl ile ga U nd ir tr én u Th e D ia ry o f a T ee na ge G irl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.