Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.01.2013, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 12.01.2013, Qupperneq 44
FÓLK|| FÓ K | HELGIN4 Hópur hjólafólks hittist annan hvern laugardagsmorgun og hjólar saman í nokkra klukkutíma. „Við höfum staðið fyrir þessum hjóla- ferðum í nokkur ár,“ segir Skúli H. Skúlason, framkvæmdastjóri Úti- vistar, en ferðirnar eru opnar öllum og ekki er greitt þátttökugjald fyrir. Hjólahópurinn hittist á tilteknum stað og tekin er ákvörðun um hjólaleiðina. „Það fer eftir veðri og aðstæðum hverju sinni hvert er hjólað. Stundum er hjólað í tvo tíma en ferðirnar geta tekið allt upp í fimm tíma ef veður er gott og allir í stuði,“ segir Skúli og tekur sem dæmi að stundum hjóli hópurinn upp í Mosfellsbæ og tylli sér jafn- vel á kaffihús. Skúli segir ferðirnar miðaðar við hinn almenna hjólamann. „Þetta eru ekki garpaferðir,“ bætir hann kíminn við. Inntur eftir fjölda þátt- takenda svarar Skúli að yfirleitt mæti um tíu til tuttugu manns til að hjóla en í hópnum sem hafi stundað ferðirnar séu um fjörutíu manns. En er ekkert mál að hjóla á veturna? „Nei, það er oft fínt og þurrt færi á veturna en vissulega þurfa menn að vera með nagladekk ef það er hálka.“ Hópurinn hittist í dag klukkan 10 en næsta hjólaferðin verð- ur farin laugardaginn 26. janúar frá Topp- stöðinni í Elliðaárdal. Nánari upplýsingar um styttri og lengri hjólaferðir er að finna á vefnum www.utivist.is. HIST OG HJÓLAÐ Hjólað á höfuðborgarsvæðinu kallast fastur liður hjá ferðafélaginu Útivist. Á HJÓLASTÍG Útivist stendur fyrir ókeypis hjólaferðum annan hvern laugardag í vetur. Íslenska landsliðið í handbolta keppir í sínum fyrsta leik á heims-meistaramótinu á Spáni í dag þegar liðið mætir Rússlandi. Það eru liðin 55 ár síðan landsliðið í hand- bolta keppti á fyrsta heimsmeistara- móti sínu í Austur-Þýskalandi árið 1958. Hallsteinn Hinriksson þjálfaði landsliðið sem var skipað fjórtán leik- mönnum, þar af sjö úr FH og fjórum úr KR. Karl V. Jóhannsson, leikmaður KR, var varafyrirliði landsliðsins á mótinu og segir hann þetta fyrsta stórmót landsliðsins hafa verið mikla upplifun fyrir alla þá sem tóku þátt. „Mótið var mikil upplifun fyrir okkur leikmenn og þá sem fóru með, aðal- lega því æfingaaðstaða okkar var svo léleg á þessum tíma. Við þurftum að æfa í Hálogalandi en líka að keyra upp á Keflavíkurflugvöll tvisvar í viku og æfa í íþróttahúsi bandaríska hers- ins. Það var mikil upplifun að æfa í svo stórum sal.“ Landsleikirnir í Austur-Þýskalandi voru fyrstu landsleikir allra leik- manna liðsins. Aðstæður ytra voru nokkuð frumstæðar að sögn Karls. „Við ferðuðumst með lest til Magde- burg og vorum mjög lengi á leiðinni. Hermenn stoppuðu lestina reglulega og kíktu inn til okkar. Þegar komið var á staðinn kom í ljós að íþróttahúsið sem við spiluðum í var einnig braggi en þó töluvert stærri en við vorum vanir. Við æfðum á 17 x 34 metra velli heima en völlur í Magdeburg var 20 x 40 metra langur. Gólfið var þó svipað því sem við vorum vanir.“ ÞEKKTU EKKI MÓTHERJANN Ísland lenti í níunda sæti á mótinu en sextán lið tóku þátt. Landsliðið lék þrjá leiki, vann Rúmena en tap- aði á móti Tékkum og Ungverjum. Sigurinn gegn Rúmenum var jafn- framt fyrsti sigurleikur íslenska landsliðsins í handbolta. „Við viss- um ekkert hverju við áttum von á þarna úti og höfðum engar sérstakar væntingar. Við þekktum ekki leik- menn hinna liðanna en vissum þó af BRAGGALIÐ NÆR GÓÐUM ÁRANGRI GAMLAR KEMPUR Íslenska landsliðið í handbolta tók fyrst þátt í HM í handbolta fyrir 55 árum. Liðið æfði við frumstæðar aðstæður en náði góðum árangri. ÓVISSA „Við vissum ekkert hverju við áttum von á þarna úti og höfðum engar sér- stakar væntingar,“ segir Karl V. Jóhannsson, fyrr- verandi landsliðsmaður. MYND/STEFÁN einum góðum tékkneskum leikmanni sem hét Eretz. Eftir leikinn við Tékka spurðum við reyndar hver þessi Eretz væri því við tókum aldrei eftir honum. Níunda sæti á þessu fyrsta heimsmeistaramóti var bara ágætis árangur hjá okkur, sérstaklega þegar tillit er tekið til þess að við vorum að koma frá litlum velli yfir á stóran völl.“ Birgir Björnsson, fyrirliði liðsins og leikmaður FH, var markahæsti leikmaður liðsins á mótinu með 13 mörk. Sjálfur skoraði Karl tvö mörk á mótinu en hann spilaði stöðu skyttu vinstra megin og á miðjunni. Karl átti langan feril sem leik- maður hérlendis auk þess að starfa sem milliríkjadómari á mörg ár. Hann hefur því fylgst vel með handbolt- anum undanfarna áratugi. En hvernig líst honum á íslenska liðið sem hefur leik í dag? „Mér líst ekki nógu vel á þá. Ég sá leikinn á móti Svíum fyrr í vikunni. Mér fannst nýju leikmennirn- ir eitthvað taugaveiklaðir og skiluðu ekki því sem ég bjóst við. Það var þó frábært að sjá Aron í markinu. Ég spái okkur tveimur sigrum en held að við vinnum ekki Rússa og Dani auk þess sem Makedóníumenn hafa alltaf verið okkur erfiðir.“ TILBÚNIR! Íslenska liðið stillir upp fyrir fyrsta leik mótsins gegn Tékkum. Karl er annar frá hægri í neðri röð. MYND/ÚR EINKASAFNI 10.000 METRA ÁSKORUN! Kynnt verður ný og metnaðarfull fjallgönguáætlun með yfir 10.000 metra hæðarhækkun. Hvannadalshnúkur eða Hrútsfjallstindar sem lokatakmark. Allir velkomnir! Nánari upplýsingar á www.fjallafelagid.is KYNNINGARFUNDUR Í SPORTHÚSINU Í KÓPAVOGI ÞRIÐJUDAGINN 15. JANÚAR KL. 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.