Fréttablaðið - 09.05.2015, Page 16

Fréttablaðið - 09.05.2015, Page 16
9. maí 2015 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 16 Arthur Löve, yfi rlæknir veirufræðideildar Björn Rúnar Lúðvíksson, yfi rlæknir ónæmisfræðideildar Ísleifur Ólafsson, yfi rlæknir klínískrar lífefnafæðideildar Jón Gunnlaugur Jónasson, yfi rlæknir meinafræðideilar Jón Jóhannes Jónsson, yfi rlæknir erfða- og sameindalæknisfræðideildar Karl G. Kristinsson, yfi rlæknir sýklafræðideildar Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Páll Torfi Önundarson, yfi rlæknir blóðmeinafræðideildar Pétur Hannesson, yfi rlæknir röntgendeildar Niðurstöður klínískra rannsókna eru grundvöllur nánast allra mikilvægra ákvarðana um greiningu og meðferð sjúklinga. Því er öflugur rekstur, góð fagþekking og gæðaeftirlit rann- sóknadeilda forsenda góðrar heil- brigðisþjónustu. Geislafræðingar, lífeindafræðing- ar og náttúrufræðingar gegna afar veigamiklu hlutverki á rannsókn- arsviði Landspítalans, en verkfall þeirra hefur nú staðið í fimm vikur. Á þessum tíma hafa allir starfsmenn sviðsins lagt sig fram við að halda uppi bráðastarfsemi þannig að bráð- veikir sjúklingar verði ekki fyrir tjóni. Þeirri starfsemi sem ekki tengist bráðveikum sjúklingum hefur hins vegar ekki verið hægt að sinna. Þúsundir lífsýna úr sjúklingum hafa verið fryst eða formeðhöndl- uð á annan hátt og bíða þess að vera rannsökuð og greind. Þá eru hundr- uð sjúklinga sem bíða þess að kom- ast í röntgenrannsóknir. Af þessum sökum hefur greining og meðferð sjúkdóma dregist úr hófi með ófyrir- séðum afleiðingum og er eingöngu tímaspursmál hvenær alvarleg tilvik koma upp. Auk þess kemur verkfall- ið niður á öðrum mikilvægum þátt- um eins og til dæmis gæðastjórnun, kennslu og vísindarannsóknum. Við undirritaðir yfirlæknar á rannsóknarsviði Landspítalans hvetjum fulltrúa ríkisvaldsins og BHM að hefja strax af krafti kjara- viðræður og leita allra leiða til að ljúka gerð kjarasamninga og binda enda á þá grafalvarlegu stöðu sem komin er í heilbrigðismálum þjóð- arinnar. Um verkföll á rannsóknarsviði LSH Traust á valdastofnun- um, stjórnmálamönnum og -flokkum er í lágmarki meðal þjóðarinnar og engin furða. Vilji Íslendinga stendur til þess að þjóðar- eign á auðlindum okkar sé tryggð, en málið tafið enda- laust. Samt er hér ákaflega mikið í húfi eins og ég rakti í fyrri grein um verðmæti auðlinda í þjóðareign. Þær eru að lágmarki 2.000 millj- arðar króna – fjórar til sex milljónir á hvert manns- barn hið minnsta Þessi auðæfi þarf að tryggja þjóðinni í stjórnar skrá um aldur og ævi. Margreynt Ekki skortir almennan vilja. En ákveðin hagsmunaöfl berjast gegn því að þjóðin tryggi sér auðlind- irnar með æðstu lögum landsins. Engin önnur skýring er haldbær. Frá aldamótum hafa tvær opin- berar auðlindanefndir lagt til skýrt ákvæði um þjóðareign. Stjórnar- skrárnefnd sem starfaði 2005 hafði vilja til þess án niðurstöðu, þing- menn Fram sóknarflokksins (2007/8) gerðu góðar tillögur. Minna má á að 2006 fluttu Geir H. Haarde, for- maður Sjálfstæðisflokksins, og Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar- flokksins, tillögu um stjórnar- skrárákvæði sem innihélt hugtak- ið „þjóðareign“ (þótt tillagan hafi gengið of skammt) og á þinginu 2008-9 kom svo enn fram tillaga og nú frá Jóhönnu Sigurðardótt- ur, Steingrími J. Sigfússyni, Birki Jónssyni og Guðjóni A. Kristins- syni þar sem var hamrað á hug- takinu um þjóðareign sem ekki mætti selja eða láta varanlega af hendi. Sáttanefndin um sjávar- útveg árið 2010 vildi fá ákvæði í stjórnarskrá og kom þá í ljós að LÍÚ var því andvígt fyrir hönd út- gerðar manna sem virðast alveg einangraðir. Stjórn- lagaráð tók skörulega á málinu í sínum tillögum og í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 og skoðanakönn- unum kom fram yfirgnæf- andi vilji þjóðarinnar að fá ákvæði um þetta efni í stjórnar- skrá. Þorvaldur Gylfason hefur rakið í mörgum greinum að sjá má áform um þetta efni marga áratugi aftur í tíma og koma við sögu menn úr öllum stjórnmálaflokkum. Hvers vegna gerist þá ekkert? Eina rök- rétta niðurstaðan er sú að vel skipu- lagðir og þröngir hagsmunir kring- um sjávarútvegsauðlindina ætli að drepa málinu á dreif fram í rauð- an dauðann og skapa sér að lokum „hefðarrétt“ til að eigna sér fiskinn í sjónum. Þetta er hin hörmulega staða málsins og hana skynjar þjóð- in og traust hennar á valdamönnum og -stofnunum þverr. Tvær meginstefnur Fáir þora beinlínis að berjast gegn ákvæði í stjórnarskrá um auðlind- ir, en lítill minnihluti virðist ætla að beita sér fyrir því að væntanlegt ákvæði verði bitlaust, óljóst og taki ekki á kjarna málsins sem er að naglfesta hugtakið „þjóðareign“. Á málþingi um auðlindir í þjóðareign í liðnum mánuði lýsti Svanfríður Jónasdóttir hvernig tillögur hafa mótast um að festa í sessi skilgrein- ingu á þjóðareign og hér er byggt á (sjá kynningu á www. landvernd. is). Hún sat einmitt í fyrri auðlinda- nefndinni undir forystu Jóhannes- ar Nordals sem sló tóninn og vildi tryggja hagsmuni þjóðarinnar og arðinn til hennar – eins og næstum allir aðrir sem komið hafa að mál- inu síðan – fyrir utan útgerðarmenn. Stjórnlagaráð og næsta skref Ef aðeins auðlindaákvæðið í til- lögum stjórnlagaráðs hefði náðst í gegn á síðasta kjörtímabili hefði það verið erindisins virði. Það tókst ekki og því er ákvæði um auðlind- ir sem heyra undir almannavaldið ekki komið í stjórnarskrá, ákvæði eins og þetta: „ … enginn getur fengið auðlindir, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.“ (Stjórnlagaráð). Ráðið var einnig efnislega sammála Nordalsnefndinni um að arðurinn af auðlindunum ætti að renna til þjóðarinnar og koma gjald fyrir nýtingu. Staðan nú? Enn ein þingnefndin sem segist stefna að því að leggja fram tillögu um breytingar á stjórn- arskrá er varði auðlindir í þjóðar- eign. Tvennt ber að hafa í huga þar: Að staðið verði við þetta fyrirheit, og þjóðin láti ekki bjóða sér útþynnt og óljóst almennt orðalag sem gefur færi á því að smygla óheyrilegum auðæfum út um bakdyrnar í hendur á fámennum hagsmunahópi. Þessa vakt þarf að standa og hafa augu á hverjir reynast traustir bandamenn þjóðarhagsmuna. Auðlindir og stjórnarskrá Ómögulegt er að ræða um áhrif verkfalls BHM-félaga án þess að ræða ábyrgð rík- isins í deilunni! Íslenska ríkið er stór vinnuveitandi háskólamanna og verður að standa undir nafni sem slíkur. Samningur um laun er grundvallaratriði milli starfsmanns og þess fyrir- tækis eða stofnunar sem viðkomandi starfar hjá en staðreyndin er sú að BHM- félög hafa ekki náð að gera sjálfstæðan samning um laun sín hjá ríki, frá árinu 2005. Samningar á almennum markaði hafa undan- farið alfarið ráðið ferðinni við gerð kjarasamninga og í þeim er (eðli- lega) á engan hátt tekið tillit til þarfa háskólamanna hjá ríki. Það segir sig sjálft að við slíkt verður ekki unað lengur. Félagsmenn eru búnir að fá sig algerlega fullsadda, eftir að hafa náð engum árangri varðandi sína þarfir og kröfur í mörg ár. Á Íslandi er minnstur ávinningur af því að mennta sig, í Evrópu – það einfaldlega gengur ekki, ef við ætlum að byggja upp þróað og samkeppnishæft sam félag hér á landi! BHM-félögin hafa ekki beitt verk- fallsréttinum í neinum mæli frá árinu 1989 enda hafa félögin litið á verk- föll sem algert neyðarúr- ræði. Að þessu neyðarúr- ræði sé beitt núna, með því afgerandi samþykki félags- manna sem fékkst fyrir aðgerðunum, segir allt sem segja þarf. Það er auðvitað afar bagalegt að saklaust fólk, sjúklingar, bændur, fast- eignakaupendur og selj- endur og fleiri og fleiri líði fyrir kjarabaráttu annarra en öðru- vísi verður það ekki þegar til slíkra neyðarúrræða hefur þurft að grípa. Því má hins vegar ekki gleyma að þessi staða er uppi eftir endurtekna samninga þar sem kröfur háskóla- manna hafa ekki hlotið neinn hljóm- grunn. Í langan tíma hefur það mátt vera ljóst að til aðgerða yrði gripið, ef ekki fengist bót en við því hefur ríkið ekki brugðist. Ríkisstjórnin viðurkenni ábyrgð Ráðamenn verða að gangast við þeirri ábyrgð sem fylgir því að vera risastór vinnuveitandi fjölda fólks. Ríkið verður að standa sig gagn- vart sínum starfsmönnum. Gleym- um því ekki að grundvallaratriði í sambandi starfsmanns og vinnuveit- anda er samningur um laun. Ráða- menn íslenska ríkisins verða að viður kenna rétt starfsmanna sinna til samninga, út frá sínum forsend- um en ekki út frá forsendum ann- arra aðila á allt öðrum markaði sem lýtur öðrum lögmálum. Ríkisstjórnin er EKKI óháður aðili í þeirri kjaradeilu sem uppi er heldur beinn aðili að deilunni. Ráð- herrar geta ekki hvatt aðila til að ná samningum, ábyrgðin er þeirra að leysa hana, BHM-félögin leysa deiluna ekki sjálf í samtali sín á milli. Ríkisstjórnin er samningsað- ili og þarf eins og hver annar samn- ingsaðili og vinnuveitandi að ganga til samningaviðræðna við fulltrúa starfsmanna sinna. Þörf íslenska ríkisins fyrir að halda í gott starfs- fólk er ekki minni en hjá öðrum fyrirtækjum, jafnvel meiri því hjá sumum stofnunum ríkisins starfar alsérhæfðasta starfsfólk landsins. Að gera ekkert til að vinna að lausn deilunnar er algerlega óásættan- legt, ekki bara fyrir BHM-félögin heldur ekki síður fyrir íslenskt samfélag. Ríkisstjórnin verður að viðurkenna ábyrgð sína í að halda fyrirtækinu íslenska ríkinu gang- andi og ganga til samninga, ekki síðar en nú! Ríkið er líka vinnuveitandi KJARAMÁL Guðfi nna Halla Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri Sálfræðingafélags Íslands AUÐLINDIR Stefán Jón Hafstein í hópi áhugafólks um sjálfb æra þróun og auðlindir í þjóðareign KJARAMÁL Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M 68 79 4 Madrid – Toledo – Salamanca – Douro dalurinn Porto – Guimaräes – Coimbra – Batalha klaustrið – Estoril – Cascais – Lissabon Portúgal á sér ríka og langa sögu, sögu sæferða og landafunda. Í þessari skemmtilegu 12 daga sérferð kynnumst við mörgum af áhugaverðustu stöðum landsins en margir þeirra eru á heimsminjaskrá UNESCO. Ferðin hefst í Madrid en flogið er þangað frá Íslandi síðdegis 5. september og dvalið þar í 3 nætur. Þaðan er ekið til Porto í Portúgal með viðkomu í háskólabænum Salamanca. Dvalið í Porto í 4 nætur. Á áttunda degi er ekið í suðurátt til baðstrandabæjarins Estoril þar sem dvalið verður í 4 nætur. Á meðan á dvöl stendur er farið í margar áhugaverðar kynnisferðir þar sem við skoðum fallegar sveitir, bæi og þorp, kirkjur og klaustur og njótum einstakrar náttúrufegurðar Douro dalsins. Fjölmargar kynnisferðir eru innifaldar í verði. Þann 16. september er flogið til London og dvalið daglangt í smábænum Windsor og flogið til Íslands með kvöldflugi. Netverð á mann frá kr. 259.900 m.v. 2 í herbergi. Fararstjóri: Sigrún Knútsdóttir 5.-16. september Madrid & Portúgal Sérferð til Frá kr. 259.900
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.