Fréttablaðið - 11.08.2018, Síða 4

Fréttablaðið - 11.08.2018, Síða 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið Erik Hamrén var kynntur til leiks sem nýr þjálfari íslenska karla- landsliðsins í knattspyrnu á blaða- mannafundi í höfuðstöðvum KSÍ á miðvikudag. Hamrén er fjórði Svíinn sem stýrir íslenska liðinu og fetar meðal annars í fótspor Lars Lagerbäck sem stýrði liðinu með frábærum árangri. Snorri Ásmundsson fór í messuskrúða í Hríseyjar- kirkju og framdi gjörning. For- maður sóknar- nefndarinnar sagði að hér eftir verði ekki hægt að treysta fólki fyrir kirkjunni. Snorri borðaði súkkulaði í athöfninni og messuskrúðarnir fara í hreinsun. Skúli Mogensen eigandi og forstjóri WOW Air hélt upp á fimm- tugsafmæli sitt í Hvammsvík í Hval- firði um síðustu helgi. Stuðmenn, brenna, listaverk, kampavín og frægir í þemafötum settu svip á gleðina. Þrjú í fréttum Enn einn Svíi, súkkulaðimessa og forstjórapartí TÖLUR VIKUNNAR 05.08.2018 – 11.08.2018 100 milljóna framúrkeysla varð sam- tals á kostnaði við nýbyggingu og sýningu á Hakinu á Þingvöllum. 1.427 létust á Púertó Ríkó í fellibylnum Maríu sem gekk yfir eyjuna í sept- ember í fyrra samkvæmt endan- legu uppjöri. 911 milljóna króna tap varð á rekstri Öldrunarheimila Akur- eyrar á síðustu sex árum. 17 þúsund hektarar lands í Ísafjarðardjúpi á fjórum laxveiði- jörðum í eigu sænska auðkýfingsins Johns Haralds Örneberg eru nú til sölu. 30. Íslandsferð hins 82 ára Svisslendings Florians Rutz frá árinu 1975 stendur nú yfir. HEILBRIGÐISMÁL Fleiri en 30 manns hafa farið í skimun hjá Landspítal- anum til þess að hefja lyfjameðferð til að fyrirbyggja HIV-smit en áætlað er að fjöldinn verði í kringum 50. Smitsjúkdómalæknir segir að ábat- inn af lyfjameðferðinni verði fljótur að dekka kostnað ríkissjóðs vegna niðurgreiðslu meðferðarinnar. Eins og greint var frá í síðustu viku samþykkti lyfjagreiðslunefnd greiðsluþátttöku fyrir samheita- lyfinu Emtricitabine/Tenofovir sem er notað í forvarnarskyni gegn HIV- veirunni. Kostnaður lyfjameðferð- arinnar er niðurgreiddur að fullu en hins vegar þurfa einstaklingar að greiða fyrir reglulegar læknis- heimsóknir og blóðprufur sem eru skilyrði fyrir því að gangast undir meðferðina. „Við erum búin að skima fleiri en 30 karlmenn sem hafa óskað eftir lyfjameðferðinni en ég býst við að þeir verði í kringum 50 talsins þegar upp er staðið,“ segir Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómalæknir í samtali við Fréttablaðið. Kostnaður vegna meðferðarinnar nemur 62 þúsund krónum á mán- uði fyrir hvern einstakling, eða 744 þúsund á ári. Gangi spár eftir um að 50 manns gangist undir meðferðina nemur heildarkostnaður ríkissjóðs rúmum 37 milljónum á ári. Bryndís bendir á að ábatinn vegi þyngra en kostnaðurinn. „Ef við tökum andlega og líkam- lega heilsu einstaklinga út fyrir sviga hafa kostnaðargreiningar sýnt að meðferðin borgi sig upp á fimm til tíu árum,“ segir Bryndís og bendir á að meðferðin sé í flestum tilfellum tímabundin. Lyfjameðferðin sem þarf að gangast undir eftir HIV- smit er hins vegar ævilöng og kostar minnst 150 þúsund á mánuði á hvern einstakling. Þá kom fram í greinargerð starfs- hóps velferðarráðneytisins sem var birt í byrjun árs að kostnaður vegna lyfja og rannsókna í tengslum við HIV næmi allt að 500 milljónum króna hér á landi. Bryndís nefnir einnig að með- ferðin komi til með að fækka öðrum kynsjúkdómum hjá meðferðar- hópnum. „Skilyrði fyrir meðferð- inni er að koma í skimun á þriggja mánaða fresti. Þá getum við greint og meðhöndlað aðra kynsjúk- dóma.“ Þeir einstaklingar sem hug hafa á að nýta sér meðferðina þurfa að hafa samband við Landspítalann og panta tíma á göngudeild smit- sjúkdóma. Þar fer fram áhættumat, forvarnafræðsla og rannsóknir á viðkomandi. Aðspurð segir Bryndís að Land- spítalinn muni ekki hafa samband við einstaklinga að fyrra bragði til að bjóða meðferðina. tfh@frettabladid.is Á fjórða tug hefur sóst eftir forvarnarlyfjum gegn HIV Til þess að geta gengist undir meðferðina þarf að koma reglulega í blóð- og sjúkdómaskimun. NORDICPHOTOS/GETTY Minnst sextán sýktir af HIV á árinu Um 220 sjúklingar eru í lyfjameð- ferð vegna HIV-veirunnar. Alls greindust 27einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017 og var meðalaldurinn 35 ár. Í Farsótta- fréttum Embættis landlæknis kom fram að áhættuhegðun tengdist sýkingu hjá samkyn- hneigðum í þrettán tilfellum, gagnkynhneigðum í átta tilfellum og fíkniefnaneyslu í fimm til- fellum, en óvíst var um áhættu- þætti í einu tilfelli. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs greindust sextán með HIV-sýkingu. Ábatinn af forvarnameðferð gegn HIV-sýkingum sem er nýlega orðin möguleg á Íslandi vegur mun þyngra en kostnaðurinn að sögn smitsjúkdómalæknis. Á fjórða tug hefur nú þegar sótt um að gangast undir meðferðina. GEIMVÍSINDI Sjö ára ferðalag Parker- geimkannans um innra sólkerfið hefst í dag þegar geimfarinu verður skotið á loft frá Kanaveralhöfða í Bandaríkjunum. Markmið verk- efnisins er að rannsaka ystu lög Sólarinnar, eða sólkórónu. Risavaxin Delta-IV eldflaug mun fleyta Parker út í geim og í átt að Ven- usi. Við tekur tólf vikna ferðalag í átt að Sólinni en um miðbik þess mun geimfarið þjóta fram hjá Venusi. Á næstu sjö árum mun Parker fara 24 hringi umhverfis Sólina og rann- saka sólkórónuna. Þessar athuganir verða þær fyrstu sinnar tegundar. Enn er margt á huldu um eðli þeirra miklu hamfara sem eiga sér stað á yfirboði Sólarinnar. Parker mun rýna í raf- og segulsvið Sólarinnar, mæla virkni rafeinda, róteinda og jóna í sólkórónunni auk þess að taka ljós- myndir af henni og sólvindahvolfinu þar sem sólvindar myndast þegar stjarnan kastar rafgasi út í geiminn. Vísindamenn eru vongóðir um að Parker muni varpa nýju ljósi á þessa flóknu ferla. Dýpri skilningur á virkni í sólkórónunni er talinn mikil- vægur liður í því verkefni að takast á við kórónuskvettur sem geta valdið meiriháttar röskunum og skemmd- um á gervitunglum, rafkerfum og fjarskiptakerfum hér á Jörðinni. Parker er nefndur í höfuðið á bandaríska eðlisfræðingnum Eugene Parker. Hann setti fyrstur manna fram tilgátuna um sólvinda árið 1958, þegar hann var aðeins 31 árs gamall. Þetta er í fyrsta sinn sem geimfar NASA er nefnt í höfuðið á vísindamanni sem er enn á lífi. – khn Parker-geimfarið heldur í átt að Sólinni Parker-geimkanninn mun varpa nýju ljósi á sólkórónuna. FRÉTTABLAÐIÐ/NASA 1 1 . Á G Ú S T 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.