Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2013, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 12.01.2013, Qupperneq 4
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 MENNING Menningararfur Íslend- inga í Vesturheimi er viðfangsefni kynningarhátíðar í boði Þjóð- ræknifélagsins, sem haldin verður á Hótel Loft- leiðum í dag. Á hátíðinni verða krufnar spurn- ingar um ástæð- ur þess að fólk yfirgaf föður- land sitt og hélt vestur um haf, og hvort ungir Íslendingar láti sér Vestur- Íslendinga einhverju skipta. Svavar Gestsson, fyrrverandi sendiherra og ráðherra, segir frá hugleiðingum sínum tengdum Vestur-Íslendingum og menningu þeirra, og umræður verða að dag- skrá lokinni. Hátíð Þjóðræknifélagsins: Menning í Vest- urheimi krufin SVAVAR GESTSSON 05.01.2013 ➜ 11.01.2013 19 MILLJÓNIR er sú upphæð sem Páli Heimissyni er gefi ð að sök að hafa dregið sér með kreditkorti íhalds- hóps Norðurlanda- ráðs. 127 ALMENNINGSSÍMAR voru á Íslandi í fyrra. Allt stefnir í að þeim fækki nokkuð næstu ár. 2 af hverjum tíu stjórnar- mönnum í íslenskum fyrirtækjum eru konur. 8 BÖRN hafa fengið meðferð vegna kynáttunarvanda á Íslandi síðustu tvö ár. 2.000.000 gistinátta voru seldar á hótelum og gistiheimilum landsins árið 2011. 3. SKREF TALAÐU UM ÞAÐ BÖRN HALDA OFT MISNOTKUNINNI LEYNDRI. ÞAÐ ER HÆGT AÐ FÁ ÞAU TIL AÐ RJÚFA ÞÖGNINA MEÐ ÞVÍ AÐ TALA OPINSKÁTT UM ÞESSI MÁLEFNI. Kynntu þér nánar bæklinginn 7 skref til varnar börnum okkar á vefnum www.blattafram.is 25 ár þurfa að líða þangað til íþróttafélagið Haukar má aft ur stofna til skulda.1.200 kannabisplöntur fundust við leit í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfi rði. DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur dæmt Stefán Loga Sív- arsson og Þorstein Birgisson í fimm ára og fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga nítján ára stúlku í nóvember 2011. Stefán var viðskiptavinur mynd- bandaleigu sem stúlkan vann á, krafðist þess að fá símanúmerið hennar og tók í kjölfarið að áreita hana linnulítið. Þeir Þorsteinn sóttu hana síðan á vinnustað henn- ar, fóru með hana heim til Þorsteins og þröngvuðu henni báðir í einu til samræðis og munnmaka og hættu ekki þótt hún bæði um það og gréti. Tvímenningarnir neituðu sök og báru að hún hefði verið samþykk öllu saman. Dómarar meta þá ótrú- verðuga og segja framburð þeirra bera þess merki að þeir hafi sam- ræmt hann. Framburður stúlkunn- ar er aftur á móti metinn trúverð- ugur. Stúlkan hefur glímt við mikla áfallastreituröskun eftir atburðinn og er óvíst um batahorfur hennar. Þeir eru dæmdir til að greiða henni tvær milljónir í miskabætur. Mennirnir eiga báðir nokkurn sakaferil að baki. Stefán er annar svokallaðra Skeljagrandabræðra sem voru mikið í fjölmiðlum fyrir um áratug vegna hrottalegra ofbeldisverka. Brotaferill þeirra hófst strax á barnsaldri. - sh Dæmdir í fimm og fjögurra og hálfs árs fangelsi: Skeljagrandabróðir fær nauðgunardóm UMHVERFISMÁL Bæjarstjórn Gr u nda rfja rða r telur að umhverfis slys blasi við vegna rotnandi síldar í Kolgrafafirði og kallar eftir samstarfi við umhverfis yfirvöld. Hafrannsókna- stofnun hefur verið við upplýsinga- öflun í firðinum undanfarna daga. Rotnun síldar á fjörum er þegar farin að valda íbúum í firðinum ama vegna ólyktar. Eins og greint hefur verið frá sýndu mælingar Hafrannsókna- stofnunar í desember að mikið magn síldar drapst þar á stuttum tíma; á botni fjarðarins liggja allt að þrjátíu þúsund tonn af síld sem er tekin að rotna. Súrefnismettun í firðinum mældist þá mjög lág, lægri en áður hefur mælst í sjó við landið, og er hún talin meginorsök síldardauðans. Bæjarstjórn Grundarfjarðar ályktaði á fimmtudag vegna máls- ins og segir að umhverfisslys blasi þar við. Þar er kallað eftir við- bragðsáætlun sem fyrst og sam- starfi við Hafrannsóknastofnun, Umhverfisstofnun og umhverfis- ráðuneyti. Þar segir: „Ábyrgð og kostnaður vegna mögulegrar hreinsunar telur bæjarstjórn úti- lokað að geti legið hjá landeigend- um eða sveitarfélaginu.“ Það er hins vegar skilningur Umhverfis- stofnunar að sveitarfélagið og landeigendur séu aðgerðar- og ábyrgðaraðilar í málinu. Sólveig Rósa Ólafsdóttir, sviðs- stjóri sjó- og vistfræðisviðs Hafró, segir erfitt eða ómögulegt að meta hvernig mál muni þróast í Kol- grafafirði. Hún getur þess þó að mikil rotnun á hafsbotni geti vald- ið súrefnisþurrð. Slíkt veldur því að aðrar lífverur en þær sem nýta súrefni drífa rotnunina áfram. Þær nota súlfat í stað súrefnis en „hliðarafurðin“ af slíkri rotnun er eitrun. Sólveig tekur fram að Hafrann- sóknastofnun hafi ekki séð þess nein merki að slíkt sé hafið í Kol- grafafirði eða að hætta sé á slíkri eitrun. Þeir sérfræðingar, og stað- kunnugir, sem Fréttablaðið hafði samband við draga ekki úr því að vandi geti skapast vegna rotn- andi síldar í firðinum, en margt geti haft áhrif þar á. Þó er það einróma mat þeirra að hreinsun myndi litlu skila eða vera verk- fræðilega ómöguleg; magnið sé einfaldlega slíkt. Er þá kostnaður við slíkt hreinsunarstarf tekinn út fyrir sviga. Hafrannsóknastofnun var við mælingar í firðinum á fimmtudag og í gær. Gerðar eru áþekkar mæl- ingar og fyrr; ástand sjávarins kannað (hiti, selta, súrefni), mæl- ingar gerðar á magni síldar í firð- inum auk þess sem botn fjarðarins var skoðaður með neðansjávar- myndavélum. Niðurstöður liggja fyrir eftir helgi. svavar@frettabladid.is Umhverfisslys blasir við telja heimamenn Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur þungar áhyggjur af rotnandi síld í Kolgrafafirði. Hafró var við rannsóknir í vikunni. Magnið er slíkt að hreinsun er talin ómögu- leg. Fræðilega getur rotnunin valdið eitrun í firðinum ef allt fer á versta veg. Í KOLGRAFAFIRÐI Magnið af síld, sérstaklega á botni fjarðarins, er slíkt að kunn- ugir telja að hreinsunarstarf myndi litlu skila. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LÖGREGLUMÁL Gunnar Jakobs- son, sem áður hét Roy Svanur Shannon, sem handtekinn var á fimmtudag vegna gruns um kynferðisbrot gagnvart þremur börnum, hefur verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. RÚV greindi frá þessu í gær en úrskurður þess efnis var kveðinn upp í Héraðsdómi Suðurlands. Við húsleit á heimili Gunnars í gær fannst myndefni sem Gunnar hefur viðurkennt að sé af barnaníði. Gunnar skipti um nafn eftir að hann afplánaði dóm fyrir rúmum áratug fyrir kynferðisbrot gegn börnum en hann var áður þekkt- ur undir nafninu Roy Shannon. Hann var yfirheyrður í gær- morgun og leiddur fyrir dómara í hádeginu. - shá Grunaður um þrjú brot: Barnaníðingur í viku varðhald Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Mánudagur Norðan 10-15 NA- og A-til, annars hægari. STÖKU ÉL Í dag verður yfirleitt hægur vindur og breytileg átt. Dálítil él sunnan til og suðaustan til síðdegis. Hæg suðvestlæg átt á morgun en gengur í vaxandi norðanátt norðanlands annað kvöld með snjókomu. Kólnandi veður. -1° 4 m/s 0° 2 m/s 0° 3 m/s 5° 3 m/s Á morgun Hæg SV-átt, vaxandi N-átt um kvöldið. Gildistími korta er um hádegi -2° -2° -2° -4° -5° Alicante Basel Berlín 18° 5° 5° Billund Frankfurt Friedrichshafen 0° 1° 1° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas -1° -1° 21° London Mallorca New York 5° 18° 12° Orlando Ósló París 27° -9° 6° San Francisco Stokkhólmur 10° -4° 2° 4 m/s 4° 6 m/s 1° 1 m/s 0° 3 m/s -2° 1 m/s -1° 1 m/s -3° 2 m/s 0° -2° -2° -5° -5° AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.