Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.05.2015, Qupperneq 104

Fréttablaðið - 09.05.2015, Qupperneq 104
9. maí 2015 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 64 Heimilisofbeldi: Veruleikinn á Íslandi Dagskrá: 13.00 Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, setur málþingið 13.10 Geir Gunnlaugsson, barnalæknir og prófessor við HR Höggva – hýða – hirta – hæða – hóta – hafna – hrista - hræða 13.40 Guðrún Ögmundsdóttir, fyrrverandi alþingismaður og tengiliður vistheimila Að taka upp úr bakpokanum 14.10 Guðrún Kristinsdóttir, prófessor á Menntavísindasviði HÍ Hin mörgu andlit ofbeldisins - frásagnir barna 14.40 Kaffihlé 15.00 Svala Ísfeld Ólafsdóttir, dósent við lagadeild HR Er þörf á sérstöku ákvæði um heimilisofbeldi í íslenska refsilöggjöf? 15.30 Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf Úr kvennaathvarfinu: Íslenskur veruleiki/fáránleiki 16.00 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu Heimilisofbeldi er dauðans alvara 16.30 Umræður og fyrirspurnir 17.00 Málþingslok Málþing á vegum lagadeildar Háskólans í Reykjavík í samstarfi við Kvennaathvarfið, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, velferðarsvið Reykjavíkurborgar og umboðsmann barna. Föstudaginn 15. maí kl. 13-17 í Háskólanum í Reykjavík, stofu V101. Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis. Ef þörf er frekari upplýsinga sendið póst á svala@ru.is Fundarstjóri: Stefán Eiríksson, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar og fyrrverandi lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. KVIKMYNDIR ★★★★★ BAKK LEIKSTJÓRN: DAVÍÐ ÓSKAR ÓLAFSSON OG GUNNAR HANSSON HANDRIT: GUNNAR HANSSON AÐALLEIKARAR: GUNNAR HANSSON, VÍKINGUR KRISTJÁNSSON OG SAGA GARÐARSDÓTTIR KLIPPING: VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR MYNDATAKA: ÁRNI FILIPPUSSON TÓNLIST: SNORRI HELGASON BÚNINGAR: JÚLÍANNA LÁRA STEINGRÍMSDÓTTIR FRAMLEIÐENDUR: ÁRNI FILIPPUSSON OG DAVÍÐ ÓSKAR ÓLAFSSON Bakk segir söguna af smábæjar- leikaranum og andhetjunni Gísla (Gunnar Hansson) sem flutti til Reykjavíkur til þess að gera garð- inn frægan en hafði ekki erindi sem erfiði. Stöðu Gísla er miðlað til áhorf- enda á einkar klókan máta strax í upphafi þar sem hann gengur skrautbúinn og sminkaður á svið Þjóðleikhússins. Það er epískt bún- ingadrama á fjölunum en Gísli þarf að láta sér lynda að vera stunginn til bana nær samstundis og liggja sem lík það sem eftir lifir sýningar. Það er freistandi að hugsa sér þetta opnunaratriði sem myndlík- ingu fyrir Gísla sem persónu og myndina í heild. Hann er í raun búinn að vera áður en hann byrj- ar og þarf svo að halda í sér grát- inum meðan farsælli menn traðka á honum þar til tjöldin falla. Myndlík- ingar verða vart kænlegri en þessi. Myndin hrekkur af stað án nokk- urra málalenginga. Gísli er með allt niður um sig, búinn að missa vinnuna og konan kastar honum á dyr. Hann snýr aftur á heimaslóð- ir með skottið á milli lappanna en brosandi, því enginn vill játa fyrir þeim sem hann flúði að betur hefði verið heima setið. Í vanhugsaðri örvæntingu og að hluta til þess að sleppa undan lang- þreyttum föðurlegum ráðlegging- um ákveður Gísli að bakka hring- inn í kringum landið og upp frá því hefst hin mikla vegferð. Vegamyndir snúast iðulega um tvenns konar ferðalög. Annars vegar hið ytra þar sem land er lagt undir fót, en hins vegar þá innri ferð til þroska sem persónur ganga í gegnum. Eins er fólgin viss uppreisn í eðli vegamynda, því sá sem ekur burt segir skilið við gildi þess samfélags sem hann hverfur frá og gerist sjálfskipaður útlagi. Þrjár aðalpersónur myndarinn- ar deila allar þessum einkennum þar sem heita má að ferð hvers og eins sé leiðin til sjálfsuppgötvunar og sjálfsköpunar. Slík naflaskoðun gæti virkað hálfþurr á blaði en sú staðreynd að hún á sér stað í bakk- gír sýnir fram á að hláturinn getur stytt stundir þótt hann lengi lífið. Gunnar Hansson sýnir mikla leikræna breidd, er allt í senn óþolandi, kvikindislegur, elsku- legur, fyndinn og vekur samúð. Ég hef séð Gunnar spreyta sig víða, í sjónvarpi og á sviði en það kemst ekkert af því nálægt frammistöðu hans í Bakk. Víkingur Kristjánsson (Viðar), sem mér hefur nær undantekn- ingarlaust þótt með betri kvik- myndaleikurum landsins, skilar hlutverki sínu á áreynslulausan en áhrifaríkan máta. Saga Garð- arsdóttir (Blær), sem leikur hér í sinni fyrstu stóru kvikmynd, er sömuleiðis prýðileg þótt hún falli örlítið í skuggann af frammistöðu Gunnars og Víkings. Hlutverk þeirra þriggja vinna einstaklega vel saman sem er vafalaust vel skrifuðu handriti að þakka, þar sem virkni hverrar persónu og tilgangur er úthugs- aður. Útkoman er óvænt, uppá- tækjasöm og fyndin á vitsmuna- legan máta sem er að mínum dómi sjaldgæfur í íslenskri kvikmynda- gerð. Vissri hrynjandi og dýnamík er viðhaldið alla myndina sem má hvort tveggja þakka kómísku tíma- skyni leikstjóranna og listilegri klippingu sem var í höndum Val- dísar Óskarsdóttur. Raunar voru allir tæknilegir þættir, myndataka, tónlist, hljóð- vinnsla og búningar eins og best verður á kosið. Ég má einnig til með að segja að það var kærkom- in tilbreyting að sjá íslenska kvik- mynd sem er tekin upp á lands- byggðinni án þess að farið væri yfir strikið með þessu staðlaða náttúruklámi sem á best heima í ferðamannabæklingum. Að því sögðu er rétt að taka fram að Bakk er ekki hnökralaus. Hins vegar þarf einbeittan vilja áhorfanda til þess að laða þau atriði fram og þykir mér þau svo smávægileg að það kemur ekki að sök fyrir verkið í heild. Ég man ekki eftir að hafa skemmt mér jafn vel í bíó lengi og mæli hik- laust með henni fyrir þá sem vilja fá skammt af þrælfyndinni vellíð- unarinnspýtingu fyrir sumarið. NIÐURSTAÐA: Bakk er þroskasaga sem sýnir að oft þurfi maður að fara fyrir ofan garð og neðan til að komast að því að það er blómið við bæjarvegginn sem maður þráir. Yfir- borðslegir hlutir á borð við vinsældir eða frama geta heillað en þegar allt kemur til alls er það vinátta, fjöl- skylda og heilindi sem skipta máli. Kjartan Már Ómarsson Vellíðunarinnspýting fyrir sumarið Oasis-bræðurnir Noel og Liam Gall agher hafa eldað grátt silfur í þó nokkurn tíma. Núna varð stráka- sveitin One Direct ion tilefni til deilna þeirra á milli. Noel lét hafa eftir sér í við- tali við Rolling Stone að hann væri ekki enn búinn að ná því hvers vegna Zayn Malik ákvað að yfirgefa strákasveitina, en ástæðan sem hann gaf var að hann vildi lifa líf- inu eins og venjulegur 22 ára strákur. „Hann er nú meiri hálfvitinn að hafa hætt í bandinu. Heldur hann virkilega að hann muni eiga eðlilegt líf eftir þetta?“ sagði Noel. Bróðir hans, Liam, var ekki lengi að stökkva til og verja stráka- sveitina og skrifaði á Twitter „Hey NG, láttu þessa 1D krakka í friði! Þó það sé saxófónn á nýju plötunni þinni og þú haldir að þú sért næsta Pink Floyd. Það vita allir að þú ert bara vondi steinninn í veggnum,“ og vitnaði með þessum orðum í lagið „Another Brick in the Wall“ með Pink Floyd. Oasis-bræður þræta um One Direction Þeir Noel og Liam halda áfram að vera ósammála. VEKJA DEILUR Strákarnir í One Direction urðu deiluefni hjá Gallagher- bræðrum. BAKK Saga, Gunnar og Víkingur í hlutverkum sínum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.