Fréttablaðið - 09.05.2015, Page 59
Náms- og
starfsráðgjafi óskast
Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra óskar
eftir að ráða til sín náms- og starfsráðgjafa til tveggja ára. Starfs-
svæði náms- og starfsráðgjafa er allt Norðurland vestra.
Meðal verkefna eru:
• Náms- og starfsráðgjöf í Farskólanum og úti á vinnustöðum
• Mat á raunfærni
• Skipulagning, umsjón og kennsla á námskeiðum Farskólans
• Almenn verkefnastjórn sem til fellur hverju sinni
Menntunar- og hæfniskröfur eru:
• Það er skilyrði að viðkomandi hafi lokið námi í
náms- og starfsráðgjöf
• Kennsluréttindi er mikill kostur
• Góð þekking á atvinnulífi á Norðurlandi vestra
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
• Gott vald á íslensku í ræðu og riti
Umsóknarfrestur
er til föstudagsins 22. maí 2015
Upplýsingar um starfið gefur Bryndís Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri,
í síma 894 6012 og á bryndis@farskolinn.is. Umsóknir sendist til:
Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra
Við Faxatorg
550 Sauðárkrókur.
Farskól inn
miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra
Byggingarfulltrúi - Húnaþing vestra
Húnaþing vestra auglýsir eftir byggingarfulltrúa.
Leitað er eftir öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er
reiðubúinn að þróa nýtt starf á traustum grunni. Byggingarfulltrúi
ber m.a. ábyrgð á skráningu mannvirkja, úttektum, staðfestingu
eignaskiptayfirlýsinga, gjaldtöku, skráningu, varðveislu og miðlun
upplýsinga um mannvirki til íbúa. Um er að ræða 100% starf.
Starfssvið:
• Framkvæmd skipulags- og byggingarmála.
• Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar, úttektir og útreikningar.
• Undirbúningur og eftirfylgni funda skipulags- og umhverfisráðs.
• Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar sem sinna
verkefnum á sviði byggingarmála.
• Önnur verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði byggingarmála skv. 8. gr. mannvirkjalaga
nr. 160/2010.
• Þekking og reynsla af úttektum og mælingum.
• Þekking á lögum um mannvirki, skipulagslögum og byggingar-
reglugerð.
• Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu.
• Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskip-
tahæfileikar.
• Hæfni til þess að tjá sig í ræðu og riti á íslensku.
• Góð almenn tölvukunnátta.
Umsókn á að fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningarbréf
þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir
hæfni viðkomandi í starfið.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga við Samband
íslenskra sveitarfélaga.
Umsóknarfrestur er til og með 22. maí nk.
Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn á netfangið
gudny@hunathing.is Umsókninni þarf að fylgja greinargott yfirlit
yfir nám og störf þar sem umsækjandi gerir sérstaklega grein fyrir
hæfni til starfans út frá ofangreindum hæfnikröfum. Umsækjendur
eru beðnir um að tilgreina a.m.k. 2 umsagnaraðila í umsókn sinni.
Nánari upplýsingar veitir Guðný Hrund Karlsdóttir sveitarstjóri
Húnaþings vestra í síma 455-2400.
Öllum umsóknum verður svarað.
Hvammstangi í Húnaþingi vestra er stærsti þéttbýliskjarni sveitarfélagsins
með um 600 íbúa en íbúar í Húnaþingi vesta eru um 1.200. Hvammstangi er í
alfaraleið, aðeins 6 km frá þjóðvegi 1 og í u.þ.b. tveggja klst. akstursfjarlægð
frá Reykjavík og Akureyri. Í Húnaþingi vestra er til staðar öll almenn opinber
þjónusta auk annarrar fjölbreyttrar þjónustu. Möguleikar til útivistar, íþrótta,
afþreyingar og félagsstarfa eru fjölmargir og því er Húnaþing vestra góður
búsetukostur fyrir fjölskyldufólk. Dreifnám er í boði, tvö fyrstu ár fram-
haldsskóla. Skólar í Húnaþingi vestra eru grænfánaskólar. Þeir eru staðsettir
á Hvammstanga og Borðeyri.
FRAMLEIÐSLUVERKFRÆÐINGUR Í FRAMLEIÐSLUDEILD
Össur leitar að metnaðarfullum einstaklingi í framleiðsludeild. Deildin sér um framleiðsluferla á
stoðtækjum Össurar og umbætur á þeim ásamt innleiðingu á nýjum vörum.
Össur er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði stoð- og stuðningstækja.
Hjá félaginu starfa um 2300 manns í 18 löndum.
Gildi félagsins eru: Heiðarleiki – Hagsýni – Hugrekki.
VILTU GANGA Í LIÐ
MEÐ ÖSSURI?
Hæfniskröfur
• Próf í verk- eða tæknifræði
• Þekking og áhugi á gæðastjórnunarkerfum
• Mjög góð enskukunnátta
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Starfssvið
• Innleiðing og notkun á gæðakerfi Össurar í
framleiðslu
• Meðhöndlun, greining og úrvinnsla frávika í
framleiðslu og frá birgjum
• Útbúa og viðhalda vinnulýsingum
• Þátttaka í stöðugum umbótum (LEAN)
SÉRFRÆÐINGUR Í MANNAUÐSDEILD
Össur leitar að kraftmiklum einstaklingi í mannauðsteymið til að vinna að enn frekari uppbyggingu
fræðslumála og öðrum venjubundnum verkefnum mannauðsdeildar.
SÉRFRÆÐINGUR Í GÆÐADEILD
Össur leitar að metnaðarfullum einstaklingi í gæðastjórnunarteymi Össurar á Íslandi. Deildin
sér um að stýra og þróa gæðakerfi Össurar í samræmi við ISO 13485 og lög og reglugerðir á
markaðssvæðum Össurar.
Hæfniskröfur
• M.Sc. í mannauðsstjórnun
• Að minnsta kosti 3 ára starfsreynsla í
mannauðsdeild skilyrði
• Reynsla af skipulagi fræðslu innan fyrirtækis
• Mjög góð enskukunnátta
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Starfssvið
• Þarfagreining þjálfunar í samráði við
stjórnendur
• Skipulag þjálfunar
• Ábyrgð á móttöku nýliða og nýliðakynningum
• Ábyrgð á frammistöðumati
• Þátttaka í ráðningum
• Almenn störf tengd mannauðsmálum
Hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Að minnsta kosti 3 ára starfsreynsla
• Þekking og reynsla af gæðastjórnunarkerfum
í „highly regulated industry“
• Þekking og reynsla af ISO 13485 og FDA 21
CFR Part 820 er kostur
• Mjög góð enskukunnátta
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Starfssvið
• Stýra og þróa gæðastjórnunarkerfi Össurar
Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á work@ossur.com fyrir 18. maí
næstkomandi. Vinsamlegast setjið í fyrirsögn tölvupóstsins hvaða starf
er sótt um. Nánari upplýsingar veitir mannauðsdeild í síma 515 1300.