Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2015, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 09.05.2015, Qupperneq 28
9. maí 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 Hvernig hefur þér liðið á Alþingi? Vel og illa, eins og flestir upplifa eflaust í nýju og krefjandi starfi. En starfið er spennandi og opnar á fjölmörg tækifæri til að hafa áhrif. Þetta eru lítil eiginleg völd – óbreyttir þingmenn eru ekki í raun með löggjafarvaldið, það er að mestu í ráðuneytunum – en þingmenn geta haft mikil áhrif á stefnumótun í samfélaginu ef þeir leggja sig fram við það, og jú, ein- hver áhrif stundum á löggjöf. Hafa kjósendur mikið samband? Öðru hvoru, og þá geri ég þeim grein fyrir hvaða verkfæri ég hef sem þingmaður og að mér sé gert að beita þeim sem best til að ná grunnstefnu Pírata, sem er mitt umboð frá kjósendum. Aukið gagnsæi hins opinbera er eitt meginmarkmið okkar Pírata svo ég aðstoða fólk oft við að afla upp- lýsinga sem því hefur verið neitað um að fá með öðrum leiðum. Með upplýsingabyltingunni er gagnsæi orðið sjálfsagður hlutur í hugum fólks og þegar tæknibyltingar breyta forgangsröðun á gildismati fólks þá snúa valdhafar ekki þeirri þróun við. Framtíðin verður gegn- særri. Varstu spenntur fyrir starfinu? Stór tækifæri til að hafa áhrif sem auka sjálfræði og minnka kúgun hreyfa við mér – hugurinn hefur alltaf sjálfkrafa leitað þangað – og ég er yfirleitt tilbúinn að sinna for- ystuhlutverki, ef og á meðan það er nauðsynlegt. Nú ætla ég hins vegar að hætta í haust. Af hverju? Varaþingmaðurinn okkar, Ásta Helgadóttir, er til í Í malbikun er hugurinn frjáls Jón Þór Ólafsson sá möguleika í þingmannsstarfinu til að hafa áhrif sem ykju sjálfstæði fólks og minnkuðu kúgun. Hann ætlar að víkja af þingi í haust og sinna sjálfboðastörfum fyrir flokkinn sinn enda sáttur við að hafa lítið milli handanna. ÞINGMAÐURINN „Klassísku prakkarastrikin voru sykur í saltið og salt í sykurinn, já, og í viskíið hans pabba,“ segir Jón Þór grallaralegur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ALSÆLL Með eiginkonunni Zarelu. KÁTIR Hlynur og pabbi. ÚTI AÐ LEIKA Luna Lind og pabbi. slaginn og hefur sérþekkingu, meðal annars úr starfi sínu sem aðstoðarmaður Evrópuþingmanns Pírata, sem mikilvægt er að koma að í þingstarfinu. Það er ekki lengur nauðsynlegt að hafa mig á þingi til að Píratar nái megin- markmiðum sínum. Það eru hins vegar önnur verkefni innan Pírata sem nauðsynlega þarf að setja í gang og gera sjálfbær, svo sem að fá kjósendur okkar á kjörstað, þar mun ég nýtast sem sjálfboðaliði. Ég hef alltaf verið sáttur með lítið á milli handanna og bý við þann lúxus að geta gert það sem mér finnst mestu máli skipta hverju sinni. Eitthvert starf sem heillar? Mal- bikun. Þar er hugurinn frjáls. Vinnan mín þar er líkamleg og mest á sjálfstýringu svo huganum er frjálst að sinna því sem áhug- inn stendur til hverju sinni eða bara vera kyrr og friðsæll. Hver er þín helsta fyrirmynd í líf- inu? Engin í dag. Ég hef þó mikið lært af Lao Tse, Jesú og Búdda, Noam Chomskey, Peter Drucker og Eckhart Tolle – og geri enn. Hver var uppáhaldsnámsgreinin þín í grunnskóla? Mér fannst víst stærðfræði æðisleg þar til ég kom grátandi heim úr skólanum undan kennara sem hafði þvingað mig til að stroka út þær blaðsíður sem ég hafði reiknað umfram áætl- un. Stærðfræði í slíkum höftum var ekki eins skemmtileg. Eins og margir þá þrífst ég ekki nema við einstaklingsmiðað nám. En slíkt hefur ekki verið mögulegt nema fyrir mjög fáa, mjög efnaða ein- staklinga í gegnum mannkynssög- una. Góðu fréttirnar eru að ein- staklingsmiðað nám fyrir alla er að verða mögulegt því menntafor- rit geta í dag lært inn á nemend- ur. Rétt eins og Facebook veit oft fyrirfram hverjir eru að fara að byrja saman eða slíta sambandinu, þá læra menntaforrit hvaða lexíur henta hverjum og einum, hvernig nemandinn meðtekur best upp- lýsingar og hvort hann þarf frekar frið eða félagsskap við námið. Það eru svona 10 til 15 ár í að þetta verði komið í almenna notkun. Ertu hjátrúarfullur eða draum- spakur maður? Nei. En draumar geta verði ágæt innsýn í eigið til- finningalíf. Hvaða langanir endur- taka sig og hvaða ótti gerir oft vart við sig? Hvað ertu bestur í að elda? Það dæma aðrir um en ég elda yfirleitt á heimilinu og þá eru tvær nálganir í boði. Einfalt, fljótgert og bragð- gott, eða skemmtilegt og bragð- gott. Oftast elda ég núðlukjötsúpu sem tekur örfáar mínútur að henda í pott. Matreiðsluþátt, þar sem ég elda súpuna, er hægt að finna með því að Googla: „núðlukjötsúpa“. Hefur þú búið erlendis? Já, í Dan- mörku við fiskvinnslu og hótel- störf, í Frakklandi við nám, í trukki á ferðalagi frá Katmandú til Kaíró og í Perú sem heimavinn- andi húsfaðir meðan konan mín var í námi. Hvert er mesta prakkarastrik- ið sem þú hefur gert? Þau klassísku voru sykur í salt- ið og salt í sykurinn, já, og í viskíið hans pabba. Annað sem kemur upp í hugann er tilraun okkar krakkanna að fá elsku frænku okkar á Skaganum til að hætta að reykja með sígar- ettusprengju. Fyrir tilviljun þá er það sama frænka mín og kom í heimsókn og drakk salt kaffi. En sígarettan sem átti að kenna henni mikilvæga lexíu endaði uppi í hennar gesti svo við krakkarnir feng- um að heyra meira en hvellinn í sprengjunni. Jón Þór Ólafsson Fæddur 13. mars 1977 Hvaðan Reykjavík Maki Zarela Castro Börn Luna Lind og Hlynur Menntun Stúdent frá MR Nám í heimspeki og viðskiptafræði við HÍ 2002-2013 Störf Sumarstarfsmaður hjá Malbikunarstöðinni Höfða, aðstoðarmaður þingmanns. Alþingis- maður frá 2013 Í stjórn Hreyfingarinnar, Grasrótarmiðstöðvar- innar, IMMI– alþjóð- legrar stofnunar um upplýsingafrelsi Í úrskurðaráði Dögunar, stjórnmála- samtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði Formaður Pírata Áhugamál Að hugsa, hugleiða og hanga með fjölskyldu og vinum ➜ Helstu baráttumál ● Að auka sjálfræði og minnka kúgun ● Að efla borgaraleg réttindi ÞEKKTU ÞINGMANNINN Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is ÚR FJÖLSKYLDUALBÚMINU JÓN ÞÓR Í ÞINGSAL GAGNRÝNI Á SÓUN FJÁR OG MÖGULEIKA TIL LÆRDÓMS 11. apríl 2014 Fyrr í dag reif ég þrjá 10 þús. kr. seðla í ræðustólnum til að benda á og gagnrýna það að setja 600 millj. kr. rannsóknarskýrslu upp á 2 þús. blaðsíður á dagskrá Alþingis degi eftir að hún kom út. 23. jan 214 … ef við aukum val- frelsi nemendanna nýtum við krafta þeirra. Við nýtum sjálfstæði þeirra, við styrkj- um frumkvæði þeirra og forvitni. 26. janúar 2015 Það er svo mikilvægt að almenningur geti haft aðhald með þeim sem fara með framkvæmdarvaldið, löggjafarvaldið og dóms- valdið. Pírati Reykjavík suður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.