Fréttablaðið - 09.05.2015, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 9. maí 2015 | HELGIN | 25
„Galdur er annað orð yfir töfra.
Konur eru töfrandi,“ segir Sigga
Kling sem er þekkt fyrir göldr-
óttar stjörnuspár og gefur dæmi
um tvo vinsæla galdra.
Ástargaldur
Tveir steinar eru teknir og sett ást,
umhyggja og falleg orð í þá. Svo eru
þeir blessaðir saman. Annar steinn-
inn er settur í vasa manneskju sem
þú berð hug til en hinn geymir þú í
eigin vasa. Að lokum munu stein-
arnar finna hvor annan á ný.
Nágrannagaldur
Galdur má aðeins leiða gott af sér.
Þannig að ef þú vilt losna við ná-
grannana þá verður þú að óska þeim
einhvers betra. Sjávarsalt er tekið og
góð orka sett í það, fallegar bænir og
ósk um að fólkið fái betri stað til að
búa á. Saltinu stráð fyrir framan dyr
nágrannanna.
ALLAR KONUR ERU
TÖFRANDI NORNIR
ORÐ ERU ÁLÖG Sigríður Klingenberg
hefur oft sagt að í orðum felist galdur.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
1625
hófst galdrafárið
á Íslandi og stóð
til 1720.
VILLUTRÚ
Hvítigaldur sem átti að
leiða gott af sér og
svartigaldur sem átti
að valda skaða var
hvort tveggja talið
villutrú og hafði í för
með sér dauðarefsingu.
22
KARLMENN
voru brenndir á báli
fyrir galdra á Íslandi
og ein kona.
GALDRAFÁRIÐ
Á ÍSLANDI
„Ég er norn, já. En ég hef enga yfir-
náttúrulega hæfileika,“ segir Eyrún
Heiða. „Það að vera norn er hluti af
því hver þú ert. Ef þú þarft að fara
í búning og breyta heima hjá þér til
að vera norn, þá ertu ekki norn.“
Eyrún Heiða segir galdur vera
eitthvað sem þú getur ekki útskýrt
og sé að finna í öllum trúar-
brögðum. „Það er margt í lífinu, í
vísindum, eðlisfræði og efnafræði
til dæmis, sem erfitt er að útskýra
og við köllum það galdur. Maður
veit að það er ekkert yfirnáttúru-
legt, heldur eitthvert náttúruafl
sem maður nær bara ekki alveg
utan um.“
Eyrún segir fullt af fólki reyna
að galdra í sínu daglega lífi án þess
að hafa hugmynd um það. „Eins og
þegar þú biður kökuna um að falla
ekki, þegar þú tekur hana úr ofn-
inum eða mantrar „ekki rautt ljós,
ekki rautt ljós“, þegar þú ert að
keyra í umferðinni.“
Eyrún Heiða notar meðal annars
tarotspil og rúnir við sína galdra
„Oft er hugurinn fastur þegar
maður stendur frammi fyrir vanda-
máli. Þá leggur maður rúnir, sér
vandann í nýju ljósi og opnar hug-
ann fyrir nýjum leiðum til að leysa
vandann.“
En hvernig eru rúnir notaðar til að
galdra? Ef þú vilt eignast pening þá
notar þú férúnina og stingur í vas-
ann. Og í hvert skipti sem þú snertir
rúnina í vasanum manstu eftir þessu
markmiði þínu. Rúnin er tákn fyrir
markmiðið. Alveg eins og krossinn
í kirkjunni minnir kristna á hærra
markmið og það að skrifa í spegilinn
á morgnana „brostu“ minnir mann á
gleðina. Og eins og fyrir galdur nær
maður frekar markmiði sínu.
Galdur er það sem við náum ekki að skilja
Eyrún Heiða Skúladóttir segist sannarlega vera norn án þess að hafa snefil af yfirnáttúrulegum hæfileikum.
SPÁIR Í RÚNIR
Eyrún Heiða les
út úr rúnatákn-
um og hjálpar
þannig sjálfri
sér og öðrum
að sjá nýjar
lausnir á vanda-
málum. Hún
segir ekkert
yfirnáttúrulegt
eiga sér stað.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Ertu með góða
hugmynd fyrir
Menningarnótt?
Menningarnótt fagnar 20 ára afmæli sínu þann 22. ágúst nk. Við
ætlum að fagna þessum merku tímamótum með því að styrkja
skemmtilega og frumlega viðburði. Viðburðir hátíðarinnar eiga
sér stað víðsvegar um borgina, m.a. á torgum, í portum, görðum,
galleríum, verslunum, menningarstofnunum og heimahúsum.
landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn
Við úthlutun í ár verður kastljósinu
beint að viðburðum á torgum mið-
borgarinnar; nýjum og gömlum, stór-
um og litlum, fundnum og földum. Sú
tenging er þó ekki skilyrði fyrir styrk-
veitingu. Við tökum vel á móti öllum
umsóknum.
Menningarnæturpotturinn er samstarfs-
verkefni Höfuðborgarstofu og Landsbank-
ans sem hefur verið máttarstólpi Menn-
ingarnætur frá upphafi.
Veittir verða styrkir úr pottinum, 50-
200.000 kr. til einstaklinga og hópa sem
vilja skipuleggja ölbreytta og áhugaverða
viðburði á Menningarnótt.
Tekið er við umsóknum um styrki
úr sjóðnum til og með 1. júní á
www.menningarnott.is.
Nánari upplýsingar um styrki hátíðarinnar
veita viðburðastjórar Höfuðborgarstofu
í síma 590 1500 og á menningarnott@
reykjavik.is.
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA