Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2013, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 12.01.2013, Qupperneq 40
12. janúar 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 40 allhressilega á rassinn. Listafólki er hins vegar eðlilegt að stíga varlega til jarðar og Íslendingar leita mjög fallega út fyrir sitt svæði til að spegla sig í stærra sam- hengi. Sviðslistirnar hér eru að sækja út á við, tungumálalandamærin eru að opnast og aðgengi að upplýsingum er orðið gríðar- legt. Þannig að ég sé ekki annað en að hér sé að eiga sér stað sama þróun og hjá frænd- þjóðum okkar. Annað sem er mjög jákvætt hér er að leiðin frá því að hugmynd kviknar og þar til hún verður að veruleika er mjög stutt. Þetta er lítið samfélag og frændsemin sem ekki er sérstaklega holl í öðrum geirum íslensks samfélags er mjög holl í listaheim- inum. Þar ríkir vilji til að hjálpast að og láta hlutina ganga upp. Við erum líka mjög dug- leg að pikka upp strauma og stefnur, þannig að biðtíminn frá því að ég sé eitthvað nýstár- legt erlendis og þar til það birtist hér er alltaf að styttast. Stofnanaleikhús eru auð- vitað í eðli sínu staður hinna sígildu verka og þá fjallar þetta aðallega um endurnýjun þeirra en það á líka að vera staður þar sem dægurmálin eiga sér samastað, börnin koma og læra að njóta leiklistar og þar sem sam- tíminn er speglaður. Þessu eru menn að átta sig á og mér finnst hafa orðið mikil þróun í leikhúsunum hér heima – í jákvæða átt. Ég sé heldur ekki betur en að það sé breið flóra í íslenskri nýleikritun á öllum sviðum. Við eigum orðið rosalega vel menntað og gott sviðslistafólk og hlutfall þeirra sem sækja menningarviðburði er fáránlega hátt hér.“ Leiðinleg hvert við annað Samt heyrir maður alltaf talað um það að hér sé bara sama fólkið að gera sömu hlutina endalaust. „Auðvitað er þetta dálítið sama fólkið, einfaldlega af því að við erum ekkert svo mörg. En við erum líka ofsalega leiðin- leg hvort við annað. Okkur vantar örlætið og að geta klappað hvert öðru á bakið og verið hvetjandi. Auðvitað verðum við líka að vera gagnrýnin en sjálfsgagnrýni fellst ekki í niður rifi, hún fellst í hollri athugun á því sem er gott og gagngerri endurskoðun á því sem við skiljum ekki. Þar finnst mér að orðræðan öll mætti lagast. Við sjáum hvernig toppar samfélagsins tala hver við annan og það drýpur auðvitað niður. Sama orðræðan á sér stað inni á heimilunum; hvað allt sé ömurlegt og leiðinlegt og bömm- erinn og þynnkan og fylleríið og sukkið. Þetta er óskaplega leiðinleg stemning og það væri rosalega fallegt ef fólk færi að temja sér heilbrigða gagnrýni, flagga því sem við gerum vel og skoða heiðarlega það sem miður fer. Ég upplifi orðræðuna hér sem gríðarlega svarta, neikvæða og agressífa og þetta er að kæfa fólk þannig að það sér ekki hlutina í samhengi. Við þurfum að fara að jafna okkur á þessari ókyrrð og átta okkur á að við þurfum að vinna saman, við erum hérna saman og það er enginn að fara neitt.“ Gabbbók veitir leikskáldi innblástur Þú ert að fara. „Já, ég er að fara til Berlínar til að setja upp sýningu. Byrja að æfa á mánu- dagsmorgun. Ótrúlega spennandi verk eftir nútímahöfund sem er Argentínumaður sem vinnur á Spáni og heitir Rodrigo García. Hann er mikill póstmódern töffari, bæði höfundur og leikstjóri, og þráðurinn í þessu verki binst saman með tveimur mönnum sem keppast við að elda upp úr bók sem kom út um aldamótin og var sögð eftir Leonardo da Vinci. Átti að hafa fundist á Hermitage- safninu í Pétursborg og þótti mjög merkileg uppgötvun. Síðar kom í ljós að þetta var auð- vitað gabb en við það varð bókin bara fræg- ari. Þessir náungar í verkinu keppast sem sagt um hylli konu með því að elda rétti frá endurreisnartímanum í Flórens, en auð vitað er það vonlaust verk þar sem í ljós kemur að það er ekkert hjarta eftir í manneskjunni.“ Þú ætlar að frumsýna þá sýningu 18. mars. Hvað tekur svo við? „Þá kem ég heim og kenni fyrsta árs nemum í leiklist við LHÍ. Svo liggur leiðin bara áfram. Fer að setja upp Ibsen í Borgarleikhúsinu í Gautaborg næsta haust þar sem við ætlum að sviðsetja Frúna frá hafinu. En að öðru leyti gef ég ekkert upp um framtíðina.“ GERUM REYKJAVÍK ENN BETRI! Jón Gnarr borgarstjóri mun funda með íbúum í öllum hverfum borgarinnar í tengslum við verkefnið Betri Hverfi. Farið verður yfir verkefni síðasta árs og óskað eftir hugmyndum að nýjum verkefnum til að bæta íbúahverfin í Reykjavík auk þess sem óskað verður eftir samráði við íbúa um eftirfylgni verkefna. Laugardalur Mánudagur 14. janúar kl. 17.00 Laugalækjarskóli Árbær Miðvikudagur 16. janúar kl. 17.00 Árbæjarskóli Vesturbær Fimmtudagur 17. Janúar kl. 17.00 Hagaskóli. Háaleiti - Bústaðir Mánudagur 21. janúar kl. 17.00 Réttarholtsskóli Breiðholt Þriðjudagur 22. janúar kl. 17.00 Gerðuberg Miðborg Miðvikudagur 23. janúar kl. 17.00 Ráðhúsi Reykjavíkur Grafarholt – Úlfarsárdalur Fimmtudagur 24. janúar kl. 17.00 Sæmundarskóli Kjalarnes Fimmtudagur 24. janúar kl. 20.00 Klébergsskóli Hlíðar Mánudagur 28. janúar kl. 17.00 Kjarvalsstaðir Grafarvogur Þriðjudagur 29. janúar kl. 17.00 Gufunesbær ÍBÚAFUNDIR MEÐ BORGARSTJÓRA Í ÖLLUM HVERFUM www.betrireykjavik.is Reykjavíkurborg
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.