Fréttablaðið - 11.08.2018, Side 32

Fréttablaðið - 11.08.2018, Side 32
Deff Starr sækir innblástur til fornra gyðja og sterkra kvenna sem eru óhræddar við að fara eigin leiðir. Deff Starr skammt frá Hörpu þaðan sem Gleðiganga hinsegindaga leggur upp stundvíslega klukkan tvö í dag. MYND/STEFÁN Ég er frá Mið-Englandi, litlu þorpi í Staffordshire sem var mjög sveitó og ekki mikið umburðarlyndi í gangi. Ég flutti eins fljótt og ég gat til London og kynnt- ist fyrrverandi kærastanum mínum þar þegar ég var 22 ára. Við vorum í fjarsambandi því hann er frá Sviss og svo þegar hann fékk vinnu á Íslandi ákvað ég að flytja hingað líka og láta reyna á sambandið,“ segir Neville. „Ég hafði alltaf verið spenntur fyrir Íslandi. Ég vissi að ég vildi vinna við eitthvað skapandi og Ísland er mjög skapandi staður. Svo skipti líka máli sú staðreynd að mannréttindi samkynhneigðra eru lengra komin hér á Íslandi en víða annars staðar þannig að ég vissi að ég yrði ekki fyrir fordómum. Í flestum öðrum löndum snýst samkynhneigð svo mikið um réttindabaráttu, sumstaðar bara fyrir því að fá að vera til, en hér finnst mér hlutirnir snúast meira um að fagna fjölbreytileikanum því svo mörgum réttindum hefur verið náð þótt auðvitað sé ýmislegt eftir. Það er líka gott að finnast maður velkominn í framandi landi. Þegar sambandinu lauk fyrir þremur og hálfu ári fannst mér ég þurfa að vera lengur á Íslandi, hér væri eitthvað sem ég ætti eftir að gera.“ Drottning með Dragsúgi Neville hefur einna helst vakið athygli fyrir framkomu með fjöl- listahópnum Dragsúgi. „Minn fyrr- verandi var einn af stofnfélögunum í Dragsúgi og þó að mig langaði mjög mikið að vera með fannst mér nóg að hafa eina drottningu á heimilinu,“ segir hann og hlær. „Ég byrjaði svo fyrir tæpum tveimur árum og núna er ég einn af virkustu meðlimunum.“ Dragsúgur er með reglulegar sýn- ingar á Gauknum þar sem meðlimir hópsins leika á ýmsum mörkum fyrir troðfullum sal æstra aðdáenda og Neville hefur ekki látið sitt eftir liggja. „Ég hef alltaf upplifað mig sem listamann og sem slíkur er ég alltaf að finna út hvað ég get gert og hvað ég kemst upp með. Ég hef lært textílhönnun, grafíska hönnun og skúlptúrgerð þar sem ég lærði að nota alls konar efni sem nýttist mér þegar ég fór að búa til höfuðbúnað og búninga. Ég held reyndar að allt sem ég hef lært gegnum tíðina hafi gagnast mér í draginu – þar sameinast öll listformin. Mér finnst mikilvægt að segja sögur, fyrst ég er á sviði á annað borð finnst mér mikilvægt að koma af stað sam- ræðu við áhorfendur, ná tengslum við þá, smita þá af hugmyndum, halda athygli þeirra og hreyfa við þeim.“ Dauðastjarnan Deff Starr Allir draglistamenn eiga sér sviðs nafn og Neville segir að Deff Starr nafnið hafi byrjaði sem grín. „Gógó Starr er dragmóðir mín og lærimeistari. Hún er glamúrinn uppmálaður og afar fagleg í vinnu- brögðum, eiginlega allt sem ég er ekki, svo við grínuðumst með að ég myndi kalla mig Death Starr eins og í Stjörnustríði, en fyrsta sýningin sem ég tók þátt í var með vísindaskáldsöguþema. Death Starr breyttist svo í Deff Starr og hefur haldist síðan.“ Hann segir að nafnið hafi mótað sviðslist sína að vissu leyti. „Ég sæki mikið í vísindaskáldskap og hryll- ing en líka sterkar tilfinningar enda er ég sporðdreki sem stjórnast af Plútó sem sumir kalla dauðastjörn- una. Ég dregst mjög að því myrka en trúi að það sé alltaf hægt að finna eitthvað fallegt og jákvætt. Og þetta varð eiginlega leiðarljós í atriðum Deff Starr, að fara frá myrkri og hryllingi, sorg og depurð, yfir í von og ljós. Mér finnst mikilvægt að færa áhorfendum þessa von.“ Þriggja tíma umbreyting Það tekur tímann sinn að koma Deff Starr á kreik. „Ég vil helst hafa um þrjá tíma til að koma mér í drag,“ segir Neville. „Ég nota meira listræna förðun en hefðbundna, kvenlega förðun og finnst gaman að leika mér með liti og form. Dragið mitt er ekki venjulegt og ekki förð- unin heldur. Ef ég er að gera útlit sem ég þekki og hef gert áður getur það tekið styttri tíma en aldrei minna en klukkutíma. Ég vil helst alltaf vera með ný atriði með Dragsúgi, eða prófa nýja búninga og förðun og það tekur tíma. Eftir að hafa gert þetta í heilt ár núna veit ég meira hvað hentar mér og er búinn að búa mér til minn stíl. Það er gott að vita hvað ég vil leggja áherslu á og hvað veitir mér innblástur.“ Innblásinn af sterkum konum Talandi um innblástur fyrir Deff Starr segist Neville sækja hann víða að. „Ég fæ innblástur frá fornum menningarheimum og trúar- brögðum, gyðjum og vættum. Ég fæ líka innblástur frá sterkum og sjálfstæðum baráttu- og listakonum sem ekki fara hefðbundnar leiðir að fegurð, eins og Björk, Grace Jones og fleiri og fleiri.“ Hann segir dragsenuna á Íslandi frábrugðna þeirri í öðrum löndum og meira spennandi að mörgu leyti. „Áður en Dragsúgur kom til sögunnar hafði Ísland ekki stóra dragsenu en kabarettformið var vel þekkt. Þar viltu halda áhorf- endum á tánum, koma þeim á óvart eða hreyfa við þeim og ég held að þessi leikhúsbakgrunnur geri það að verkum að Íslendingar eru kröfuharðari við drag- og kabar- Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Fólk er kynningarblað sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveg@frettabladid.is s. 512 5351 | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@frettabladid.is, s. 512 5367 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@ frettabladid.is, s. 512 5368 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 512 5347 | Sigríður Inga Sigurðar- dóttir, sigriduringa@frettabladid.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 512 5358 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 512 5338 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 512 5442, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 512 5457, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 512 5429, Mér finnst mikil- vægt að koma af stað samræðu við áhorf- endur, ná tengslum við þá, smita þá af hugmynd- um, halda athygli þeirra og hreyfa við þeim. Framhald af forsíðu ➛ ettlistamenn en til dæmis Banda- ríkjamenn. Þar er nóg að fara í flott gervi, hreyfa varirnar með lögum og dansa fallega. Sem er í fínu lagi. En Íslendingar vilja meira og það gerir það að verkum að senan hér er mjög spennandi og lifandi,“ segir hann og viðurkennir að íslenskir áhorfendur séu ekki auðveldir. „Íslendingar eru almennt ekki meðvirkir. Ef þú segir vondan brandara hér þá fer enginn að hlæja af kurteisi. Íslendingum leiðist meðalmennska og hafa ekkert pláss fyrir hana.“ Í augnhæð við áhorfendur Gleðiganga Hinsegin daga leggur af stað frá Hörpu klukkan tvö í dag og Deff Starr lætur hana ekki fram hjá sér fara. „Ég verð að sjálfsögðu í gleði- göngunni með Dragsúgi. Við vorum með pallbíl í fyrra en í ár viljum við vera sýnilegri og þess vegna ætlum við að ganga á götunni til að upplifa meiri nánd við þá sem eru að fagna. Drag er mjög myndrænt listform og það er miklu betra að sýna það í augnhæð við áhorfendur.“ VILTU NÁ BETRI ÁRANGRI? Sölustaðir: Flest apótek og www.heilsanheim.is ESSENTIAL MAGNESIUM RECOVERY ÍÞRÓTTAHÚÐVÖRURNAR GETA HJÁLPAÐ ÞÉR! Innihalda: Magnesíum, Arnica, Eucalyptus, Ginger, Peppermint og fleiri öflugar olíur. - Flýta fyrir endurheimt vöðva eftir hlaup - Koma í veg fyrir krampa og sinadrátt - Minnka líkur á harðsperrum - Góðar við verkjum, eymslum og bólgum - Virka mjög hratt 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . ÁG Ú S T 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.