Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Blaðsíða 22
22 18. október 2019FRÉTTIR Í kjölfar umfjöllunar DV um elti- hrellinn á Akranesi nú í sept- ember stígur önnur kona fram með sambærilega sögu. Hún vill njóta nafnleyndar vegna ótta við umræddan mann en hún vill með frásögn sinni styðja við þær staðhæfingar sem koma fram í viðtalinu við Ölmu Dögg Torfa- dóttur sem lýsti með hrollvekj- andi hætti stöðugri áreitni af hálfu mannsins sem hefur elt hana uppi í átta ár. Báðar greina konurnar frá mikilli hræðslu í kjölfar óhugnanlegrar hegðunar mannsins og miklu úrræðaleysi þegar kemur að lögum í málum sem þessum. Titraði, skalf og stamaði Saga umræddrar konu hófst fyrir tveimur árum. „Þetta var í maí 2017 og við maðurinn minn vor- um í örvæntingarfullri leit að húsnæði. Ég var þarna ófrísk að seinna barni okkar og við bjugg- um á vægast sagt óbarnvænum stað í samvist við sprautufíkla sem við fundum reglulega um- merki um í garðinum. Við vildum því eðli málsins samkvæmt kom- ast burtu þaðan sem allra fyrst. Sonur okkar var kornungur og dóttir okkar rétt ókomin í heim- inn svo neyðin var mikil. Kona nokkur setti sig í samband við mig eftir að hafa séð ákall frá okk- ur um húsnæði og sagðist vita um fjögurra herbergja íbúð sem hún vissi að væri laus til útleigu. Hún bauðst til að sýna okkur íbúðina sama kvöld, sem við þáðum með þökkum. Hún tók á móti okkur ásamt eiginmanni sínum og tjáði okkur að sonur þeirra ætti íbúð- ina. Við vildum strax taka íbúðina og hjónin lofuðu að útbúa leigu- samning, síðar myndum við svo hitta son þeirra, skrifa undir og fá lyklana afhenta,“ segir konan. Þótt hún hefði heyrt af eltihrelli á Akranesi bjóst hún ekki við að lenda í honum. „Það voru háværar sögusagnir um eltihrelli á Akranesi á þess- um tíma en okkur grunaði aldrei að það yrði leigusalinn okkar. Íbúðina fengum við leigða, en sjálfur bjó maðurinn í geymsl- unni og nýtti bílskúrinn undir dótið sitt. Við samþykktum þetta fyrirkomulega enda bráðvant- aði okkur íbúð. En svo það komi líka fram þá var faðir mannsins með umboð fyrir undirskrift son- ar síns og var hann því líka skráð- ur fyrir leigusamningnum ef ske kynni að eigandi íbúðarinnar yrði ekki í stakk búinn til þess að taka ákvörðun um eitthvað sjálfur.“ Áður en langt um leið hafði leigusalinn samband við hana. „Svo gerðist það að maðurinn setti sig í fyrsta skipti í samband við mig. Hann kvaðst vera með aukalykil að íbúðinni sem hann vildi láta mig fá. Ég var stödd í vinnunni og bað hann að koma með hann þangað sem hann og gerði. Þetta var bara byrjunin á öllu því sem átti eftir að gerast. Hann fór að hringja í mig á vinnu- tíma, mæta til mín í vinnuna og fá sér að borða. Að endingu var hann farinn að banka upp á heima, í raun bara til þess að athuga hvort við værum heima en hann var alltaf með einhverja af- sökun um að hann þyrfti að kíkja á eitthvað, koma með eitthvað eða ræða einhver mál við okkur. Hann átti það sömuleiðis til að banka upp á hjá okkur að kvöldi til og vilja „kíkja á okkur“, við buð- um honum þá yfirleitt bara inn þar sem hann grandskoðaði alla íbúðina eins og hann væri að leita að öryggiskerfi eða öðru slíku. Í hvert skipti sem hann talaði við mig þá titraði hann allur, skalf og stamaði. Hann var farinn að segja fólki að við værum rosalega góðir trúnaðarvinir og spjölluðum oft lengi saman í síma.“ Augljóslega búið að liggja í rúminu Þegar þarna var komið sögu hafði parið gert sér grein fyrir því hver þessi maður var og hvað hann hefði gert. Það var þó ekki hlaup- ið að því fyrir ungt fólk með tvö lítil börn að finna sér aðra íbúð þar sem framboð á Akranesi á leiguíbúðum er mjög takmarkað. Seint á síðasta ári tók atburða- rásin þó óvænta stefnu. „Ég tók eftir því að nærfötin mín hurfu hægt og rólega úr nær- fataskúffunni. Mér fannst þetta mjög furðulegt enda höfðum við farið í verslunarferð um sumarið þar sem ég keypti óhemju mikið af nærfötum. Ég nefndi þetta við manninn minn en hugsaði svo ekkert meira út í þetta. Við fór- um svo að taka eftir því að matur úr ísskápnum okkar var farinn að ALRÆMDUR ELTIHRELLIR Á AKRANESI n Fleiri konur stíga fram n Braust inn og stal nærfötum n Léttvæg viðbrögð lögreglu n Hafa báðar flúið land Íris Hauksdóttir iris@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.