Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Blaðsíða 62
62 FÓKUS 18. október 2019 YFIRHEYRSLAN Kristján Eldjárn Hvar líður þér best? Í Svarfaðardal. Ég fór þangað í sumar í fyrsta skipti í þrjú ár eftir að hafa búið úti og ég upplifði alveg líkamlegan létti við það að koma þangað eftir svona langa fjarveru. Þar á eftir líður mér best uppi á einhverjum fjallstindi. Svo líður mér reyndar alveg rosalega vel heima í stofu líka. Hvað óttastu mest? Hamfarahlýnun og allar þær hörmungar sem henni fylgja. Ég reyni að gera eins og ég get til að leggja mitt af mörkum, en þegar upp er staðið er maður bara einn maður í rosalega skammsýnum heimi. Hvert er þitt mesta afrek? Í sumar bjargaði ég mjög þreyttri býflugu sem flaug inn í íbúðina mína með því að gefa henni sykurvatn og leyfa henni að hvíla sig þangað til hún var orðin hress. Furðulegasta starf sem þú hefur tekið að þér? Úff, þau eru svo mörg skrýtin. Ég vann til dæmis við fornleifaupp- gröft þegar ég var 15 ára og gróf meðal annars á Lögbergi, okkar helgustu véum. Þegar ég var unglingur vann ég svo í nokkur sumur sem safnvörður á Árbæjarsafni, í einhverjum íslenskum kotbónda- klæðnaði frá nítjándu öld. Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Ævintýri mannsins sem gat ekki valið hvað hann ætlaði að verða þegar hann yrði stór. Hvernig væri bjórinn Kristján? Það væri örugglega einhver uppskrift sem væri vísindalega þróuð til að vera besti bjór í heimi, en svo á seinustu stundu hefði einhver ákveðið að bæta einhverjum geðveikt skrýtnum innihaldsefnum og mosagrænum matarlit út í. En á einhvern hátt myndi þetta virka og vera ótrúlega góður bjór. Besta ráð sem þú hefur fengið? Berðu á þig sólarvörn þrátt fyrir að það sé skýjað. Hvert er leiðinlegasta húsverkið? Mér finnst húsverk eiginlega bara frekar næs. Ég set bara á einhverja góða tónlist og tæmi hugann af öllum þeim hugmyndum og skyldum sem eru venjulega að velkjast þar. Mér finnst líka svo gott að hafa hreint í kringum mig, þannig að ég upplifi ákveðna eftirvæntingu meðan ég er að sinna húsverkunum. Besta bíómynd allra tíma? Sódóma Reykjavík. Hvaða hæfileika myndir þú vilja búa yfir? Ég væri til í að vera betri í að búa til „poached“ egg – sem heita hleypt egg á íslensku. Hver er mesta áhætta sem þú hefur tekið? Líkamlega held ég að það sé að stökkva fram af kletti ofan í hyl við Hermit Falls í fjöllunum norðan við Los Angeles. Eftir á frétti ég að árlega deyja nokkrar manneskjur á þessum stað. Fjárhagslega og andlega er það líklega að flytja 6.000 kílómetra frá fjölskyldu og vinum til þess að hefja doktorsnám við mjög krefjandi háskóla. Hvaða frasi eða orð fer mest í taugarnar á þér? Ég á mjög erfitt með það þegar fólk segir „víst að“ í staðinn fyrir „fyrst að“ og þegar fólk segir „ristavél“ í staðinn fyrir „brauðrist“. Hvað geturðu sjaldnast staðist eða ert góður í að réttlæta að veita þér? Skissubækur og ritföng. Þetta er farið að nálgast öfgar. Það er eitt- hvað við góða blýanta og penna sem ég á mjög erfitt með að stand- ast og mér tekst einhvern veginn alltaf að réttlæta fyrir mér að eitthvert tiltekið verkefni sem ég er að vinna að krefjist sinnar eigin skissubókar. Kosturinn við þetta er hins vegar sá að það er ótrúlega góð tilfinning að sjá röð af útfylltum og snjáðum skissubókum uppi á hillu hjá sér, sem minjagripi um það sem maður hefur áorkað. Hvað er á döfinni hjá þér? Ég er að fara að gefa út hljómplötu núna 25. október með hljóm- sveitinni minni, Sykri. Við erum búin að vinna að henni heillengi og höfum lagt mikið í hana, þannig að ég er mjög spenntur fyrir því. Í framhaldi af því taka við ný tónlistar- og myndlistar- og forritunar- verkefni sem ekki er alveg tímabært að svipta hulunni af. Samhliða því er ég svo að vinna að rannsóknum og að því að klára doktorsnámið mitt. Kristján Eldjárn er tónlistarmaður, myndlistarmaður og doktorsnemi í stærðfræði og tölvunarfræði við California Institute of Technology. Fyrir utan tónlist, vísindi og listir hefur hann mikinn áhuga á fjallgöngum, lík- amsrækt, matseld og pottaplöntum. Kristján er í yfirheyrslu helgarinnar. M Y N D : E Y Þ Ó R Á R N A S O N Íris Hauksdóttir iris@dv.is Einn maður í rosalega skammsýnum heimi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.