Fréttablaðið - 12.01.2013, Blaðsíða 55
| ATVINNA |
Suðurlandsbraut 30 - sími 588 3031 - www.stra.is
Óskum eftir að ráða “matgæðing”/matráð
Matráður
Við leitum að
Umsóknarfrestur 21. janúar
Guðný Harðardóttir
stra@stra.is - www.stra.is
, til að annast létta
matseld fyrir Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.
hefur umsjón með rekstri mötuneytis og matreiðir daglega
léttar máltíðir fyrir starfsmenn lífeyrissjóðsins. Viðkomandi hefur jafnframt
umsjón með daglegum innkaupum og frágangi auk annarra þeirra starfa
er til falla hverju sinni.
reglusömum og traustum aðila með marktæka reynslu af
sambærilegum störfum. Áhersla er lögð á lipurð í mannlegum
samskiptum, snyrtimennsku, sjálfstæði í vinnubrögðum og framtaksemi í
starfi.
er til og með nk. Gengið verður frá
ráðningu fljótlega. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem
trúnaðarmál.
veitir nánari upplýsingar, en viðtalstími er frá kl.13-
15 alla virka daga. Vinsamlega sendið umsóknir ásamt meðfylgjandi
gögnum til sjá nánar á .www.stra.is
Matarást í hádeginu !
Starfsmenn óskast!
Óskum eftir sölumanni á varahlutum, verður að
vera vanur umsýslu með varahluti .
Óskum eftir viðgerðarmanni á vélaverkstæði
verður að vera vanur viðgerðum á stærri tækjum.
• Íslenska og bílpróf skilyrði.
• Umsóknir sendist á:
hinrik@velavit.is
• Eða á staðnum,
Skeiðarási 3.
Saumakona óskast
Vantar saumakonu til starfa sem fyrst. Hlutastarf jafnt sem
fullt starf kemur til greina.
Umsóknir sendist á Halldor@lystadun.is fyrir 17 janúar.
Árleynir 2-8, 112 Reykjavík Sími 522 9000 Fax 522 9111 www.nmi.is
Markmið Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
er að styrkja samkeppnisstöðu íslensks
atvinnulífs og auka lífsgæði með
þekkingaruppbyggingu á grundvelli
rannsókna og þróunar. Öflug tækniþróun,
þjónusta og yfirfærsla þekkingar til
fyrirtækja og frumkvöðla á sviði efnis-, líf-
og orkutækni er mikilvægur þáttur í starfi
Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands kemur með nýjar
víddir inn í íslenskt samfélag - í þína þágu og
þágu atvinnulífsins.
Verkfræðingur
óskast til starfa við prófanir, rannsóknir og
vöruþróunarverkefni innan Efnis-, líf- og orkutækni
hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands.
Starfssvið
Starfið felur í sér efnisprófanir og rannsóknir í
jarðhitaumhverfi, tjónagreiningar og ráðgjöf til
viðskiptavina.
Hæfniskröfur
• Viðeigandi framhaldsmenntun í verkfræði
• Þekking á tæringu, málmþreytu og
burðarþoli æskileg
• Góð enskukunnátta
• Hæfni í mannlegum samskiptum og rík
þjónustulund
Umsóknarferli
Hvatt er til umsókna frá konum jafnt sem
körlum. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar nk.
Umsóknir skal senda til Nýsköpunarmiðstöðvar
Íslands merktar:
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
Starfsumsókn – Verkfræðingur
Árleynir 2-8
112 Reykjavík
Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Þorbjörnsson,
framkvæmdastjóri Efnis-, líf- og orkutækni á
Nýsköpunarmiðstöð Íslands (ingo@nmi.is) í síma:
522-9000.
Háskólinn í Reykjavík leitar að metnaðarfullum einstaklingi með brennandi áhuga á að taka
þátt í áframhaldandi uppbyggingu öflugrar viðskiptadeildar. Deildarforseti ber ábyrgð á
rekstri deildarinnar og leiðir akademískt starf hennar. Deildarforseti heyrir undir rektor og
situr í framkvæmdastjórn Háskólans í Reykjavík.
LEITAÐ ER AÐ EINSTAKLINGI MEÐ:
Hæfni til að vinna að stefnumótun og uppbyggingu liðsheildar.
Doktorspróf á sviði viðskiptafræði eða skyldra greina.
Reynslu af stjórnun, rekstri og mannaforráðum.
Reynslu af rannsóknum og kennslu á háskólastigi.
Hagnýta reynslu úr atvinnulífi eða af samstarfi við atvinnulífið.
Reynslu af alþjóðlegum vettvangi.
Innan viðskiptadeildar er fengist við kennslu og rannsóknir í viðskiptafræði og sálfræði. Boðið er upp á nám á
BSc, MSc og PhD stigi. Deildin er sú eina sem hefur alþjóðlegar gæðavottanir á viðskiptanámi á Íslandi og er
í fremstu röð í rannsóknum. Um 800 nemendur stunda nám við deildina og eru fastir starfsmenn tæplega
40 talsins.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ari Kristinn Jónsson, rektor (ari@hr.is), sími 599 6200.
Umsóknum skal skilað til Háskólans í Reykjavík, skrifstofu rektors, á netfangið appl@ru.is, fyrir 31. janúar
2013. Fylgigögn má senda til Háskólans í Reykjavík, Menntavegi 1, 101 Reykjavík, merkt „Starf deildarforseta“.
Allar fyrirspurnir og umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.
Hlutverk Háskólans í Reykjavík er að skapa og miðla þekkingu til að auka samkeppnishæfni og lífsgæði fyrir
einstaklinga og samfélag með siðgæði, sjálfbærni og ábyrgð að leiðarljósi.
Akademískar deildir skólans eru fjórar: Lagadeild, tölvunarfræðideild, tækni- og verkfræðideild og viðskiptadeild.
Kennsla og rannsóknir við Háskólann í Reykjavík mótast af sterkum tengslum við atvinnulíf og samfélag. Lögð
er áhersla á þverfagleika, alþjóðlegt umhverfi, nýsköpun og góða þjónustu.
Nemendur háskólans eru um 3200 í fjórum deildum og starfa rúmlega 200 fastir starfsmenn við skólann auk
fjölda stundakennara.
FORSETI VIÐSKIPTADEILDAR
www.hr.is
LAUGARDAGUR 12. janúar 2013 9