Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2015, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 09.05.2015, Qupperneq 88
9. maí 2015 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 48TÍMAMÓT Á morgun heldur Kvennakór Garða- bæjar upp á fimmtán ára afmæli kórs- ins með afmælistónleikum í Guðríðar- kirkju. „Eins og vanalega erum við með sér- staklega fjölbreytta efnisskrá þar sem kennir ýmissa grasa, íslenskt og erlent í bland,“ segir stofnandi og kórstjóri kórsins, Ingibjörg Guðjónsdóttir. Í tilefni af þessum tímamótum munu um þrjátíu fyrrverandi kórkonur slást í hópinn. „Við alveg margföldumst þarna uppi á sviði í lok tónleikanna þannig að þetta endar í áttatíu syngj- andi konum, það er mjög skemmtilegt í tilefni afmælisins.“ Hún segir stemninguna í kórnum góða og þær hafi meðal annars haldið þrisvar sinnum saman til útlanda frá stofnun kórsins, og í haust halda þær á alþjóðlegt kóramót í Barcelona. Aðal- áherslan er þó auðvitað á tónlistina en síðustu tvö árin segir Ingibjörg kórinn hafa verið að kynna sér norræn söng- og kórverk sem þær munu blanda með öðru léttu og skemmtilegu efni á tón- leikunum. „Það er góður samhljómur sem auð- vitað kemur frá öllum þessum ólíku konum og um leið og þær hljóma saman finnum við einhvern fagran samhljóm,“ segir Ingibjörg og hlær glaðlega. „Það er gæfa þessa kórs hvað það hafa verið hæfileikaríkar og kraft- miklar konur sem hafa eflt hann í öllu, jafnt í söng og öðru starfi.“ Í nokkrum verkanna leikur strengja- tríó með kórnum, skipað þeim Hlín Erlendsdóttur fiðluleikara, Herdísi Önnu Jónsdóttur víóluleikara og Helgu Björgu Ágústsdóttur sellóleikara en píanóleikari kórsins er Sólveig Anna Jónsdóttir Hún segir tímann fljótan að líða og seinustu fimmtán ár hreinlega hafa flogið hjá. „Þetta er svo fljótt að líða, manni finnst þetta bara hafa verið fyrir stuttu þegar maður var að stofna þetta,“ segir hún en hún hóf kórstjórn- arferilinn þegar hún stofnaði Íslenska kvennakórinn í Kaupmannahöfn fyrir sautján árum. „Þá fékk ég kórstjórnar- bakteríuna, ef maður getur orðað það þannig, og þá varð ekki aftur snúið, skal ég segja þér,“ segir hún glöð í bragði að lokum. Tónleikarnir hefjast á morgun klukkan 16.00 í Guðríðarkirkju en miðaverð er 3.000 krónur og bjóða kór- konur gestum upp á kaffi og kökur að tónleikum loknum. gydaloa@frettabladid.is Finna fagran samhljóm Kvennakór Garðabæjar heldur upp á fi mmtán ára afmælið á morgun og fær til liðs við sig þrjátíu fyrrverandi kórkonur sem syngja nokkur lög í lok tónleikanna. KVENNAKÓR GARÐABÆJAR Kórinn stendur á tímamótum og heldur upp á fimmtán ára afmæli sitt á morgun. KÓRSTJÓRINN Ingibjörg Guðjónsdóttir kórstjóri fékk kórstjórnarbakteríuna fyrir rúmum sautján árum. MYND/INGIBJÖRG Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR HANSÍNA HANNESDÓTTIR lést á Hjúkrunarheimilinu Ási, Hveragerði, mánudaginn 4. maí. Hún verður jarðsungin frá Hveragerðiskirkju mánudaginn 11. maí kl. 14.30. Vilhjálmur Roe Kolbrún Roe Jóninna M. Pétursdóttir Reynir Guðmundsson Guðmundur Pétursson Eygló Valgeirsdóttir Guðrún M. Pétursdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma okkar, frænka og vinkona, SIGRÍÐUR ÞÓRISDÓTTIR Aðalstræti 5, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, mánudaginn 4. maí. Jarðarförin fer fram í Akureyrarkirkju miðvikudaginn 13. maí kl. 13.30. Ólafur Stefánsson Hólmfríður Sólveig Hjaltadóttir Helgi Þór Heiðarsson Svala Bergmann Hjaltadóttir Hjalti Bergmann Hjaltason Rakel Rún Karlsdóttir Katrín Birna Viðarsdóttir Þórarinn Elí Helgason Arna Viðey Ólafsdóttir Daði Jónsson Hanna Lára Vilhjálmsdóttir og barnabörn. Okkar ástkæra VILBORG MARTEINSDÓTTIR Glaðheimum 26, lést á líknardeild Landspítalans 23. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fjölskyldan vill þakka fyrir auðsýndan hlýhug. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Karitas. Egill Harðarson Marta Halldórsdóttir Tryggvi Örn Valsson Rakel Ýr, María Rán og Viktor Jökull Lilja Gísladóttir Marteinn Marteinsson Michelle Marteinsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför míns ástkæra eiginmanns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, STEFÁNS SKAFTASONAR fv. yfirlæknis og prófessors. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahlynningar Landspítalans fyrir einstaka alúð og umhyggju. Maj Skaftason Hauður Helga Stefánsdóttir Hafberg Þórisson Anna Marie Stefánsdóttir Guðni Ragnar Björnsson Jóhann Stefánsson Hanna-Maria Kauppi afabörn og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐBJARTUR KRISTINN KRISTINSSON Aðalgötu 21, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sunnudaginn 3. maí. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 12. maí kl. 13.00. Jóhanna K. Guðbjartsdóttir Einar Haraldsson Kristinn Þór Guðbjartsson Erna Margrét Gunnlaugsdóttir Hafþór Guðbjartsson Guðbjörg S. Guðbjartsdóttir Kristinn Einarsson barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, ÁSTRÍÐUR ODDNÝ SIGURÐARDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, kvaddi jarðvist sína á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð að morgni 30. apríl. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 11. maí kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Náttúruverndarsamtök Íslands. Edda Janette Sigurðsson Þorsteinn Hraundal Anna Gyða Gylfadóttir Gunnar Kristinn Gylfason Sif Ásthildur Guðbjartsdóttir barnabörn og langömmubörn. Maðurinn minn og föðurbróðir okkar, VATNAR VIÐARSSON arkitekt, F.A.Í., M.A.A., er látinn. Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 11. maí, kl. 15.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á neyðarsöfnun Unicef á Íslandi til styrktar nauðstöddum á jarðskjálftasvæðunum í Nepal. Brynja D. Runólfsdóttir Ulrik, Susanne, Emma og Frida Kjartan, Cecilie, Felix, Karla og Nola Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, mágkona, amma og langamma, KRISTÍN SVEINSDÓTTIR Grundargerði 12, Reykjavík, sem lést 28. apríl síðastliðinn verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 11. maí kl. 13.00. Gísli Pétur Gunnarsson Anna Guðbjörg Guðjónsdóttir Lára Lilja Gunnarsdóttir Bjarni Axelsson Ævar Sveinsson Hildur Guðbrandsdóttir barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar og bróður, HARALDAR SVEINS EYJÓLFSSONAR Stigahlíð 10, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahlynningar Landspítalans fyrir einstaka hjálpsemi og umhyggju. Eyjólfur Þ. Haraldsson Guðbjörg Edda Eggertsdóttir Eggert Eyjólfsson Móðir okkar, HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Bólstaðarhlíð 41, lést þann 19. apríl. Útförin fór fram í kyrrþey. Hrafn Baldursson Haukur Baldursson Jón Baldursson Bryndís Baldursdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.