Fréttablaðið - 09.05.2015, Side 6

Fréttablaðið - 09.05.2015, Side 6
9. maí 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldinn þann Skráning og dagskrá á www.hjukrun.is. Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn. Háskólatorgi www.boksala.is s. 5 700 777 www.facebook.com/boksala Útsala 30-70% afsláttur 12.000 veiðikort voru gefin út af Um- hverfisstofnun árið 2014. Heimild: Umhverfisstofnun BRETLAND David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, gekk í gær- morgun á fund Elísabetar drottning- ar til að upplýsa hana um sigur sinn í þingkosningunum á fimmtudag. Flokkurinn náði hreinum meirihluta og þarf ekki á samstarfsflokki að halda næsta kjörtímabilið. Í sigurávarpi sínu sagðist hann meðal annars ætla að standa við boð- aða þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Bretlands að Evrópusambandinu. Stjórnarandstaðan beið hins vegar afhroð. Leiðtogar Verka- mannaflokksins, Frjálslyndra demókrata og Breska sjálfstæðis- flokksins, þeir Ed Miliband, Nick Clegg og Nigel Farage, sögðu af sér hver á fætur öðrum. „Ég tek fulla og alla ábyrgð á nið- urstöðunni og ósigri okkar í þessum kosningum,“ sagði Miliband þegar ljóst var að Verkamannaflokkurinn myndi tapa tugum þingmanna. Hann sagðist vilja segja af sér án tafar vegna þess að flokkurinn þurfi að hefja opnar og hreinskilnar umræður um framhaldið, og skýrði jafnframt frá því að Harriet Harm- an varaleiðtogi tæki við af honum til bráðabirgða, þangað til nýr leið- togi yrði kjörinn. „Baráttan heldur áfram,“ sagði Miliband í ávarpi sínu til flokksmanna og fullyrti að Bret- land þyrfti nauðsynlega á sterkum Verkamannaflokki að halda. Nick Clegg sagði sömuleiðis af sér strax í gærmorgun og sagðist bera fulla ábyrgð á tapi Frjálslynda flokksins, sem hrundi bókstaflega í fylgi eftir að hafa verið eitt kjör- tímabil í ríkisstjórn með Cameron. Flokkurinn fékk ekki nema átta þingsæti á 650 manna þjóðþingi Bretlands, og hefur aldrei haft jafn fáa þingmenn frá stofnun flokks- ins fyrir tæpum þremur áratugum. Lægst fóru Frjálslyndir í 20 þing- menn árið 1992 og var flokkurinn þá með 18 prósent fylgi, en náði ekki nema 7,8 prósenta fylgi nú. Cameron vann sigur Ed Miliband, Nick Clegg og Nigel Farage sögðu allir af sér í gærmorgun þegar úrslit þingkosninganna í Bretlandi voru orðin ljós. Íhaldsflokkur Camerons náði hreinum meirihluta þrátt fyrir að hafa ekki bætt við sig nema 0,8 prósentum. CAMERON HRÓSAR SIGRI Hann sagðist meðal annars ætla að standa við loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem Bretum stæði til boða að ganga úr Evrópusambandinu. NORDICPHOTOS/AFP Breska kosningakerfið er dálítið óútreiknanlegt, eins og sjá má af því að Íhaldsflokkurinn og Verkamannaflokkurinn bættu báðir við sig örlitlu fylgi frá kosningunum 2010: Íhaldsflokkurinn 0,8 prósentum en Verkamanna- flokkurinn 1,5 prósentum. Þetta skilaði Íhaldsflokknum hins vegar 23 þingmönnum en Verka- mannaflokkurinn tapaði 26 þingmönnum. Einu umtalsverðu fylgishreyfingarnar í þessum kosningum voru stórtap Frjálslyndra demókrata, ásamt yfirburðasigri Skoska þjóðarflokksins í Skot- landi og mikilli fylgisaukningu Breska sjálfstæðisflokksins. Skoski þjóðarflokkurinn fékk svo 56 þingmenn út á 4,7 prósenta fylgi, en Breski sjálfstæðisflokkurinn aðeins einn þingmann út á 12,6 prósenta fylgi. Þetta skýrist allt af því að kosið er í einmenningskjördæmum, þannig að flokkur getur til dæmis fengið þokkalegt fylgi á landsvísu án þess að ná meirihluta í mörgum kjördæmum, og þar með fáa þingmenn. ➜ Óútreiknanlegt kosningakerfi 2015 Breyting frá 2010 Þingsæti Hlutfall Þingsæti Hlutfall Íhaldsflokkurinn 331 36,9 +24 +0,8 Verkamannaflokkurinn 232 30,4 -26 +1,5 Skoski þjóðarflokkurinn (Skotlandi) 56 4,7 +50 +3,1 Frjálslyndir demókratar 8 7,9 -49 -15,2 Breski sjálfstæðisflokkurinn 1 12,6 +1 +9,5 Græningjar 1 3,8 0 +2,8 Sambandssinnar (N-Írlandi) 8 0,6 0 0 Sinn Fein (N-Írlandi) 4 0,6 -1 0 Sósíaldemókrataflokkurinn (N-Írlandi) 3 0,3 0 0 Plaid Cymru (Wales) 3 0,6 0 0 Úrslit þingkosninganna SAMGÖNGUR Gamli veltibíllinn endaði í Sundahöfn á sama tíma og Hekla afhenti Brautinni, bind- indisfélagi ökumanna, og Ökuskóla 3 nýjan veltibíl. Þórólfur Árnason, forstjóri Sam- göngustofu, og Friðbert Friðberts- son, forstjóri Heklu, fóru fyrsta hringinn á nýja veltibílnum. „Veltibíllinn hefur gegnt mikil- vægu hlutverki í forvarnarstarfi hér á landi og er stór þáttur í átak- inu til að hvetja alla til að nota bíl- belti. Þeir sem prófa veltibílinn finna hversu gríðarlega mikilvægt það er að spenna beltið áður en haldið er af stað,“ sagði Þórólfur. Gamli bíllinn var kvaddur með dýfu í höfnina til að minna fólk á að högg á vatni getur reynst öku- mönnum hættulegt. „Það skiptir máli að fólk átti sig á hvað það er sem gerist þegar bíll fer í sjóinn. Jafnvel þótt hraðinn sé lítill er höggið á þá sem inni í bílnum eru talsvert og getur rotað þá,“ sagði Einar Guðmundsson, formaður Brautarinnar. - srs HÖGG Á VATNI Bílbelta- notkun er nauðsynleg ef bíll fer í sjóinn. MYND/BRAUTIN Forstjórar Heklu og Samgöngustofu fóru fyrsta hringinn í nýjum veltibíl Brautarinnar og Ökuskóla 3: Gamli veltibíllinn tók dýfu í Sundahöfn Clegg reyndi þó að bera sig mannalega og sagði engan vafa leika á því að stjórnarþátttakan hafi orðið til þess að Bretland sé nú „miklu sterkara, sanngjarnara, grænna og frjálslyndara en það var fyrir fimm árum“. Nigel Farage, hinn skrautlegi leiðtogi Breska sjálfstæðisflokks- ins (UKIP), beið heldur ekki boð- anna og sagði af sér þegar ljóst var að hann sjálfur kæmist ekki á þing í kjördæmi sínu. „Ég er maður orða minna,“ sagði hann og vísaði til loforðs um að hann myndi segja af sér næði hann ekki kjöri. Flokkur hans vann samt töluverðan sigur með því að ná 12,6 prósenta fylgi, en sá sigur skilaði flokknum ekki nema einum þing- manni. Það er samt meiri árangur en áður því þetta er í fyrsta sinn sem flokkurinn nær manni inn á þingið í Bretlandi. Farage situr hins vegar á Evrópuþinginu og heldur vafa- laust ótrauður áfram baráttu sinni gegn Evrópusambandinu. Stórsigur Skoska þjóðarflokks- ins, sem bætti við sig 50 þing- mönnum og rústaði Verkamanna- flokknum í Skotlandi, dugar ekki til að koma flokknum í þá lykilstöðu sem skoðanakannanir höfðu bent til, þar sem Íhaldsflokkurinn situr nú einn að völdum á breska þinginu með hreinan meirihluta. gudsteinn@frettabladid.is SVONA ERUM VIÐ
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.