Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Blaðsíða 16
16 18. október 2019FRÉTTIR
N
ý rannsókn, sem birt er í
Læknablaðinu, hverfðist
um það að kanna þróun
ávísana á þunglyndis
lyf, róandi lyf og svefnlyf í
Heilsugæslu höfuðborgarsvæð
isins á tímabilinu hjá einstak
lingum 18 til 35 ára, 2006 til
2016, fyrir og eftir bankahrun.
Rannsóknin sýnir auknar
ávísanir á svefnlyf og róandi lyf
í aðdraganda efnahagshrunsins,
þá sérstaklega meðal karl
manna. Athygli vekur að á sama
tíma sést ekki sams konar aukn
ing á ávísuðu magni þunglyndis
lyfja. Eru þær ályktanir dregnar í
rannsókninni að þetta bendi til
að skammvirkum, fljótvirkum
lyfjum hafi verið ávísað í tengsl
um við erfiðar persónulegar
ástæður í kringum hrunið.
„Þetta verður að teljast nokk
uð rökrétt miðað við virkni lyfj
anna og gætu þau því verið
lausn á vandamáli sjúklings
sem leysa þarf hratt og var ef til
vill talið tímabundið,“ stendur
í rannsókninni. Aftur á móti er
áberandi aukning í skömmtun
þunglyndislyfja, róandi lyfja
og svefnlyfja á seinni hluta
rannsóknartímabilsins, frá ár
inu 2013. „Hvað veldur þessari
aukningu er óljóst, til dæmis
hvort hana megi rekja til ytri að
stæðna í íslensku samfélagi,“ er
tekið fram.
Aukning milli ára
Rannsóknin náði til allra ávís
ana á þunglyndislyf, róandi lyf
og svefnlyf hjá 18 til 35 ára skjól
stæðingum Heilsugæslu höfuð
borgarsvæðisins á tímabilinu
2006 til 2016. Um 55 þúsund
einstaklingar í þessum aldurs
hópum voru búsettir á höfuð
borgarsvæðinu á þessu tímabili.
Í rannsókninni voru gögn fengin
úr Sögu, rafrænu sjúkraskrár
kerfi heilsugæslunnar, fyrir tæp
lega 23 þúsund einstaklinga.
Ásvísuðum dagskömmtum
róandi lyfja fjölgaði að meðal
tali um þrjú prósent á milli ára
á rannsóknartímabilinu, svefn
lyfja um 1,6 prósent og þung
lyndislyfja um 10,5 prósent.
Á árunum 2008 til 2009 fjölg
aði ávísuðum dagskömmtum
róandi lyfja um tæp 23 prósent,
þar af tæp 13 prósent hjá konum
og tæp fjörutíu prósent hjá körl
um. Af þeim körlum sem fengu
ávísað róandi lyfjum árið 2009
höfðu 35 prósent ekki fengið
ávísað lyfjunum áður. Á tímabil
inu 2006 til 2008 var að meðal
tali tæp 13,6 prósenta aukning
á milli ára í útskrifuðum dag
skömmtum svefnlyfja, þar af
rúmlega 24 prósenta aukning
hjá körlum og tæplega átta pró
senta aukning hjá konum.
Konur í meirihluta
Á rannsóknartímabilinu, frá
2006 til 2016, fengu tæplega 23
þúsund manns á aldrinum 18
til 35 ára ávísað einu eða fleiri
lyfjum úr flokki þunglyndislyfja,
róandi lyfja og svefnlyfja.
„Árið 2006 fengu 4.005
manns eina eða fleiri ávísanir
á ofangreind lyf og árið 2016
hafði þeim fjölgað um tæp 66%
og voru þá orðnir 6.645. Hluti
þessa fólks fékk ávísað lyfi úr
fleiri en einum lyfjaflokki. Eldri
einstaklingar fengu fleiri ávísan
ir en þeir yngri en mesta aukn
ingin varð á ávísunum til 18 ára
einstaklinga, úr 48 í 155, eða um
tæp 223%,“ stendur í rannsókn
inni. „Þegar ávísanir fyrir þessa
þrjá lyfjaflokka eru skoðaðar
kemur í ljós að mesta fjölgunin
varð á þeim sem fengu ávísað
þunglyndislyfjum, eða um tæp
lega 87% frá 2006–2016. Þá
fengu tæplega 75% fleiri einstak
lingar ávísað róandi lyfjum árið
2016 borið saman við árið 2006,“
stendur þar enn fremur.
Hlutfall karla og kvenna sem
fengu ávísað þunglyndislyfjum
og róandi lyfjum hélst stöðugt
á rannsóknartímabilinu. Konur
voru í meirihluta öll árin, tvær
konur á móti einum karli.
„Á tímabilinu varð breyting á
kynjahlutfalli þeirra sem fengu
ávísað svefnlyfjum í þá átt að
það varð jafnara en þó voru kon
ur alltaf fleiri,“ stendur í rann
sókninni.
Vafasamt met
Mikið hefur verið fjallað um lyfja
notkun Íslendinga síðustu ár og
samkvæmt skýrslu NOMESCO,
norrænu heilbrigðistölfræði
nefndarinnar, fyrir árið 2017 eig
um við ansi mörg vafasöm met
þegar að því kemur í samanburði
við hin Norðurlöndin. Í skýrsl
unni kemur fram að Íslendingar
notuðu nærri þrjátíu prósentum
meira af tauga og geðlyfjum en
Svíar árið 2016, og mest af öll
um Norðurlandaþjóðunum. Enn
fremur kom fram að róandi og
kvíðastillandi lyf eru mest notuð
á Íslandi af Norðurlöndunum, en
sala hér á landi er tíu prósentum
meiri hér í samanburði við næstu
þjóð. Varðandi svefnlyf þá not
um við einnig mest af þeim og
er notkunin 22 prósentum hærri
en hjá næstu Norðurlandaþjóð.
Notkun þunglyndislyfja er hæst á
Íslandi miðað við OECDlönd og
samanborið við Norðurlöndin er
notkunin 25 prósentum hærri en
hjá næstu þjóð. n
Um rannsóknina
Rannsóknin er lýsandi þversniðsrannsókn sem náði til ellefu ára
tímabils frá 1. janúar 2006 til 31. desember 2016. Tölur um íbúafjölda
einstaklinga 18 til 35 ára á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík, Kópa
vogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ, Hafnarfirði, Sveitarfélaginu Álftanesi
og Mosfellsbæ, voru fengnar á heimasíðu Hagstofu Íslands. Tölfræði
leg marktæknimörk voru sett við pgildi <0,05. Vísindasiðanefnd
samþykkti framkvæmd rannsóknarinnar og Persónuvernd gerði ekki
athugasemdir við leyfisveitingu nefndarinnar. Einnig fékkst leyfi frá
vísindanefnd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Háskóla Íslands.
„Helsti styrkleiki þessarar rannsóknar er stórt rannsóknarþýði
en það voru tæplega 23.000 einstaklingar á aldrinum 18–35 ára sem
fengu ávísað einu eða fleiri lyfjum úr ofangreindum flokkum á tímabil
inu 2006–2016. Fjöldi íbúa höfuðborgarsvæðisins á sama aldri á þessu
tímabili var rúmlega 55.000. Gögnin sem notuð voru til úrvinnslu voru
fengin úr Sögukerfi HH og tengd lyfjaávísunum lækna. Sambærilegar
íslenskar rannsóknir hafa nýtt gögn úr lyfjagagnagrunni Embættis
landlæknis, sem á þeim árum sem hér voru skoðuð hafði verið gagn
rýndur fyrir óáreiðanleika,“ stendur í rannsókninni. „Í rannsókninni
voru aðeins skoðaðir þeir sem sóttu þjónustu HH og því endurspeglar
hún þá þróun sem hefur orðið í heilsugæslu á höfuðborgarsvæðinu á
tímabilinu. Hins vegar nær rannsóknarþýðið til um 2/3 allra einstak
linga á Íslandi á þessum aldri á rannsóknartímanum.“
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
Fljótvirkum lyfjum
ávísað fyrir hrun
n Ný rannsókn kannaði þróun ávísana á þunglyndislyf, róandi lyf og svefnlyf meðal
ungs fólks fyrir og eftir bankahrun n Áberandi aukning í þunglyndislyfjum frá 2013
„Þetta verður að teljast nokk-
uð rökrétt miðað við virkni
lyfjanna og gætu þau því verið lausn
á vandamáli sjúklings sem leysa þarf
hratt og var ef til vill talið tímabundið
Svefnvandamál Á tímabilinu 2006
til 2008 var að meðaltali tæplega 13,6
prósenta aukning á milli ára í útskrifuð-
um dagskömmtum svefnlyfja.
Mikil aukning Rannsóknin sýnir
auknar ávísanir á svefnlyf og róandi
lyf í aðdraganda efnahagshrunsins,
þá sérstaklega meðal karlmanna.