Fréttablaðið - 12.01.2013, Qupperneq 26
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26
Íslenska karlalandsliðið í handbolta lék sinn hundr-aðasta leik í úrslitakeppni HM í lokaleik sínum á HM í Svíþjóð fyrir tveimur árum og því er kjörið tækifæri til
að rifja upp tíu eftirminnileg-
ustu sigurleiki karlaliðs Íslands
á sextán heimsmeistaramótum
strákanna okkar. Íslenska liðið
hefur alls unnið 44 leiki á HM,
allt frá fyrsta sigrinum á móti
Rúmenum á HM í Austur-Þýska-
landi 1. mars 1958 til þess síðasta
sem var á móti Noregi 20. janúar
2011 í lokaleik riðlakeppninnar á
HM í Svíþjóð. Þeir tíu leikir sem
Fréttablaðið telur að skeri sig út
eru valdir bæði út frá sögulegu
mikilvægi og mikilvægi þeirra
fyrir íslenska landsliðið á við-
komandi móti.
Óskar Ó.
Jónsson
ooj@frettabladid.is
29-22 sigur á Noregi
Linköping, 20. janúar 2011
ÞJÁLFARI: Guðmundur Guðmundsson
MIKILVÆGI: Íslenska liðið tryggði sér
sigur í riðlinum og fullt hús inn í milli-
riðilinn.
HETJA LEIKSINS: Björgvin Páll Gúst-
avsson. Varði 21 skot í leiknum, þar af
12 af 21 skoti í seinni hálfleiknum sem
Ísland vann með sjö mörkum.
MARKAHÆSTIR: Snorri Steinn Guð-
jónsson 7/3, Alexander Petersson 5,
Aron Pálmarsson 4, Guðjón Valur
Sigurðsson 3, Ólafur Stefánsson 3, Þórir
Ólafsson 3/1.
Þetta var sigur liðsheildarinnar
og gaman var að sjá Bjögga í
markinu. Norðmennirnir urðu bara
hræddir við hann,“ sagði Ingimundur
Ingimundarson í viðtali við Frétta-
blaðið.
32-24 sigur á Frakklandi
Magdeburg, 22. janúar 2007
Þ JÁLFARI: Alfreð Gíslason
MIKILVÆGI: Íslenska liðið varð að vinna leikinn til þess að komast upp úr
riðlinum.
HETJA LEIKSINS: Birkir Ívar Guðmundsson. Liðsheildin var frábær en Birkir
Ívar sýndi stórkostlega markvörslu, ekki síst í fyrri hálfleik þegar hann varði
12 af 20 skotum sem á hann komu.
MARKAHÆSTIR: Ólafur Stefánsson 6/4, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Logi
Geirsson 5, Alexander Petersson 4, Snorri Steinn Guðjónsson 4.
32-27 sigur á Júgóslavíu
Lissabon, 2. febrúar 2003
ÞJÁLFARI: Guðmundur Guðmundsson
MIKILVÆGI: Íslenska liðið tryggði sér sæti á ÓL í Aþenu
2004.
HETJA LEIKSINS: Ólafur Stefánsson. Skoraði 11 mörk úr
16 skotum og átti einnig sex stoðsendingar á félaga sína.
MARKAHÆSTIR: Ólafur Stefánsson 11/3, Patrekur
Jóhannesson 4, Aron Kristjánsson 4, Einar Örn Jónsson 4.
Eftir að Guðmundur þjálfari var búinn að halda
sínu ræðu þá stóð Óli upp og bað okkur um að koma
í hring og hélt tölu sem ég ætla ekki segja hvert
innihaldið var í en þessi orð hans verkuðu geysilega
vel á okkur og ég fann þegar við gengum til leiksins
að við vorum tilbúnir allir sem einn,“ sagði Sigurður
Bjarnason í viðtali við Morgunblaðið.
32-23 sigur á Spáni
Kumamoto, 30. maí 1997
ÞJÁLFARI: Þorbjörn Jensson
MIKILVÆGI: Úrslitaleikur um sæti í
leiknum um fimmta sætið.
HETJA LEIKSINS: Guðmundur Hrafn-
kelsson. Kom inn í markið í stöðunni
10-10, byrjaði á því að verja víti og varði
á endanum 16 af 29 skotum sem á
hann komu eða 55 prósent.
MARKAHÆSTIR: Geir Sveinsson 6,
Róbert Julian Duranona 5/2, Björgvin
Björgvinsson 4, Patrekur Jóhannesson 4,
Ólafur Stefánsson 4.
Við ætluðum okkur ekki að
tapa– höfðum engan áhuga að leika
um sjöunda til áttunda sæti. Þessi
sigur var nauðsynlegur eftir hið sára
tap gegn Ungverjum. Það var aðeins
spurningin um hvort liðið langaði
meira að leika um fimmta til sjötta
sætið. Það kom í ljós að okkur
langaði meira til þess en Spán-
verja,“sagði Þorbjörn Jensson,
þjálfari íslenska liðsins, við Morgun-
blaðið.
32-28 sigur á Noregi
Kumamoto, 27. maí 1997
ÞJÁLFARI: Þorbjörn Jensson
MIKILVÆGI: Úrslitaleikur um sæti í átta
liða úrslitunum.
HETJA LEIKSINS: Geir Sveinsson.
Skoraði 7 mörk úr 7 skotum og átti stór-
leik í bæði vörn og sókn.
MARKAHÆSTIR: Geir Sveinsson 7,
Róbert Julian Duranona 7, Patrekur
Jóhannesson 6, Valdimar Grímsson
5/1,Gústaf Bjarnason 4, Ólafur Stefáns-
son 3.
Það var þvílíkur straumur og
gleði sem fór um mann í lokin, hreint
ólýsanlegt. Ég hélt að við ætluðum
aldrei í gang en þetta hafðist sem
betur fer með dugnaði og baráttu.
Við vorum búnir að læra heima,“
sagði Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska
landsliðsins í viðtali við DV.
Eft irminnilegustu sigrar
Íslands á HM í handbolta
Íslenska handboltalandsliðið er að hefj a keppni á sínu sautjánda heimsmeistaramóti. Strákarnir okkar eru
búnir að spila hundrað leiki á HM og Fréttablaðið rifj ar upp tíu eft irminnilegustu sigrana.
27-18 sigur á Júgóslavíu
Kumamoto, 22. maí 1997
ÞJÁLFARI: Þorbjörn Jensson
MIKILVÆGI: Úrslitaleikur riðilsins og
fyrsti sigurinn á Júgóslövum á stórmóti.
HETJA LEIKSINS: Bergsveinn Berg-
sveinsson. Bergsveinn varði 17 skot
í leiknum, eða 48 prósent skota sem
komu á hann, og aðeins fjögur þeirra
fóru til mótherja.
MARKAHÆSTIR: Valdimar Grímsson
11/3, Dagur Sigurðsson 4, Patrekur
Jóhannesson 4, Ólafur Stefánsson 3.
Ég trúði því alltaf að við gætum
lagt Júgóslava að velli en ef ég á að
vera hreinskilinn verð ég að segja að
ég átti aldrei von á níu marka sigri.
Ég er viss um að flestir sem sjá
úrslitin telja að um prentvillu sé að
ræða– að tölur okkar og Júgóslava
hafi víxlast,“ sagði Geir Sveinsson,
fyrirliði íslenska liðsins við Morgun-
blaðið.
25-16 sigur á Danmörku
Luzern, 4. mars 1986
ÞJÁLFARI: Bogdan Kowalczyk
MIKILVÆGI: Fyrsti sigurleikur Íslands á Dönum
á stórmóti og þá sá stærsti á HM.
HETJA LEIKSINS: Einar Þorvarðarson. Stóð sig
frábærlega í markinu, varði fimmtán skot, þar á
meðal tvö vítaskot. Einar varði 9 af 15 skotum
Dana í seinni hálfleik eða 60 prósent skotanna.
MARKAHÆSTIR: Atli Hilmarsson 8, Kristján
Arason 6/1, Páll Ólafsson 4.
Danir leika alltaf eins. Níu marka sigur
okkar segir allt um getumuninn á liðunum. Einar spilaði frábærlega og
vörnin var stórgóð. Allir börðust, hver einasti maður lagði allt sitt í leikinn.
Þetta var stórkostlega góður sigur hjá liðinu,“ sagði Bogdan Kowalczyk við
Þjóðviljann.
25-23 sigur á Rúmeníu á HM
1986
Bern, 28. febrúar 1986
ÞJÁLFARI: Bogdan Kowalczyk
MIKILVÆGI: Leikur sem varð að vinnast
til að komast í milliriðilinn.
HETJA LEIKSINS: Atli Hilmarsson var
frábær á úrslitastundu. Skoraði tvö
mörk og átti tvær stoðsendingar í 4-0
spretti Íslands í lok leiksins.
MARKAHÆSTIR: Atli Hilmarsson 6,
Kristján Arason 6/1, Sigurður Gunn-
arsson 5/1, Þorbjörn Jensson 3, Guð-
mundur Guðmundsson 3.
Strákarnir hafa verið undir
sannkölluðum heraga, nánast í
fangabúðum hjá mér, en svona þarf
að vinna til að ná árangri. Þessi sigur
Íslands er sá besti og óvæntasti sem
lið frá Vestur-Evrópu hefur unnið í
sögu handknattleiksins,“ sagði
Bogdan Kowalczyk við Þjóðviljann.
12-10 sigur á Svíþjóð
Bratislava, 7. mars 1964
ÞJÁLFARI: Karl G. Benediktsson
MIKILVÆGI: Fyrsti sigurleikur Íslands
gegn Norðurlandaþjóð á stórmóti.
HETJA LEIKSINS: Ingólfur Óskarsson.
Var markahæstur í íslenska liðinu með
fimm mörk en hann hvíldi í fyrsta leik
liðsins og var sannkallað leynivopn í
þessum leik.
MARKAHÆSTIR: Ingólfur Óskarsson
5, Gunnlaugur Hjálmarsson 3, Hörður
Kristinsson 3.
Leynivopn okkar í þessum leik
var Ingólfur Óskarsson. Roland
Mattsson, sem hér var um tíma
síðastliðið sumar, hafði gefið löndum
sínum nákvæma skýrslu um íslensku
piltana. Hann hafði séð þá alla–
nema Ingólf, sem aldrei kom á
æfingu hjá honum vegna vinnu úti á
landi. Við sýndum Ingólf því ekki í
fyrsta leiknum móti Egyptum og kom
það í ljós gegn Svíum að sú ráðstöfun
var rétt,“ sagði í frétt um leikinn í
Morgunblaðinu.
13-11 sigur á Rúmenum
Magdeburg, 1. mars 1958
ÞJÁLFARI: Hallsteinn Hinriksson
MIKILVÆGI: Fyrsti sigurleikur Íslands á
stórmóti.
HETJA LEIKSINS: Ragnar Jónsson. Skor-
aði fimm mörk og fór síðan í markið
í lokin þegar markvörðurinn Guðjón
Ólafsson var rekinn af velli. Ragnar hélt
hreinu síðustu mínúturnar.
MARKAHÆSTIR: Ragnar Jónsson 5 og
Gunnlaugur Hjálmarsson 4.
Frammistaða íslenzka liðsins
hefur vakið óskipta athygli því á
daginn hefur komið að liðið á fullt
erindi til slíkrar keppni. Það reyndist
fært um að standa stærri þjóðum
sem hafa fullkomnar aðstæður til
iðkunar íþróttarinnar á sporði,“ sagði
í frétt um leikinn í Morgunblaðinu.
HM 1958
HM 1964
HM 1986
HM 1986 HM 2003
HM 1997
HM 2011
HM 2007
HM 1997
HM 1997
Við vorum óheppnir að mæta Íslend-
ingum í þeirri stöðu sem þeir voru komnir í,
það er að verða að vinna okkur. Fyrir vikið
voru þeir sem óðir frá fyrstu mínútu og við
fengum ekkert við ráðið. Ég get ekki annað
en óskað Alfreð og íslensku landsliðsmönn-
unum til hamingju með sigurinn,“ sagði
Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakka, á
blaðamannafundi eftir leik.