Fréttablaðið - 11.08.2018, Side 34
Hugmyndafræðin
við hönnun og
framleiðslu á Opel bílum
er fyrst og fremst að
framleiða hágæða bíla
fyrir almenning.
Opel Grandland X er flaggskip Opel í flokki sportjepplinga..
Opel Grandland X er flagg-skip Opel í flokki sport-jepplinga en þar eru fyrir
Opel Crossland X og Mokka X.
Crossland X hefur fengið gríðar-
lega góðar viðtökur hér á landi
en hann var frumsýndur nú í vor.
Mokka X er einn mest seldi bíllinn
í Evrópu í þessum flokki sem fer
ört stækkandi um allan heim.
Stærsti sportjepplingurinn
frá Opel
„Grandland X er stærstur af
þessum þremur bílum og kemur
hingað til landsins til að byrja
með í tveimur útfærslum, Enjoy
og Innovation. Báðar eru ríkulega
búnar en meira af staðalbúnaði er
að finna í Innovation,“ segir Bene-
dikt Eyjólfsson, forstóri Bílabúðar
Benna, en nýr Opel Grandland X
verður frumsýndur í dag að Krók-
hálsi 9.
Báðar útfærslurnar af Grandland
X sem koma hingað til lands eru
framhjóladrifnar með einstak-
lega sparneytnum, hljóðlátum,
umhverfisvænum en um leið
aflmiklum bensínvélum. 1,2 lítra
Pure tech bensínvélin sem er í
Grandland X var valin vél ársins
2018. Vélin skilar 130 hestöflum og
hámarkstogið er 230 Nm. Eyðslan
er aðeins 5,2 til 5,3 lítrar á hundr-
aðið miðað við blandaðan akstur.
Nýr Grandland X er fallega
hannaður bæði að innan sem utan.
Opel hefur lagt mikið í hönnun á
innanrými bílsins og hefur tekist
vel til. Grandland X er mjög rúm-
góður að innan fyrir farþega bæði
frammí og afturí. Þá er farangurs-
rými bílsins mjög rúmgott.
Opel bílar tilbúnir fyrir mun
strangari umhverfis- og
mengunarstaðla
„Hugmyndafræðin við hönnun og
framleiðslu á Opel bílum er fyrst
og fremst að framleiða hágæða
bíla fyrir almenning. Bíla sem eru
ríkulega búnir, gefa lúxusbílum
lítið eftir en eru á verði sem flestir
ráða við sem eru á annað borð í
bílahugleiðingum. Slagorð Opel,
,,Framtíðin er fyrir alla“, á að
endurspegla þessa hugmyndafræði
að miklu leyti,“ segir Benedikt.
Umhverfisvitundin er einnig
allsráðandi hjá Opel. Þýski bíla-
framleiðandinn í Russelsheim
hefur unnið af miklu kappi við að
gera Opel bíla tilbúna fyrir mun
strangari umhverfis- og mengunar-
staðla Euro 6D-Temp & RDE sem
taka gildi í september 2019.
Opel stendur framar mörgum
samkeppnisaðilum sínum hvað
þetta varðar.
Þýsk stemming og reynslu-
akstur í boði
„Sjón er sögu ríkari og við hvetjum
alla til að mæta upp í Krókháls 9
í dag, laugardag, klukkan 12-16
og reynsluaka Opel Grandland X
sem og öðrum Opel bílum. Þýsk
stemming verður allsráðandi og
sölumenn Opel taka vel á móti
þér,“ segir Benedikt.
Sérstakt frumsýningartilboð
verður í gangi en þar er um að
ræða 200.000 króna afslátt af
nýjum Opel Grandland X.
Nýr Opel
Grandland X
frumsýndur
Nýr Opel Grandland X verður frum-
sýndur í sýningarsal Opel, Krókhálsi 9,
í dag, laugardag, frá klukkan 12 til 16.
Grandland X er mjög rúmgóður að innan fyrir farþega bæði frammí og afturí.
Þá er farangursrými sportjepplingsins mjög rúmgott.
Opel Grandland
X er fallega
hannaður jafnt
að utan sem
innan..
Innanrými Opel
Grandland X er
vandað og fal-
lega hannað.
4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . ÁG Ú S T 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R