Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2013, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 12.01.2013, Qupperneq 10
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 10 Styrkir til náms í hafrétti Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði hafréttar við Háskóla Íslands og er meginmarkmið stofnunarinnar að treysta þekkingu á réttarreglum á sviði hafréttar. Að stofnuninni standa Háskóli Íslands, utanríkisráðuneytið og atvinnu- og nýsköpunar- ráðuneytið. Hafréttarstofnun auglýsir hér með eftirfarandi styrki til náms í hafrétti til umsóknar: 1. Styrk til framhaldsnáms í hafrétti á háskólaárinu 2013 - 2014. 2. Styrki til þátttöku í sumarnámskeiði Ródos-akademíunnar í hafrétti 30. júní - 19. júlí 2013. Umsóknir berist Hafréttarstofnun Íslands, utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík fyrir 1. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir Tómas H. Heiðar, forstöðumaður stofnunarinnar, í síma 545 9900. Boltinn á Xinu 977 – alla virka daga kl. 11 - 12 BRETLAND Breski skemmtikrafturinn Jimmy Savile er talinn hafa misnotað að minnsta kosti 214 manns á árunum 1995 til 2009. Breska lögreglan telur fullvíst að fjöldi þolenda hans sé mun meiri, því brotaferill hans stóð yfir í meira en hálfa öld. Savile lést árið 2011, þá 84 ára gam- all, og fór útför hans fram með við- höfn enda var hann þekktur í bresku samfélagi, bæði sem skemmtikraftur í útvarpi og sjónvarpi og sem ötull bar- áttumaður góðgerðarsamtaka. Í skýrslu, sem birt var í gær og var unnin í sameiningu af bresku lög- reglunni og breskum barnaverndar- samtökum, kemur fram að nærri 500 manns hafi haft samband við lögreglu með upplýsingar um kynferðisbrot Saviles. Meðal kynferðisbrota hans eru 34 nauðganir, en fórnarlömb hans voru á aldrinum átta til 47 ára. 73 prósent þolenda brotanna voru yngri en 18 ára, en 82 prósent voru kvenkyns. Mörg brotanna voru framin á vinnu- stað hans hjá breska útvarpinu BBC en fimmtíu kynferðisbrot framdi hann á sjúkrahúsum og fjórtán í skólum. „Nú er ljóst að Savile var í felum fyrir allra augum og notaði frægðar- stöðu sína og fjáröflunarstörf til þess að fá óheftan aðgang að varnarlausum einstaklingum yfir sex áratuga tíma- bil,“ segir í skýrslunni. „Hann valdi aðeins þá sem varnar- lausastir voru,“ segir David Gray frá bresku lögreglunni, annar höfunda skýrslunnar: „Hann var nógu klár til að sjá hverjir væru ólíklegastir til að segja eitthvað gegn honum.“ „Allt þetta subbulega mál hefur leitt í ljós hve hryggilegar afleiðingar það hefur þegar varnarleysi mætir vald- mennsku,“ segir Peter Spindler, yfir- maður sérfræðideildar lögreglunnar. Ríkissaksóknari Bretlands sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem beð- ist er afsökunar á því að kynferðis- brot Saviles hafi ekki verið rannsökuð nægilega vel fyrr en nú, þótt embætt- inu hafi borist ábendingar og ásakanir á árunum 2007 og 2008. gudsteinn@frettabladid.is Misnotaði hundruð manna á hálfri öld Breska lögreglan segir að sjónvarpsmaðurinn Jimmy Savile hafi brotið gegn meira en 200 manns á árunum 1995 til 2009. Meirihlutinn var á barns- eða unglingsaldri. Ríkissaksóknari biðst afsökunar á að hafa ekki rannsakað málið fyrr. ÍTARLEG SKÝRSLA Í nýrri skýrslu frá bresku lögreglunni er dregin upp nokkuð nákvæm mynd af því sem nú er vitað um kynferðis- brot Jimmys Savile. NORDICPHOTOS/AFP KYNFERÐISBROT JIMMYS SAVILE Fjöldi þolenda sem vitað er um: 174 Yngri en 10 ára 18 10 til 13 ára 23 13 til 16 ára 63 16 til 18 ára 17 Eldri en 18 ára 52 Aldur óþekktur 1 Samtals KVENKYNS EINSTAKLINGAR 40 SamtalsKARLKYNS EINSTAKLINGAR Yngri en 10 ára 10 10 til 13 ára 15 13 til 16 ára 10 Eldri en 18 ára 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.