Fréttablaðið - 12.01.2013, Síða 59
| ATVINNA |
Starfs- og ábyrgðarsvið
• Áætlanagerð
• Kostnaðareftirlit
• Yfirumsjón með bókhaldi
• Undirbúningur samningsgerðar
• Þróun og stjórn mannauðsmála
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun er skilyrði
• Reynsla af fjármálastjórnun
• Góð bókhalds- og Excel-kunnátta er skilyrði
• Mjög góð samskiptafærni
• Reynsla og áhugi á mannauðsmálum
• Nákvæm og skipuleg vinnubrögð
Fjármála- og mannauðsstjóri
Barnaverndarstofa óskar eftir að ráða fjármála- og mannauðsstjóra
vegna skipulagsbreytinga. Starfið er fjölbreytt og krefjandi og mun þróast
í takt við breytingar á starfsemi stofnunarinnar.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Upplýsingar veita:
Sverrir Briem
sverrir@hagvangur.is
Inga Steinunn Arnardóttir
inga@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til
27. janúar nk.
Umsókn óskast fyllt út á
www.hagvangur.is. Umsókn
skal fylgja ítarleg starfsferilskrá
ásamt kynningarbréfi þar sem
fram komi helstu upplýsingar
um færni í starfi.
Barnaverndarstofa er sjálfstæð stofnun sem heyrir undir yfirstjórn velferðarráðherra.
Barnaverndarstofa annast stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til. Stofan skal vinna
að samhæfingu og eflingu barnaverndarstarfs í landinu og vera ráðherra til ráðgjafar
um stefnumótun í málaflokknum. Meginverkefni Barnaverndarstofu greinast í tvö svið.
Annars vegar margvísleg viðfangsefni sem lúta að starfsemi barnaverndarnefnda
sveitarfélaga. Hins vegar yfirumsjón og eftirlit með rekstri sérhæfðrar þjónustu og
úrræða fyrir börn. Sjá nánar á www.bvs.is.
Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf eigi síðar en 1. apríl 2013. Um er að ræða fullt starf sem heyrir beint undir forstjóra Barnaverndarstofu.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum ríkisins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Hjá Ísteka ehf. er unnið við þróun og framleiðslu á próteinlyfjum
(biologics) og mælisettum (diagnostic kits) fyrir erlenda markaði.
Starfsemin er GMP vottuð og framleiðsluferlar og starfshættir
samþykktir af lyfjastofnunum út um allan heim, m.a. af FDA í USA.
Starfssvið: Lyfjaframleiðsla, þrif, skýrsluhald
Hæfniskröfur: Góð skrif- og málfærni í íslensku, samskipta-
hæfileikar, sjálfstæð vinnubrögð, sveigjanleiki og reglusemi.
Reynsla af lyfja- eða matvælaframleiðslu er kostur
Menntunarkröfur: Æskilegt er að umsækjandi hafi
stúdentspróf, iðnpróf eða sambærilegt
Umsóknir ásamt ferilskrá óskast sendar á arnthor@isteka.com.
Umsóknarfrestur er til 23. janúar 2013
Starf í framleiðsludeild
Sérfræðingarnir munu starfa innan öflugs hóps
sérfræðinga að verkefnum stofnunarinnar tengt
loftslagsmálum þar sem lögð er áhersla á samvinnu
innan hópsins. Mikil samskipti eru við evrópskar
og alþjóðlegar stofnanir.
Ítarlegri upplýsingar um störfin, hæfniskröfur
og umsóknarfrest er að finna á starfatorg.is og
http://www.umhverfisstofnun.is/storf-i-bodi/
Umsóknir skulu sendar til Umhverfisstofnunar,
Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík eða á netfangið
ust@ust.is eigi síðar en 28. janúar 2013. Í umsókn
skal koma fram um hvort starfið er sótt um.
Sjá nánari upplýsingar um Umhverfisstofnun á
www.umhverfisstofnun.is
Akureyri - Egilsstaðir - Ísafjörður - Mývatn - Patreksfjörður
Reykjavík - Snæfellsnes - Vestmannaeyjar
LOFTSLAGSMÁL - VIÐSKIPTAKERFI LOSUNARHEIMILDA
Hjá Umhverfisstofnun eru laus til umsóknar tvö störf sérfræðinga á sviði
loftslagsmála og viðskiptakerfis með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda.
Njótum umhverfisins og stöndum vörð um það saman
Helstu verkefni:
• Stuðningur, ráðgjöf og hvatning fyrir einstaklinga
• Upplýsingaöflun og mat samkvæmt
viðurkenndum aðferðum
• Umsjón, eftirfylgni og leiðsögn varðandi
endurhæfingaráætlanir einstaklinga, í samstarfi
við fagaðila
• Samstarf við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir
vegna verkefnisins
Helstu hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á sviði heilbrigðis- eða félagsvísinda sem nýtist
í starfi (t.d. á sviði félagsráðgjafar, hjúkrunar, iðjuþjálfunar, sálfræði,
eða sjúkraþjálfunar )
• Víðtæk reynsla og þekking á sviði starfsendurhæfingar
• Fagmennska, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Mjög góð samskiptahæfni, jákvætt viðmót og þjónustulund
• Áhugi á að vinna með einstaklingum og geta til að skilja og setja sig
inn í mismunandi aðstæður
• Sveigjanleiki, færni og vilji til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð
• Geta til að koma frá sér efni í ræðu og riti
• Gott vald á íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli
Ráðgjafi á sviði starfsendurhæfingar
Verkalýðsfélagið Hlíf í Hafnarfirði leitar að ráðgjafa til að starfa á sviði
starfsendurhæfingar. Um er að ræða samvinnuverkefni Verkalýðsfélagsins
Hlífar og VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Upplýsingar veita:
Elísabet Sverrisdóttir
elisabet@hagvangur.is
Vaka Ágústsdóttir
vaka@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 20. janúar nk.
Umsóknir óskast fylltar út
á www.hagvangur.is
Ráðgjafinn mun halda utan um starfsendurhæfingarmál einstaklinga sem eru með skerta vinnugetu vegna
slysa eða sjúkdóma, í þeim tilgangi að aðstoða þá við að auka vinnugetu sína og varðveita vinnusamband
þeirra. Um er að ræða mjög krefjandi starf í umhverfi sem er enn í mótun og uppbyggingu. Upplýsingar um
starf ráðgjafa og starfsemi VIRK er að finna á heimasíðu VIRK www.virk.is.
LAUGARDAGUR 12. janúar 2013 13