Fréttablaðið - 09.05.2015, Síða 2

Fréttablaðið - 09.05.2015, Síða 2
9. maí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 FIMM Í FRÉTTUM: KVÓTASETNING OG KÖKUÁT Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylking- arinnar, telur frumvarp sjávarútvegsráðherra um kvótasetningu makrílveiða veita útgerðum aðgang að auðlindinni á silfurfati. Charlotta Oddsdóttir, talsmaður Dýralækna- félags Íslands, sagði dýra- lækna ekki vera í verkfalli til að vera andstyggilega við bændur heldur sýna hvað þeir geri í þágu ríkisins. Gunnar Bjarni Ragnars- son, yfirlæknir lyflækn- inga krabbameina á Landspítala, benti á að staðan vegna verkfalls á spítalanum væri hrikaleg. Raunveruleg hætta væri á skaða og jafn- vel dauðsföllum. Patrycja Wittstock Einarsdóttir, sem flutti til Íslands frá Póllandi þegar hún var fimm ára, skipti um eftirnafn til að eiga auðveldara með að komast í atvinnuviðtöl. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson for- sætisráðherra fór úr þingsal til að fá sér köku á meðan verið var að ræða fyrirspurn Svandísar Svavars- dóttur, þing- manns Vinstri grænna, til hans. UMHVERFISMÁL Starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur hleyptu í gær úr miðlunarlóninu við Árbæjarstíflu eins og venja er á þessum tíma árs. Viðsjárvert getur verið fyrir fólk að ganga út í lónið þar sem botninn er víða gegnsósa og gljúpur. Veiðimenn hafa frá því í byrjun maí kastað flugu fyrir urriða í efri hluta Elliðaánna. Fáir fiskar hafa komið á land og er kuldatíðinni fyrst og fremst kennt um. Tæming lónsins vekur þeim hins vegar þá von að nú leiti urriðarnir úr lónsstæðinu og upp í veiðisvæðið ofar í ánni. - gar Árleg tæming Orkuveitunnar á Árbæjarstíflu í gær: Vona að urriðinn fari að sýna sig ÁRBÆJARLÓNIÐ Ekki er ráðlegt að fara út í nýtæmt lónsstæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 5° 5° -0° -1° -0° 4 4 2 7 6 VEÐUR Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt í dag. Skýjað með köflum og stöku él, en bjartviðri vestanlands. Hiti yfirleitt 0 til 8 stig, mildast á Suðvesturlandi. SJÁ SÍÐU 54 Á mánudag var kokkur á Strikinu á Akureyri gripinn glóðvolgur í beinni útsendingu við að smakka á sósu með sömu skeið og hann notaði til að skenkja á diska við- skiptavina staðarins. Maturinn var þó aldrei borinn fram. Eigandi staðar- ins lagði til að skeiðin, sem vakti mikið umtal, yrði boðin upp og upphæðin gefin til góðgerðarmála. - kbg Vill selja skeiðina NÁTTÚRA Í Hólavallagarði halda til sniglar sem þekkjast hvergi annars staðar á Íslandi. Sniglarnir, svokall- aðir loðbobbar (trochulus hispidus), eru á afmörkuðu svæði í kirkjugarð- inum, suðausturhluta hans nálægt Hringbraut, og hætta sér ekki út fyrir þann reit. Árni Einarsson líffræðingur segir þá lengi hafa haldið til á einu leiði í garðinum. „Þeir hafa hald- ið til í garðinum áratugum saman, leiðið umrædda var skreytt hörpu- diskum og bobbarnir fundust undir þeim. Þeir eru enn í þeim hluta garðsins þar sem leiðið er.“ Gróður og dýralíf í garðinum er fjölbreyttara en víðast hvar annars staðar í miðborginni. Heimir Janusarson, umsjónar- maður garðsins, segir hann ein- stakan að mörgu leyti en gróður og dýralíf veki furðu margra gesta garðsins. „Enginn vissi hvort tré myndu þrífast á Íslandi eða hvað þau yrðu stór þegar þau voru gróð- ursett í garðinum. Gróðurfar í garð- inum er mjög fjölbreytt og talið er að í honum séu hundruð tegunda af jurtum og trjám. Þar vaxa meðal annars falleg hlyntré sem breskir gestir í garðinum falla í stafi yfir, greni, björk og reynir og sveppir sem finnast hvergi annars staðar á Íslandi og mosi sem er á válista Evrópuráðs.“ Eiginkona Heimis, Sólveig Ólafs- dóttir, sagnfræðingur og áhuga- kona um garðyrkju, segir tilrauna- starfsemina sem geri garðinn svo fjöl- skrúðugan því miður að dala. „Hér hafa verið gerðar skemmti- legar tilraunir til ræktunar og þær tískubylgjur sem hafa verið síðustu áratugi má allar greina í garðinum. En nú er þetta því miður svolítið að víkja fyrir öðrum hefðum.“ Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræðingur staðfestir að í garðinum sé að finna sveppagróður sem finnist hvergi annars staðar á landinu. Frægastur fágætra sveppa sé svokallaður fýluböllur sem ber víst nafn með rentu. „Nafnið er alveg í stíl við aldinið sem hann ber. Hann er rosalega fúll og notar lykt til að draga að sér fiskiflugur til að dreifa af sér gróum,“ segir hún. Guðríður Gyða segir garðinn í miklu dálæti hjá sér, hann sé sérstök gróðurvin þar sem nýtt og fágætt líf kvikni. „Í garðinum eru gömul tré sem hafa ef til vill verið flutt að utan á sínum tíma. Þetta er gróðurvin í borgar- landinu með fjölbreyttum trjá- gróðri. Ég fann til dæmis nýja margfætlu í garðinum, náfætlu.“ kristjanabjorg@frettabladid.is LOÐBOBBI Sniglarnir halda sig til á litlum reit í Hólavallagarði og hvergi annars staðar á landinu. MYND/WIKIPEDIA GRÓÐURVIN Í BORG Sólveig Ólafsdóttir og Heimir Janusarson í Hólavallagarði sem þau telja friðsælt afdrep í borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÝLUBÖLLUR Sjaldgæfir sniglar og sveppir í kirkjugarði Í Hólavallagarði við Suðurgötu í Reykjavík er að finna gróður og dýr sem hvergi annars staðar þrífst á landinu og jafnvel í Evrópu allri. Fýluböllur, náfætla og loðbobbar eru þar á meðal. Þá er í garðinum mosi sem er á válista Evrópuráðs. NOREGUR Þrír norskir ríkisborg- arar voru í gær dæmdir í fangelsi fyrir að hafa gengið til liðs við samtökin „Íslamskt ríki“ í Sýr- landi. Mennirnir eru dæmdir eftir nýlegu ákvæði í norsku refsilög- gjöfinni, grein 147d. Þetta er í fyrsta sinn sem reyn- ir á þessa lagagrein og var niður- stöðu dómstólsins því beðið með nokkurri eftirvæntingu. Svein Holden, lögmaður eins mannanna, segir að dómnum verði áfrýjað. Þyngsta dóminn, fjögurra ára og níu mánaða fangelsi, hlaut maður að nafni Valon Avdyli, en hann er upphaflega frá Albaníu. Bróð- ir hans, Visar Avdyli, hlaut væg- asta dóminn eða sjö mánaða fang- elsi. Þriðji maðurinn heitir Djibril Bashir, ættaður frá Sómalíu, og hlaut fjögurra ára og þriggja mán- aða fangelsisdóm. Holden segir Valon Avdyli ósátt- an við dóminn: „Hann hefur alla tíð haldið því fram að hann hafi ekki verið félagi í „Íslamska rík- inu“ og það er niðurdrepandi fyrir hann að því hafi ekki verið trúað,“ er haft eftir Holden á vefsíðu dag- blaðsins VG. - gb Sögulegur dómur felldur í Noregi yfir mönnum sem börðust með ISIS: Þrír í fangelsi fyrir hryðjuverk SVEIN HOLDEN Lögmaður Valons Avdyli komst í heimsfréttirnar þegar hann var verjandi norska hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA HORNAFJÖRÐUR Í nýrri skýrslu sem greinir stöðu hjúkrunar- heimila á Suðurlandi kemur fram að á Suðurlandi eru 260 hjúkrunar rými og 16 prósent þeirra eru tvíbýli. Það gera 42 hjúkrunarrými í tvíbýli. Á Hornafirði eru 24 hjúkrun- arrými í 13 herbergjum, tvíbýlin þar eru einungis 20 fm og sam- eiginlegt salerni frammi á gangi en viðmið velferðarráðuneytis segir til um að einkarými skuli vera 28 fermetrar. Bæjarráð Sveitar félagsins Hornafjarðar bókaði á fundi sínum á þriðjudag að brýn þörf væri á úrlausnum. - kbg Tveir búa saman á 20 fm: Brýn þörf er á úrlausnum SJÁVARÚTVEGUR Stöðugar brælur, má kalla, hafa verið á kolmunna- miðunum í færeysku lögsögunni allt frá því að íslensku skipin hófu veiðar. Skip HB Granda, Faxi RE og Ingunn AK, leituðu til hafnar í Færeyjum vegna mikillar brælu og vondrar veðurspár fyrr í vik- unni, að sögn Hjalta Einarssonar, skipstjóra á Faxa, á vef fyrirtæk- isins. Aflabrögð eru hins vegar ágæt, en kolmunninn hefur oft verið stærri á fyrri vertíðum. Allt að 12 íslensk skip mega vera að veiðum í færeysku lögsög- unni samtímis og hefur það fyrir- komulag ekki hamlað veiðum. - shá Aflabrögð með ágætum: Kolmunnaskip í stöðugri brælu FRÉTTIR GLEÐIFRÉTTIN VITA er lífið VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is Verð frá 74.900 kr. eða 25.900 kr. á mánuði vaxtalaust í 12 mánuði* m.v. 2 fullorðna og 2 börn. *Innifalið 3,5% lántökugjald – enginn aukakostnaður! ÍS LE N SK A SI A .I S V IT 7 42 93 0 4/ 15 Sólarvika í Calpe 5.–12. júní
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.