Fréttablaðið - 12.01.2013, Page 22

Fréttablaðið - 12.01.2013, Page 22
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR ➜ „Björn Hlynur bætist við leikarahópinn. Hans persóna spilar stóran þátt í lífi okkar Bjarna sem Kjartan Guðjónsson leikur.“ Tökur eru nýhafnar á nýrri þáttaröð sem nefnist Ástríður. Það er sería númer tvö með því nafni. Ilmur Kristjánsdóttir leikur titilhlutverkið eins og í fyrri seríunni. Hún var tilnefnd til Edduverðlauna 2010 sem leik- kona ársins í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína þá. Því er fyrsta spurning sem leikkonan fær þessi: Ilmur, er gaman að rifja upp kynnin af Ástríði? „Já, það er mikil gleði hér á tökustað og allir spenntir.“ Þér hefur auðvitað fundist Ástríður eiga framhaldslíf skilið. „Algerlega. Við vorum fjögur sem skrifuðum handritið saman, Sigurjón Kjartansson, María Reyn- dal, Hannes Pálsson og ég. Silja Hauks leikstýrir núna eins og síðast og Björn Hlynur bætist við leikarahópinn. Hans persóna spil- ar stóran þátt í lífi okkar Bjarna sem Kjartan Guðjónsson leikur. (Hvíslar: Á ég að þegja? Nei, ókei.) Aðeins hærra: Ég er aðeins of nálægt upptökuvélunum.“ Ástríður orðin yfirmaður Gerist serían á sama stað og sú fyrri? „Nei, það hafa orðið breytingar. Fyrri serían gerðist í banka. Óskil- greindum banka. Hann er auðvitað farinn á hausinn þannig að fólkið sem þar vann er núna að vinna fyrir skilanefnd. Ástríður er orðin yfir- maður þannig að hún er orðin aðeins fínni með sig en í fyrri seríunni.“ Hvað geturðu sagt mér um einkalífið hjá Ástríði? „Þar er fullt í gangi, að sjálf- sögðu. Ég ætla ekki að segja þér hvernig það endar en það byrjar að minnsta kosti ekki vel.“ Verða þetta margir þættir? „Þetta eru tíu þættir og sýningar byrja með vorinu, jafnvel í mars. En serían er búin að vera í þróun lengi. Við tókum okkur góðan tíma í að skrifa og raða handritinu saman.“ Allt í bland Ertu í fleiri leiklistarverkefnum núna? „Nei, ég tók mér frí í leikhús- unum í vetur en var að leika í bíó- mynd hjá Ágústi Guðmundssyni fyrir jól, Ófeigur gengur aftur, sem verður frumsýnd í bíóhúsum um páskana. Það er draugagrín- mynd, við Gísli Örn leikum þar par og Laddi leikur pabba minn. Ég er sem sagt bara að sinna sjónvarps- og kvikmyndaleik núna. Svo er framtíðin óskrifað blað og ég kann því mjög vel.“ Hvort fellur þér betur að vinna á sviði eða í kvikmyndum? „Ég vil hafa þetta allt í bland.“ Ljósmyndarinn komst að því að Ástríður er með eigin skrifstofu í nýju seríunni. Spurð hvort henni finnist það svo heillandi vinnu- umhverfi að hún gæti lagt leiklist á hilluna fyrir skrifstofustörf svarar Ilmur: „Nja, ég er bara þakklát fyrir að vera leikkona, fá að vera viss týpa í stutta stund og geta síðan svissað yfir í eitthvað annað. Þannig fæ ég smjörþefinn af mörgu. Ég er svo mikill sveimhugi að mér hentar mjög vel að vera í þessu starfi.“ HELGIN 12. janúar 2013 LAUGARDAGUR Suðurland Höfuðborgarsvæðið Vesturland -3,5% Austurland +5,4% +0,9% Norðurland -4,1% +0,8% Þakklát fyrir að vera leikkona Ilmur Kristjánsdóttir hljómar ánægð en óvenju lágróma í símanum. Það er fyrsti tökudagur á sjónvarpsseríu númer tvö um Ástríði, skrifstofukonu sem hún túlkar, og þetta stutta viðtal er tekið með nokkrum hléum þegar hún er kölluð „á sett“. Umferðin á hringveginum allt árið 2012 reyndist 0,4 prósentum minni en árið 2011. Þetta segir á vef Vega- gerðarinnar, en í þessum tölum er miðað við sextán lykilteljara á hring- veginum. Þetta er mun minni samdráttur en árið 2011 þegar umferð dróst saman um 5,3 prósent frá árinu áður, en árið 2010 nam samdrátturinn 2,3 prósentum. Umferð hefur dregist mikið saman frá hruni, en er nú svipuð og var á árunum 2005 til 2006. Fyrir hrun mældist gjarnan fimm til sex prósenta aukning á umferð milli ára. Síðasta ár jókst umferð lítillega á Suðurlandi og við höfuðborgar- svæðið, og um heil 5,4 prósent á Austurlandi. Umferð dróst hins vegar saman á Vesturlandi, um 3,5 prósent og á Norðurlandi um 4,1 prósent. Sé eingöngu litið til desember síð- astliðins í samanburði við desember 2011 er um talsverða aukningu að ræða, eða um 5,7 prósent á lands- vísu. Mesta aukningin í desember mælist á Suðurlandi, tæplega tólf prósent. - þj UMFERÐ UM HRINGVEGINN DRÓST LÍTILLEGA SAMAN Umferðartölur Vegagerðarinnar sýna minniháttar breytingu milli ára. Samdráttur á umferð er mun minni en árið 2011 og 2010. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 5,7% aukning varð á umferð í desember 2012 miðað við umferð í desember árið 2011. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Sigurður Guðmundsson tónlistarmaður Með tærnar upp í loft Ég var að spila í Hollandi með Ásgeiri Trausti og ætla að liggja í sófanum með tærnar upp í loft um helgina. Elín Hirst frambjóðandi Í þrettándaboð Ég byrja daginn í dag á fundi í Valhöll, svo held ég erindi á fundi Þjóðræknisfélagsins og enda á þrettándaboði hjá mömmu. Elín Lilja Jónasdóttir ritstjóri Tekur niður jólin Ég ætla í sund með fjöl- skyldunni, taka svo niður jólin og vonandi kemst ég á Hobbitann um kvöldið. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV Út að borða og í leikhús „Ég verða að vinna í dag, þarf að lesa handrit. Svo ætla ég að bjóða konunni óvænt út að borða á Bambus áður en við förum í leikhús að sjá Jónsmessu- nótt eftir Hávar Sigurjónsson.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.