Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Blaðsíða 58
58 18. október 2019STJÖRNUSPÁ E in heitasta piparjónka landsins, áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir, er gengin út ef marka má nýjustu fregnir. Sá heppni heitir Benedikt Bjarnason og er sonur fjármálaráðherra. Ástarblossinn er tiltölulega nýkviknaður og því lék DV forvitni á að vita hvern- ig þau Sunneva og Benedikt eiga saman ef lesið er í stjörnumerkin. Sunneva er ljón en Benedikt er vatnsberi. Þau eru bæði mjög kappsmikil og því einkennir mik- il orka og metnaður þetta sam- band. Þau eiga það til að fara í að- eins of mikla samkeppni við hvort annað sem gæti orðið til þess að sambandið bíður hnekki en hins vegar er aldrei leiðinlegt í kring- um par ljóns og vatnsbera. Þau eru bæði nýjungagjörn og adrenalínafíklar sem skora á hvort annað í alls kyns ævin- týri. Það gefur sambandinu mik- ið skemmtanagildi, þótt stundum gleymist að horfa aðeins á dýpt- ina. Bæði ljón og vatnsberi hafa mikla þörf fyrir að láta dá sig og dýrka og getur það stundum farið út í öfgar. Ljónið getur hins vegar virkað vel fyrir vatnsberann því þótt hann fái fullt af hugmyndum er hann ragur við að framkvæma þær. Ljónið hefur hins vegar mik- ið framkvæmdavit og þor. Bæði merkin þrá að vera sjálfstæð og það er mikilvægt að þau virði það sem skilur þau að. Ljónið get- ur verið of dramatískt fyrir vatnsberann en vatnsberinn getur líka virkað of óstöðugur fyrir ljónið. Ef þau tala saman um hvað þau virkilega vilja, gera skýra verkaskiptingu á heimil- inu og virða hvort annað þá getur þetta samband orðið einstaklega ástríðufullt, öruggt og gott. n Lesið í tarot Jóns Gnarr stjörnurnar Spáð í Afmælisbörn vikunnarn 20. október Sigríður Vala Vignisdóttir lífskúnstner, 48 ára n 21. október Ingibjörg Haraldsdóttir þýðandi, 77 ára n 22. október Jón Óskar listamaður, 65 ára n 23. október Þóra Karítas Árnadóttir leikkona, 40 ára n 24. október Magnús Jónsson leikari, 54 ára n 25. október Björn Þorfinnsson blaðamaður, 40 ára n 26. október Gísli H. Guðjónsson réttarsálfræðingur, 72 ára Stjörnuspá vikunnar Naut - 20. apríl–20. maí Fiskur - 19. febrúar–20. mars Vatnsberi - 20. janúar–18. febrúar Steingeit - 22. desember–19. janúar Bogmaður - 22. nóvember–21. desember Sporðdreki - 23. október–21. nóvember Vog - 23. sept.–22. október Meyja - 23. ágúst–22 .sept. Ljón - 23. júlí–22. ágúst Krabbi - 22. júní–22. júlí Tvíburi - 21. maí–21. júní Gildir 20. – 26. október Hrútar eru bara með tvo gíra – fimmta og sjötta. Þeir fara annaðhvort hratt eða ofurhratt í gegnum lífið og allt sem því fylgir. Í þessari viku þarftu hins vegar að setja þig í lægri gíra til að leysa ákveðið verkefni sem krefst þolinmæði. Það er ekki þín sterkasta hlið en stundum er gott að koma sjálfum sér skemmtilega á óvart. Þú er ansi hreinskilin/n og það getur oft verið mikill kostur. Nú lendur þú í félagsskap fólks sem þú þekkir ekki nógu vel til að koma hundrað prósent hreint fram. Einhverjir í þessum félagsskap eru hörundsárari en gerist og gengur og því þarft þú að gæta orða þinna. Vissulega finnst þér það erfitt en stundum þarf að kyngja stoltinu til að komast lengra. Þú ert búin/n að vera í góðu jafnvægi undanfarið en allt í einu er líkt og stormur skelli á sálina og þú sveiflast á milli gleði og depurðar. Þú skalt hafa hugfast að oft geta veggir verið með eyru. Ef þú deilir heimili með öðrum, tala nú ekki um lítil börn sem heyra allt, skaltu gæta orða þinna og hvernig þú talar um náungann. Þú ert svo dásamlegur að eðlisfari, elsku krabbi, og ert boðinn og búinn að veita hjálparhönd. Það eru sérstaklega margir í þessari viku sem þurfa öxl að gráta á og auðvitað ert þú fyrsta manneskjan á staðinn. Þú þarft samt að passa þig. Góðmennska þín og samkennd er ekki botnlaus. Stundum þarft þú líka að vera góð/ur við þig sjálfa/n. Þú hefur verið að vinna að verkefni með ákveðnum aðila, hvort sem það er í vinnu eða einkalífi, og kemst á snoðir um að þessi aðili sé ekki allur þar sem hann er séður. Það er sárt, enda skiptir þessi manneskja þig miklu máli. Þú skalt halda spilunum aðeins að þér og sjá hvernig rúbertan spilast áður en þú grípur til aðgerða. Það kemur ekki á óvart að meyjur eru fullkomnunarsinnar en þú ert einstaklega óhaggandi í þessari viku. Þú vilt bara að hlutirnir séu gerðir rétt (lesist: á þinn hátt). Þú skalt varast að skjóta ekki hug- myndir niður og hafðu frekar samskipti við vinnufélaga og fjölskyldu með opnum huga. Stundum hefur þú nefnilega ekki rétt fyrir þér. Þig langar að breyta til á heimilinu en þú skalt varast að fara í stórtækar breytingar sem kollvarpa öllu og gera heimilið að vígvelli. Þú skalt fremur ein- beita þér að einu herbergi eða afmörkuðu svæði til að dytta að í rólegheitum. Þú þarft nefnilega að gera þér grein fyrir þínum takmörkunum, bæði hvað varðar tíma og fjármagn. Það nægir ekki að plástra vandamálin svo þau hverfi. Þetta veist þú mætavel. Hins vegar freistast þú oft til að loka vandamálin inni í staðinn fyrir að tala um þau. Í vikunni skaltu temja þér að tala um það sem þér liggur á hjarta. Það er aldrei gott að byrgja hluti inni því þá stækka þeir á methraða, svo mikið að plássið dvínar afar skjótt. Þú skalt velja þinn félagsskap afar vandlega, kæri bogmaður. Þú skalt einnig varast baktal og ekki tala um persónuleg mál í opnu rými. Haltu þínu fyrir þig og þína nánustu og varastu að verða of náin/n manneskju sem þú þekkir lítið. Ef þig vantar stuðning þá skaltu ávallt leita til þeirra sem hafa þekkt þig lengi og þú treystir fyrir lífi þínu. Þú ert full/ur metnaðar og hefur auga- stað á vissri stöðu sem gæti komið sér vel fyrir þig í framtíðinni. En þú þarft að berj- ast um þessa stöðu og ef það er eitthvað sem þú kannt þá er það að berjast og það á heiðarlegan hátt. Heiðarleikinn á eftir að koma þér á þann stað sem þú vilt vera á og er sá eiginleiki sem þú mátt aldrei, aldrei gleyma. Ef það að þóknast öðru fólki takmarkar þinn þroska þá skalt þú hætta að reyna að þóknast því sí og æ. Þetta er ekkert flókið. Vatnsberinn vill hafa alla góða en stundum þarf maður að slíta sig úr því mynstri til að ná einhverjum framförum. Þú skalt líka fara vel yfir náin sambönd þín við fólk því sum þeirra gætu verið afar óheilbrigð. Einhleypir fiskar eiga von á því að hitta töfrandi manneskju sem gjörsamlega heillar þá upp úr skónum. Þú skalt njóta daðursins og spennunnar en einnig hafa hugfast að þetta er ekki samband til framtíðar og þú veist það. Það þýðir ekki að það sé ekki hægt að skemmta sér – sérstaklega á köldum og löngum vetrarkvöldum. Hrútur - 21. mars–19. apríl Áhrifavaldur og ráðherrasonur – Svona eiga þau saman Sunneva Einars Fædd 7. ágúst 1996 Ljón n hugmyndarík n ástríðufull n örlát n fyndin n hrokafull n þrjósk Benedikt Fæddur: 11. febrúar 1998 Vatnsberi n sjálfstæður n mannvinur n samkvæmur sjálfum sér n framsækinn n tilfinningalega lokaður n fjarlægur Gæti sest á valdastól fyrr en hann grunar J ón Gnarr, spéfugl og fyrr- verandi borgarstjóri, hefur marga fjöruna sopið og margir bíða spenntir eftir því sem hann tekur sér næst fyrir hendur. DV ákvað því að leggja fyrir hann tarotspil til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér, en áhugasamir lesendur DV geta dregið sín eigin tarotspil á vef DV. Góður við sjálfið Fyrsta spilið sem kemur upp hjá Jóni er Sólin. Í hans lífi rík- ir mikil gleði, mýkt og jafnvægi og einkenn- ist af sköpun, gleði, allsnægtum og fullnægju. Jón gerðist nýlega vegan og hefur það breytt lífsstíl hans og líðan til muna. Hann nýtur einmitt þeirrar blessunar að hann hugsar ávallt vel um innra jafnvægi og er með- vitaður um að fylla líf sitt af kær- leik. Hann er góður við sjálfið og það sést. Jón á sér stóra drauma og vinnur jákvætt og markvisst að þessum draumum einmitt á þessum tíma. Hann hefur mik- inn metnað og er hvergi banginn. Óskir hans eru sannarlega raun- hæfar og verða þær að veruleika fyrr en hann grunar. Hann mun öðlast það vald sem hann sækist eftir og mun þetta nýja verkefni gefa honum mikla hamingju. Sár fortíð Þetta verkefni gæti vel tengst póli- tík þar sem næsta spil hjá Jóni er 9 stafir. Það spil er um margt mjög táknrænt. Bæði táknar það léttleikann sem einkennir Jón á efri árum, enda veit hann að of mik- il alvara þjónar engum tilgangi, og einnig fortíðina, sem hefur oft- ar en ekki verið stormasöm. Þessi sára reynsla fortíðarinnar drífur Jón áfram í að öðlast velgengni í starfi. Hann hefur upplifað þján- ingu og vandamál í æsku en þau efla kjark hans. Jón býr yfir styrk á við heilan her. Hann kann líka að læra af reynslunni og ætlar að nýta öll mistök fortíðarinnar til góðs í þessu nýja verkefni. Heppinn Loks er það Hamingjuhjólið. Það er líkt og heillastjarna skíni yfir Jóni. Hann er mjög heill mað- ur og því gefur hann af sér gleði og kærleik og fær það tífalt til baka. Hann þarf að einhverju leyti að gefa sig á vald örlaganna því framtíðin mun koma honum skemmtilega á óvart og færa hon- um betri tíma. Hann er heppinn og hamingjuhjólið snýst honum í hag. Almenn vellíðan er framtíðin og enginn tími fyrir erfiðleika og ónot. Jón veit að göfgi verður að fylgja göfugum tilgangi og skref- in sem hann stígur um þessar mundir vísa honum á næstu skref inn í hamingjuna. n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.