Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Blaðsíða 55
FÓKUS 5518. október 2019 breyting á honum var án efa fyrir kvikmyndina The Machinist árið 2004, en fyrir hana léttist hann um tæplega þrjátíu kíló. Hann var aðeins 55 kíló þegar hann var sem grennstur. „Það er stórkostleg reynsla að upplifa þetta,“ sagði hann í við- tali við The Guardian. „Maður öðlast skýra hugsun þegar mað- ur er svo horaður að maður getur varla gengið upp nokkrar tröppur. Það er eins og maður yfirgefi lík- amann.“ Mataræði hans á degi hverjum samanstóð af vítamínum, einu epli og túnfiskdós. „Ég varð forvitinn að sjá, í mínu öfugsnúna eðli, hvort ég gæti farið lengra en það sem var öruggt og í lagi og sjá hvort ég gæti farið út fyrir mörkin,“ sagði Christian Bale enn fremur. „Ég sá bara bein“ Eins og sést var þyngdartapið í augum þessara leikara „áhuga- verð“ og „spennandi“ tilraun. Það er hins vegar ekki raunin þegar leikkonur ganga í gegnum svip- að ferli. Black Swan-leikkonurnar Natalie Portman og Mila Kun- is æfðu stíft og fóru eftir ströngu mataræði þegar þær undirbjuggu sig fyrir að túlka ballettdansara. Þær hafa báðar sagt að þetta ferli hafi tekið sinn toll, sér í lagi and- lega. „Ég sá af hverju þessi iðnaður er svona brenglaður því ég horfði á mig í spegli og hugsaði: Guð minn góður. Ég er ekki með nein- ar línur, engin brjóst, engan rass,“ sagði Mila við Daily Mail. „Ég sá bara bein. Og ég hugsaði: Þetta er ógeðslegt.“ Hún sagði síðar í viðtali við Howard Stern að hún hefði létt- ust verið 43 kíló. Hún náði því með því að borða tólf hundruð hitaeiningar á dag og reykja síga- rettur. „Ég mæli ekki með því. Þetta var hræðilegt.“ Natalie Portman hlaut Óskar- inn fyrir hlutverk sitt í myndinni. Hún léttist um tæplega tíu kíló og sagði við EW að sumar nætur hafi hún haldið að hún væri að fara að deyja. Í viðtali við Daily Mail sagðist hún hafa borðað lítið sem ekkert og æft sextán klukku- stundir á dag. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég skildi hvernig maður gat týnst í hlutverki og það eyðilagt þig.“ Logandi hrædd Sumar leikkonur upplifa að slík umbreyting fyrir hlutverk geti ýtt undir átröskun eða komið á óheilbrigðu sambandi við mat. Lily Collins glímdi við átröskun á yngri árum og tók að sér hlut- verk stúlku með lystarstol árið 2017 í kvikmyndinni To the Bone. Hún sagði í viðtali við Shape að hún hefði verið dauðhrædd við áhrifin sem myndin hefði á henn- ar eigin bata. „Ég var logandi hrædd um að hlutverk mitt í myndinni myndi þýða afturför fyrir mig persónu- lega en ég varð að minna mig á að ég var ráðin til að segja sögu, ekki að vera í ákveðinni þyngd. Að lok- um var það gjöf að geta stigið til hliðar í sporin sem ég var í, en nú sem þroskaðri einstaklingur.“ Ógnvekjandi Zoë Kravitz, sem er hvað þekktust í dag fyrir leik sinn í Big Little Lies, hefur einnig opnað sig um átrösk- un og það sem heillaði hana við að taka að sér hlutverk konu með lystarstol í kvikmyndinni The Road Within árið 2014. „Ég glímdi við átröskun í mið- skóla og fram á þrítugsaldurinn. Sá partur laðaðist að hlutverkinu. Ég held að það sé mikilvægt að tala um líkamsímynd og barátt- una við mat, sem margar konur heyja – sérstaklega í skemmtana- iðnaði. Ég tengdi við persónuna á margan hátt,“ sagði hún í við- tali við Nylon. Í viðtali við Com- plex sagði Zoë að hún hefði glímt við bæði lystarstol og lotugræðgi á yngri árum og kallaði þetta „hræðilega sjúkdóma“. Hún segir að farið hafi um foreldra henn- ar þegar hún grenntist fyrir hlut- verkið í The Road Within en hún varð léttust aðeins fjörutíu kíló. „Maður sá beinin í brjóstkass- anum mínum. Ég var að reyna að grennast meira fyrir kvikmyndina en sá ekki að ég var búin að því og þurfti að hætta. Þetta var ógnvekj- andi.“ n Leikarar hylltir - Leikkonur í rúst n Karlkyns leikarar fá mikið lof í Hollywood ef þeir umbreyta líkamanum með ýktum aðferðum n Sama gildir ekki um leikkonur Ekki afrek Þessi umbreyting fyrir kvikmyndir virðist því hafa talsvert meiri og alvarlegri áhrif á konur en karla. Konur nota fremur orð eins og „ógnvekjandi“ og „hræðilegt“ þegar ferlinu er lýst. Einnig er um- breytingu þeirra ekki jafn stíft fagnað og karlleikaranna og því virð- ist það ekkert sérstakt afrek fyrir konur að breyta líkama sínum á svo dramatískan hátt. Burt séð frá því þá má ekki gleyma að átröskun er alvarlegur sjúkdómur sem hægt er að halda í skefjum og lækna. Ef grunur er um átröskun getur verið gagnlegt að byrja á að leita á heilsugæsluna. Þar getur heimilislæknir metið vandann og sent til- vísun í átröskunarteymið með samþykki sjúklings. Einnig er tekið við tilvísunum frá fagfólki innan og utan LSH, skólum og öðrum fag- aðilum. Fólk getur einnig haft sjálft samband við átröskunarteymið með því að senda tölvupóst á atroskun@landspitali.is. Í kjölfarið hefur starfsmaður átröskunarteymis samband símleiðis og metur þörf fyrir beiðni um meðferð. „Ég sá af hverju þessi iðnaður er svona brenglaður því ég horfði á mig í spegli og hugsaði: Guð minn góður. Ég er ekki með neinar línur, engin brjóst, engan rass. Rúm fimmtíu kíló Jared Leto var bara skinn og bein. Treysti á tyggjó Jake Gyllenhaal í Nightcrawler. Andlega erfitt Mila Kunis í hlutverki ballett- dansara í Black Swan. Eyðilögð Það tók á Natalie Portman að leika í Black Swan. Á vigtinni Lily Collins í kvikmyndinni To the Bone. Gamlir djöflar Zoë Kravitz glímdi við átröskun frá unga aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.